Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 74

Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 74
74 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Áhugi þinn beinist nú einkum að fjár- málunum. Allir verða að gefa eitthvað eftir til þess að samkomulag náist. Vandamálin eru mörg og ærin en láttu þau ekki raska ró þinni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt nokkuð gusti um þig núna skaltu ekki láta það slá þig út af laginu. Mundu bara að það eru fleiri en þú sem leggja hönd á plóginn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert sérlega kraftmikil/l í dag og vilt leggja þig alla/n fram við það sem þú ert að gera. Varpaðu allri formfestu fyrir róða og láttu berast með straumnum í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það fer eftir því hver í hlut á hvernig þú nálgast viðfangsefnið. Hin fullkomna vald- beiting er nefnilega sú að þurfa ekki að beita valdinu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú gætir hugsanlega tekið höndum saman með vini til þess að hjálpa þeim sem eru þurfandi eða mega sín minna. Gerðu fjár- hagsáætlun og farðu líka eftir henni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Dagurinn í dag er ákjósanlegur fyrir miklar endurbætur á heimilinu. Sættu þig við það sem er og njóttu þess sem lífið hefur að bjóða. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hvern gagnrýnir þú annan en sjálfan þig? Górillur sýna ást sína með því að tína lýsnar hver af annarri. En þegar upp er staðið er enginn mikilvægari en annar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Svartsýni hvíslar í eyra þér - eða kannski er það bara innsæið að vara þig við. Einhver tekur eftir breytingu í þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ættir að setjast niður og fara yfir skuldastöðu þína. Sagt er að markmið án áætlunar sé bara ósk. Eini munurinn er sá að nú hefurðu kraftinn til að gera eitthvað í mál- inu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Félagslegir hæfileikar þínir gefa orðinu "heillandi" nýja merkingu. Ef þú nærð ekki árangri þar, tekst þér ekki ætlunarverkið í lifanda lífi. Vertu óhræddur við að íhuga ný- stárlegar lausnir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þolinmæði er dyggð, en ekki endi- lega hátt skrifuð í samfélagi skyndifullnægj- unnar. Talaðu um það sem þig langar í. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hugsanlegt er að smátæki á heimilinu taki upp á því að bila í dag. Samt geturðu ekki alltaf verið með þeim sem þú elskar. Sumar vísur birtast manni einsog í kvikmynd. Svo er um þessa eftir séra Björn Halldórsson: Ráðskonan mín rís þar upp rétt sem tungl í fyllingu. Klórar hún sér á hægri hupp með hátíðlegri stillingu. Einhvern tíma var Tómas Guð- mundsson beðinn um texta fyrir nýtt (dægur)lag, – hann sló á létta strengi: Sólin hamast úti og inni frá árdegi til sólarlags. – En hvernig eru húsakynni í Hafnarfirði nú til dags? Júlíus Sigurðsson bankastjóri orti eftir stórbruna á Akureyri: Áfram líður ævibraut eftir vegum duldum. Drottinn leggur líkn með þraut og líka eld með skuldum. Ekki er allt sem sýnist í Biblíu- sögunum – Jón Þorsteinsson á Arn- arvatni orti: Aldrei mundi Uria orðið hafa viðskila, hefði ekki Batseba baðað sig við lindina, Davíð með sinn kvæðaklið klifrað upp á húsþakið litið þennan sóma sið. Svona er stundum hreinlætið! - - - Símaði Jóab heim í hlað: „Hetitinn er orðinn spað –!