Morgunblaðið - 14.04.2016, Qupperneq 54
54 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
Á uppboðinu verður gott úrval verka
samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra
verka gömlu meistaranna.
mánudaginn 18. apríl, kl. 18
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Forsýning á verkunum fimmtudag til mánudags
fimmtudag kl. 10–18, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17,
sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17
TolliEiríkur Smith
Það, að lögsækja
vinnuveitandann sinn,
er örugglega eitt það
síðasta sem menn vilja
lenda í. Nú standa samt
þeir starfsmenn Lands-
bankans, RB, Valitors
og Seðlabanka, sem
greiða í hlutfallsdeild
Lífeyrissjóðs banka-
manna frammi fyrir
því. Á ársfundi
Lífeyrissjóðsins þann 6.apríl sl., var
eftirfarandi samþykkt: „stjórn líf-
eyrissjóðsins, með aðstoð Jónasar
Fr. Jónssonar hdl., að leita nauðsyn-
legra lagalegra úrræða til að
hnekkja ósanngjörnu uppgjöri
ábyrgðar aðildarfyrirtækja frá
1997.“ Byggt á greinargerð og lög-
fræðilegu áliti, sem Jónas gerði um
málið að tillögu ársfundar árið áður.
Kostnaður sjóðsins af svokallaðri 95-
ára reglu og lægri lífeyristökualdri
en gert var ráð fyrir, hefur orðið
verulegra hærri en forsendur gerðu
ráð fyrir. Nú þegar hefur því þurft
að grípa til þess óyndisúrræðis að
lækka áunnin réttindi sjóðsfélaga í
deildinni og þar með lækka lífeyris-
greiðslur um 9,72%. Kom sú launa-
lækkun og réttindaskerðing til fram-
kvæmda 1. janúar 2015. Ekki er
ósennilegt að til frekari skerðinga
komi í framtíðinni, ef ekkert er að
gert. Hið ósanngjarna uppgjör aðild-
arfyrirtækjanna árið 1997 var gert
að undirlagi stjórnvalda, sem voru
að einkavæða bankana og vildu um
leið létta af þeim bakábyrgðinni á líf-
eyrisskuldbindingum, sem þá var við
lýði. Fundin var upp
ofannefnd hlutfalls-
deild annarsvegar og
aldursdeild (stiga-
deild) hinsvegar. Hlut-
fallsdeildin fyrir eldri
starfsmenn, þar sem
byggt er á eftirmanna-
reglu og býður upp á
95-ára regluna, en ald-
ursdeildin fyrir yngri
starfsmenn, með stiga-
kerfi þar sem sjóð-
félagi ávinnur sér rétt-
indi miðað við greidd
iðgjöld sem taka mið af heildar-
launum, eins og algengt er á almenn-
um markaði. Nákvæmlega í sama
anda og gert var varðandi opinbera
starfsmenn, þar sem búin var til A-
deild og B-deild í Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins, þar er reyndar
bakábyrgðin enn við lýði og hefur
ekki komið til skerðingar á lífeyris-
réttindum né 95-ára reglu. Nú er
staðan aftur orðin sú, alveg eins og
1997, þegar hið ofannefnda ósann-
gjarna uppgjör var framkvæmt, að
Landsbankinn er í meirihlutaeigu
ríkisins og meira að segja sömu
flokkar við stjórn. Enda sendi stjórn
Lífeyrissjóðs bankamanna fjármála-
ráðherra bréf, reifaði málið og
kynnti ofannefnt lögfræðiálit, en eft-
ir því sem ég best veit hefur ekki
svar borist. Nú á tímum mikilla sið-
ferðisspurninga, er þá ekki eðlilegt
að spyrja ráðamenn og eigendur
Landsbankans, sem og stjórnendur
hans, sem hampar því ákaft að hann
vilji sýna samfélagslega ábyrgð; er
það siðferðislega rétt að mismuna
aðilum svona? Einn hópur sem
treysti reiknikúnstum og trúði lof-
orðum um að eiga ásættanlegan líf-
eyri eftir áralöng störf, stendur
frami fyrir skerðingu lífeyris og
löskuðum sjóði, meðan annar ná-
kvæmlega sambærilegur hópur, sem
valdi eins, og er einnig í störfum fyr-
ir ríkið, er með allt sitt á hreinu. Það
vegur reyndar þungt í ofannefndu
lögfræðiáliti, að Landsbankinn og
sum önnur aðildarfyrirtæki, hafa
með svokölluðum sólarlagssamn-
ingum, stuðlað að því að ýta eldri
starfsmönnum á 95-ára regluna í
miklu meira mæli en forsendur
gerðu ráð fyrir; í stað þess að 25%
nýti 95-ára regluna eins og gert var
ráð fyrir í forsendunum 1997, þá hef-
ur það hlutfall orðið 50%, sem eykur
kostnað sjóðsins og rýrir tekjur og
þar með átt beinan þátt í því staða
hlutfallsdeildar er jafn slæm og raun
ber vitni. Samfélagsbanki með sið-
ferðiskennd hlýtur á aðalfundi sín-
um 14. apríl nk. að vilja bæta úr
þessu og bæta sjóðnum upp tap sem
hann hefur sannanlega orðið fyrir
með gjörðum Landsbankans hf. síð-
ustu ár.
