Morgunblaðið - 14.04.2016, Page 51
51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
Kafað í sjónum Lögreglan, slökkviliðið og Landhelgisgæslan voru með atvinnukafaranámskeið fyrir starfsmenn sína í gær, nú er það á annari viku og byrjað að æfa kafanir í sjó.
Eggert
Síðustu dagar hafa verið
sögulegir og fordæmalausir í
stjórnmálasögu Íslands og
heimsbyggðarinnar. Upplýsing-
arnar um Panama-skjölin hafa
svipt leyndarhjúpnum af huliðs-
heimum alþjóðlegs efnahagslífs,
skattaskjólum sem vitað hefur
verið um lengi, en umfangið
blasir nú við almenningi, stærra
og hrikalegra en flesta gat grun-
að. Það segir sína sögu að fyrir-
tækið Mossack Fonseca með að-
alstöðvar í Panama er þó ekki
nema það fimmta stærsta sinn-
ar tegundar í heiminum með að-
eins 5-10% af viðskiptum á
þessu sviði að mati tímaritins
The Economist. Það er síðan
kaldhæðnislegt að fyrstu upp-
lýsingar úr þessum risaleka
skuli hitta fyrir og velta úr sessi
forsætisráðherra smáríkisins
Íslands, sem skartað hefur síð-
an á forsíðum fjölmiðla um víða
veröld. Aðrir og stærri laxar
hafa fylgt á eftir og uppskeran úr þessu safni á
eftir að minna lengi á sig. Baksvið þessa máls
er kapítalískt efnahagskerfi sem teygir anga
sína um víða veröld og færir óðfluga auð og
völd á æ færri hendur, m.a. í krafti fjármagns-
flutninga heimshorna milli. Fjölþjóðafyrirtæki
eru í aðalhlutverkum á efnahagssviðinu og
skattaskjólin sem gróðrarstíur fyrir dulin við-
skipti, m.a. peningaþvætti og vopnasölu heims-
horna á milli.
Alþingiskosningum flýtt um hálft ár
Stjórnmálaflokkarnir hérlendis eru rétt að
byrja að átta sig á breyttu landslagi. Ríkis-
stjórn sömu flokka heldur um stjórnartauma
með meirihluta þingmanna sér að baki. Lofað
er alþingiskosningum með haustinu, um hálfu
ári fyrr en ella hefði orðið. Stjórnarandstaðan á
þingi lét sem hún vildi fá kosningar strax, en
mér er til efs að þar hafi hugur fylgt máli. At-
burðarásin að undanförnu hefur komið öllum
flokkum í opna skjöldu og mikið skortir á að
þeir séu í stakk búnir að leggja stefnumál sín
fyrir kjósendur. Framsóknarflokkurinn á eftir
að gera upp sín forystumál og stendur frammi
fyrir miklum vanda. Það sama á við um Sam-
fylkinguna sem er í uppnámi með sín forystu-
mál og stefnu til framtíðar. Píratar horfa
skelfdir framan í skoðanakannanir sem benda
til að um þriðjungur atkvæða komi í hlut þessa
fámenna safnaðar sem frábiður sér völd en vill
aðeins hræra í pottinum. Björt framtíð virðist
flestum gleymd og minnir það á hversu valt er
veraldargengi. Vinstri grænir hafa að undan-
förnu gælt við að mynda kosningabandalag nú-
verandi stjórnarandstöðuflokka, en um hvaða
málefnagrundvöll er algjörlega á huldu. For-
ysta Sjálfstæðisflokksins segist hvergi bangin,
en á mörgu ósvarað, og í bakgrunni gerir vart
við sig klofningsframboð undir nafni Við-
reisnar. Þegar þessi staða blasir
við hljóta flestir að sjá að flokk-
arnir mega hafa sig alla við til að
geta lagt spil sín skilmerkilega á
borðið fyrir kjósendur á haustdög-
um.
Skýr svör um stöðu
Íslands út á við
Þingkosningar í haust fara fram
í miklu óvissuástandi á alþjóðavett-
vangi. Evrópusambandið er í
djúpri lægð og sundurþykkja fer
vaxandi milli aðildarríkja. Evran
hefur reynst fjötur um fót sem
sameiginlegur gjaldmiðill og
Schengen-samstarfið riðar til falls.