“ Ýmsir heyrðu eftir það öðling spila margraddað. Þessi urðu eftirmæli Jóns um gömlu hlöðuna: Þeim, sem athvarf áttu sér ýmislegt að gera, gamla hlaðan horfin er. Hvar á nú að vera? Á efnaheimili í Borgarfirði voru ávallt til fyrningar af keti og skemmdist oft. Um sveitarómaga, sem dó á heimlinu, orti Jón Eyjólfs- sons frá Hvammi Hvítársíðu: Illa fór hann Gvendargrey, þó gamalt æti hann ketið. Þeir eru til, sem þrífast ei, þó þeir geti étið. Að hann dáið hafi úr hor hygg ég rengja megi. En hitt er satt, hann var í vor vel framgenginn eigi. Sagt var, að kona nokkur hefði ort þessa formannsvísu til bónda síns: Jón minn hefur litla lyst; löngum betur aðrir sóttu. Það var aðeins allra fyrst að hann reri á hverri nóttu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gamlar vísur héðan og þaðan Í klípu „ÞETTA VAR EKKI ÞAÐ SEM ÉG MEINTI ÞEGAR ÉG BAÐ ÞIG UM AÐ SETJA HÁRBLÁSARANN Á ENDURSKOÐANDANN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „STENDUR ÞÚ VENJULEGA SVONA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fara í berjamó saman. LÆKNIR, ÞETTA LYFJAGLAS SEM ÞÚ ÁVÍSAÐIR HEFUR GERT MIG AFTUR AÐ ÞEIM MANNI SEM ÉG VAR! HVERT ER INNI- HALDIÐ? AÐALLEGA ALKÓHÓL EINHVER VAR Í ÍSSKÁPNUM ERTU AÐ DREKKA TÓMATSÓSU? ÆTTIR ÞÚ EKKI AÐ VERA ÚTI Í BÚÐ? Þá er loksins kominn smá hiti ímannskapinn og annar hverfar- inn að grilla. Víkverji kvíðir örlítið fyrir grillvertíðinni, þar sem hann á enn eftir að bera grillið upp úr geymslunni og út á svalir eftir vetr- ardvalann. Þá kvíðir Víkverji ekki síður fyrir því þegar sumrinu lýkur og hann þarf að bera allt heila klabb- ið aftur niður. x x x Því að þó að Víkverja finnist grill-matur góður, þá hafa heimturnar af grillinu hans ekki verið það miklar síðustu sumrin. Það er nefnilega lítið gaman að grilla nema veðrið haldist þurrt og síðasta sumar var eitt hið rakasta í manna minnum. Óttast Vík- verji að hið sama verði upp á ten- ingnum núna, og að grillið megi því bara sitja, lítt notað, úti á svölum á meðan hver rigningarstormurinn á fætur öðrum bylur á því. x x x Í því samhengi ætti Víkverji kannskiað nefna það að grillið hans er svo- kallað „ferðagrill,“ sem er sérstak- lega ætlað til þess að vera auðflytj- anlegt á milli staða. Nú er Víkverji ekki verkfræðingur, en hann vill leyfa sér að fullyrða það, að fá grill séu einmitt óhentugri til ferðalaga en þetta „ferðagrill“ hans. Fyrir það fyrsta er grillið nokkuð stórt og mik- ið um sig, og það er ágætlega þungt í því. Víkverji er enginn sérstakur kraftajötunn, en þrátt fyrir það finnst honum svona eins og grillið væri alveg hægt að nota í aflrauna- keppnum. x x x Í öðru lagi er grillið hannað þannigað eftir notkun safnast öll fitan úr grillkjötinu saman og myndar annað hvort skán á botninum eða lekur meðfram lokinu og á jörðina ef grillið er flutt of snemma af stað, með miklu óhagræði. Víkverji vill því helst bera „ferðagrillið“ sitt saman við fyrstu heimilistölvuna sem foreldrar hans fengu sér á níunda áratugnum. Tölv- an sú átti að heita „fartölva,“ en var á stærð við saumavél, þurfti alltaf að vera í sambandi við rafmagn og gaf frá sér hávær viftuhljóð. Það er ald- eilis hvað þróunin hefur verið hröð. víkverji@mbl.is Víkverji Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Því óttumst vér eigi þótt jörðin haggist og fjöllin steypist í djúp hafsins. Sálmarnir 46:2-3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.