Eftir Kjartan
Jóhannesson
Kjartan Jóhannesson
» Samfélagsbanki
með siðferðiskennd
hlýtur að vilja bæta úr
þessu og bæta sjóðnum
upp tap sem hann hefur
sannanlega orðið fyrir
með gjörðum Lands-
bankans.
Höfundur greiðir í Lífeyrissjóð
bankamanna.
Samfélagsbanki
með siðferðiskennd?
Stjórnskipun Ís-
lands hefur meðal
annars það að mark-
miði að tryggja festu
og jafnvægi í sam-
skiptum þeirra sem
fara með ríkisvald.
Að þessu leyti hefur
gildandi stjórnarskrá
á Íslandi jafnan virk-
að þegar á hefur
reynt. Þar hefur for-
setaembættið átt þátt í að móta
framvindu mála.
Þannig urðu ríkisstjórnarskipti í
ársbyrjun 2009 í eldfimu ástandi
án þess að til stjórnmálalegs öng-
þveitis kæmi. Slíkt er ekki sjálf-
gefið.
Stjórnskipun Íslands hélt einnig
velli hina viðburðaríku daga 4.-7.
apríl síðastliðinn en hinn 5. apríl
síðastliðinn bar forsætisráðherra,
sem þá sat, upp erindi við forseta
Íslands. Eðli þess erindis liggur
ekki fyllilega fyrir en reikna má
hið minnsta með að til tals hafi
komið að rjúfa þing og að boðað
yrði til kosninga, sbr. 24. gr.
stjórnarskrárinnar.
Hvernig svo sem á málið er litið
voru viðbrögð forseta innan þeirra
heimilda sem hann hefur sam-
kvæmt stjórnarskránni. Þannig er
eðlilegt að forseti óski eftir nánari
upplýsingum og rökum áður en
fallist er á beiðni um þingrof. Sú
könnun var og nærtæk með hlið-
sjón af þeirri atburðarás sem
hafði átt sér stað í aðdraganda
fundarins.
Aðstæður þær sem
komu upp fyrr-
nefndan dag voru á
margan hátt eins-
dæmi í sögu íslenskr-
ar stjórnskipunar og
áttu eldri fordæmi,
um samþykki forseta
á beiðni forsætisráð-
herra um þingrof,
ekki við. Það var því
rökrétt af hálfu sitj-
andi forseti að grípa
til úrræða í því skyni
að tryggja starfhæfa ríkisstjórn í
landinu.
Það er eitt hlutverka forsetans.
Um framtíð íslensku
stjórnarskrárinnar
Að mínu mati sýnir nýafstaðin
atburðarás í íslenskum stjórn-
málum að gildandi stjórnskipun
landsins sé reist á traustum
grunni og að vanhugsað væri að
umbylta stjórnarskrá lýðveldisins
frá árinu 1944.
Eftir Helga Áss
Grétarsson
Helgi Áss Grétarsson
» Stjórnskipun
Íslands stendur
traustum fótum. Það
sannaðist í fárviðri
stjórnmálanna í byrjun
apríl síðastliðins.
Óráð væri að umbylta
stjórnarskránni.
Höfundur er dósent við Lagadeild
Háskóla Íslands.