Þeim fjölgar stöðugt hérlendis sem
átta sig á hvílíkt háskaskref var
stigið með aðildarumsókn Íslands
að ESB árið 2009 og að þann leik
má ekki endurtaka. Fyrir kosn-
ingar þurfa öll framboð að svara
skýrt til um afstöðu til aðildar í
stað þess að fela sig á bak við vísan
til þjóðaratkvæðis, svo sjálfsagt
sem það annars væri ef til aðild-
arumsóknar kæmi. Það er próf-
steinn á stjórnmálaflokka að þeir hafi skýr svör
í slíku grundvallarmáli. Aðildarskilmálar ESB
liggja ljóst fyrir og ekkert sem máli skiptir er
til að semja um annað en skammtímaaðlögun. –
EES-samningurinn er meingallaður og tak-
markar svigrúm okkar, m.a. til að móta eigin
reglur um fjármálagjörninga eins og um af-
landsfélög og skattaskjól, en einnig um eign-
arhald á sjálfu landinu. Mikil umræða fer fram
í Noregi, ekki síst innan norsku verkalýðs-
hreyfingarinnar, um ókosti EES og um aðrar
leiðir til samskipta við Evrópusambandið. Ís-
land er þarna á sama báti og Noregur og eðli-
legt að við leitum leiða til endurskoðunar á
þessum 20 ára gamla samningi í stað þess að
hann sé notaður sem rök fyrir ESB-aðild.
Auðlindastefna og náttúruvernd
Í innri málefnum okkar er af nógu að taka,
sem frambjóðendur til Alþingis þurfa að hafa
skýr svör við. Tryggur umráðaréttur og með-
ferð náttúruauðlinda lands og hafsvæða innan
efnahagslögsögunnar hlýtur að vera kjós-
endum ofarlega í huga og tengist endurskoðun
stjórnarskrár. Sjávarauðlindin, eignarhald og
réttur til nýtingar kallar á ótvíræð svör. Það
sama á við um gróðurríki landsins og gróður-
vernd þar sem við búum við hálfrar aldar
gamla og úrelta löggjöf. Ferðaþjónustan sem
atvinnugrein kallar á alhliða stefnumörkun og
víðtæka náttúruvernd í byggð og óbyggð til
verndar landinu fyrir átroðningi og örtröð.
Þessa daga er auglýst uppboð á hluta af Jök-
ulsárlóni, einni þekktustu náttúruperlu lands-
ins, sem fyrr en varir gæti endað í höndum
huldumanna í útlöndum. Ætlar ríkisstjórn,
þing og þjóð að láta slíkt gerast fyrir augum
okkar á þessum vordögum?
Eftir Hjörleif Guttormsson
» Þeim fjölgar
stöðugt sem
átta sig á hvílíkt
háskaskref var
stigið með aðild-
arumsókn Ís-
lands að ESB
árið 2009.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Kosningaár: Nú reynir
á stjórnmálaflokkana
Í greinarstúfi í Morgunblaðinu
á dögunum gera tveir fv. umhverf-
isráðherrar, þeir Júlíus Sólnes og
Eiður Guðnason, athugasemdir
við orð mín sem birtust í bókinni
„Frú ráðherra“ sem út kom á síð-
asta ári í tilefni 100 ára afmælis
kosningaréttar kvenna.
Nú hefur sá þriðji, Hjörleifur
Guttormsson, fv. iðnaðarráðherra,
bæst í hópinn og tekur undir með
þeim á sama vettvangi.
Í viðtalinu sagði ég eftirfarandi:
„Ég taldi líka að umhverfisráðu-
neytið væri afar mikilvægt ráðu-
neyti fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Andstæðingar okkar hafa lengi
haldið því fram að við höfum ekki
áhuga á umhverfismálum sem er
alrangt. Það var einmitt Sjálf-
stæðisflokkurinn, með Geir
Hallgrímasson í fararbroddi, sem
átti frumkvæði að því að
umhverfisráðuneytið yrði stofn-
að.“
Ég sé ekki betur en að skrif
ráðherranna fyrrverandi staðfesti
þessi orð mín og einnig hitt, sem
mér þykir vænt um í þessu sam-
hengi, að hér sannast enn hið fornkveðna að
„Allir vildu Lilju kveðið hafa“.
Í fyrsta bindi ritraðarinnar „Stjórnarráð Ís-
lands 1964-2004“ kemur eftirfarandi fram á bls.
292-293:
„Stofnun umhverfisráðuneytisins átti sér
langan aðdraganda. Fyrstu hugmyndir um sér-
staka stjórn umhverfismála í Stjórnarráði Ís-
lands komu fram í ríkisstjórn Geirs Hallgríms-
sonar á árunum 1974-1978. Í mars 1975 skipaði
ríkisstjórnin nefnd til þess að endurskoða og
samræma ákvæði laga um unhverfis- og meng-
unarmál. Í áliti nefndarinnar kom fram að brýnt
væri að samræma reglur og yfirstjórn umhverf-
ismála um þessi efni hérlendis. Samkvæmt
frumvarpi, sem nefndin samdi og Gunnar Thor-
oddsen, þáverandi félagsmálaráðherra, lagði
fram á Alþingi vorið 1977(8), var lagt til að sér-
stök stjórnardeild, umhverfismáladeild, færi
með yfirstjórn umhverfismála en deildin skyldi
heyra undir eitt ráðuneyta Stjórnarráðsins.