Stjórnarskrá
sem virkar
Gullsmárinn
Fimmtudaginn 7. apríl var spilað á
10 borðum í Gullsmára.Úrslit í N/S:
Lúðvík Ólafsson - Ragnar Jónsson 208
Björn Árnason - Auðunn R.Guðmss. 206
Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 193
A/V
Jón I. Ragnarss. - Sæmundur Árnason 201
Hjörtur Hanness. - Gunnar M.Hanss. 194
Haukur Bjarnason - Hinrik Lárusson 194
Spilað var á 10 borðum mánudag-
inn 4. apríl.
Úrslit í N/S:
Jóhann Ólafsson - Birgir Ísleifsson 227
Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 218
Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 180
A/V
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 230
Rut Árnadóttir - Ása Jónsdóttir 199
Ragnh. Gunnarsd. - Sveinn Sigurjónss. 191
Góð þátttaka var fimmtudaginn 31.
mars. 24 pör mættu til leiks.
Úrslit í N/S:
Guðm. Pálsson - Sveinn Símonarson 213
Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 195
Guðrún Gestsd. - Ragnar Ásmundss. 182
Jónína Pálsd. - Þorleifur Þórarinss. 177
A/V
Haukur Bjarnason - Hinrik Lárusson 200
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 176
Gróa Jónatansd. - Sigurlaug Sigurðard. 176
Jón I. Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 175
Spilað var á 11 borðum mánudag-
inn 11. apríl.Úrslit í N/S:
Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 203
Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 199
Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðarson 198
Gróa Jónatansd. - Sigurlaug Sigurðard. 192
A/V
Rúnar Sigurðss. - Kristinn Pedersen 206
Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmss. 196
Jón I. Ragnarss. - Sæmundur Árnason 188
Hjörtur Hanness. - Gunnar M. Hansson 184
Mánudaginn 18.apríl tökum við á
móti vinum okkar úr Reykjavík.
FEB Reykjavík
Mánudaginn 4. apríl mættu 29 pör í
tvímenning hjá bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík.
Efstu pör í N/S
Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandsson 376
Jón Þór Karlss. – Jón H. Jónsson 367
Haukur Harðarson – Ágúst Helgason 359
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 348
A/V
Sigurður Ólafsson – Skafti Ottesen 383
Björn Pétursson – Valdimar Ásmundss. 379
Guðm. K. Steinbach – Bjarni Guðnason 360
Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannsson 351
Fimmtudaginn 7.apríl var spilað á
13 borðum.
Guðm. Sigursteinss. – Unnar Guðmss. 383
Siguróli Jóhanns. - Bergur Ingimundars. 352
Hrólfur Guðmss. – Axel Lárusson 339
Örn Isebarn – Örn Ingólfsson 326
A/V
Guðrún Jörgensen – Eiríkur 385
Margr. Gunnarsd. – Vigdís Hallgrímsd. 383
Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannsson 373
Sigurður Þórhallss. – Sigr. Benediktsd. 357
Spilað er í Síðumúla 37 á mánudög-
um og fimmtudögum kl. 13.
Þess má geta að spilað verður á
sumardaginn fyrsta, 21. apríl.
Mánudaginn 18. apríl verður keppt
í brids við eldri borgara í Kópavogi.
Bridsfélag eldri borgara
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 29. mars var spilaður
tvímenningur með þátttöku 32 para.
Efstu pör í N-S:
Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannss. 68,6
Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 56,7
Óli Gíslason – Guðlaugur Bessason 55,9
Kristín Óskarsd. – Unnar A. Guðmss. 53,5
A-V
Tómas Sigurjs. – Jóhannes Guðmannss. 59,9
Sigtryggur Jónss. – Höskuldur Jónsson 58,7
Guðlaugur Ellertss. – Björn Arnarson 57,3
Jón H. Jónsson – Jón Þór Karlss. 56,6
Föstudaginn 1. apríl var spilaður
tvímenningur með þátttöku 26 para.
Bestum árangri náðu í N/S:
Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 57,5
Örn Einarsson – Pétur Antonsson 55,8
Sigurður Hallgrs. – Steinmóður Einarss. 55,5
Lúðvík Ólafsson – Björn Árnason 54,3
A-V
Jóhann Benediktss. – Björn Arnarson 63,4
Sigurður Kristjánss. – Sigurður Láruss. 54,7
Kristrún Stefánsd. – Sverrir Gunnarss. 54,6
Sigtryggur Jónss. – Höskuldur Jónsson 54,6
BFEH spilar á þriðjudögum og
föstudögum í Hraunholti, Flata-
hrauni 3. Spilamennska byrjar kl. 13.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Nú geta allir fengið iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/