Frumvarpið náði ekki fram að ganga og ekki
heldur þingmannafrumvörp sem lögð voru fram
í svipaðri mynd næstu árin.“ Þó var ákveðið á
ríkisstjórnarfundi í apríl 1978 að félagsmála-
ráðuneytið skyldi fara með umhverfismál innan
Stjórnarráðs Íslands. Ekkert varð þó úr marg-
víslegum fyrirætlunum um breytta yfirstjórn
umhverfismála fyrr en árið 1990 og því varð
stjórn þessara mála áfram í höndum margra
ráðuneyta.“
Í viðtalinu sem karlarnir þrír vitna til vildi ég
undirstrika frumkvæði ríkisstjórnar Geirs Hall-
grímssonar í þessum efnum og minna á frum-
varp Gunnars Thoroddsen um umhverfismál.
Það frumvarp fékk eðlilega málsmeðferð á Al-
þingi á sínum tíma þó ekki næði
það fram að ganga. Frumvarpið
var síðar endurflutt af Salome
Þorkelsdóttur og fleiri þingmönn-
um Sjálfstæðisflokksins á Alþingi
1980-81 og Gunnari G. Schram o.fl.
1983-4 og málinu þannig haldið
vakandi. Þegar þáverandi for-
sætisráðherra, Steingrímur Her-
mannsson, flutti málið um Stjórn-
arráð Íslands
(Umhverfisráðuneyti), árið 1989
er ítarlega farið yfir framvindu
umhverfismála í Stjórnarráðinu í
greinargerð með frumvarpi hans
og einnig í frumvarpi hans um um-
hverfismál fyrr á sama ári sem
ekki náði fram að ganga.
Óþarft er að taka það fram að
með orðum mínum er ég á engan
hátt að gera lítið úr hlut annarra
þingmanna og ráðherra sem komu
að þessu máli á sínum tíma og það-
an af síður að smækka brautryðj-
endastarf annarra við náttúru-
vernd. Margir hafa lagt sitt af
mörkum til þessa góða málefnis.
Í þessu samhengi get ég svo
ekki látið hjá líða að nefna heiðurs-
konuna Elínu Pálmadóttur, blaða-
mann og borgarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins, og málflutning hennar
í ræðu og riti um mikilvægi umhverfisverndar
um langa tíð. Hún sat í Náttúruverndarráði og
náttúrverndarnefnd Reykjavíkur um árabil og í
bók hennar, „Eins og ég man það“ eru stór-
fróðlegar og skemmtilegar lýsingar á aðkomu
hennar að þessum málum. Frásögn hennar er
býsna skondin á köflum og þar segir meðal ann-
ars á bls. 332: „Svo æxlaðist blessunarlega fyrir
þennan hrakta málaflokk í stjórnkerfinu að allt í
einu vantaði ráherrastól svo að takast mætti að
mynda samsteypustjórn. Og eftir erfiðar
fæðingarhríðir var með lögum á Alþingi stofnað
umhverfisráðuneyti vorið 1990, sem síðan hefur
vaxið og sannað sig.“
Ég fagna þessum tilskrifum karlanna þriggja.
Þau gefa tilefni til að undirstrika orð mín að
andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa leitast
við að gera lítið úr þætti hans og frumkvæði í
þessu máli, en fyrst og fremst beina þau kast-
ljósinu að þessum mikilvæga málaflokki og það
er af hinu góða.
Íslendingar geta verið stoltir af því að um-
hverfismálin eiga nú heima á einum stað í
stjórnsýslunni þó vissulega megi taka undir það
sjónarmið Hjörleifs Guttormssonar og Elínar
Pálmadóttur á sínum tíma, að sú skipan hefði
mátt komast á miklu fyrr en raun ber vitni.
Það liggur í hlutarins eðli að umhverfismálin
verða ávallt í brennidepli á Íslandi og stjórn-
málamenn, hvar í flokki sem þeir eru, hljóta að
standa trúan vörð um þennan málaflokk í nútíð
og framtíð. Öllum hlýtur að vera ljóst að hann
þarf að styrkja enn frekar. Það er afar mikil-
vægt og mikið er í húfi eins og dæmin sanna.
Eftir Sigríði Önnu
Þórðardóttur
»Umhverfis-
málin verða
ávallt í brenni-
depli á Íslandi
og stjórnmála-
menn … hljóta
að standa trúan
vörð um þennan
málaflokk í nú-
tíð og framtíð.
Sigríður Anna
Þórðardóttir
Höfundur er fv. umhverfisráðherra.
Enn um umhverfis-
ráðuneytið