Morgunblaðið - 14.04.2016, Blaðsíða 76
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Í undirbúningi þessarar hátíðar
var mér frá upphafi tvennt efst í
huga, auk höfundarverks kvenna.
Annars vegar mannslíkaminn sem
allar hugmyndir okkar um frelsi
og mannréttindi byggjast á og
hins vegar tímamótin sem Listahá-
tíð stendur á,“ sagði Hanna
Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi
Listahátíðar í Reykjavík, á blaða-
mannafundi í gær þar sem 15
sviðslistaviðburðir hátíðarinnar
2016 voru kynntir. Hátíðin, sem
haldin verður í 30. sinn, verður
sett 21. maí og stendur til 5. júní.
Yfirskriftin í ár er Síðari hluti
og stendur í hún í sterkum
tengslum við dagskrá Listahátíðar
2015 sem nefndist Fyrri hluti.
„Hugmyndin að því að tengja há-
tíðir tveggja ára með þessum
hætti átti rætur sínar í því að það
reyndist ógerningur á síðasta ári
að koma að öllu því sem okkur
þótti mikilvægt að gera skil á, á
aldarafmæli kosningaréttar
kvenna.“
Að sögn Hönnu verður Listahá-
tíð sett formlega upp úr hádegi
laugardaginn 21. maí í miðborg
Reykjavíkur. „En dagskráin hefst
óformlega nokkrum dögum fyrr
með uppákomum í borginni, sum-
um óvæntum og öðrum skipulögð-
um. Þessar uppákomur tengjast
opnunarsviðsviðburðinum í ár sem
er sýning fimmtán afar liðugra
Flex-dansara frá Brooklyn og
Manchester undir yfirskriftinni
FlexN Iceland,“ sagði Hanna, en
sýning hópsins verður í Brim-
húsinu við Geirsgötu að kvöldi 21.
maí.
Dansa undir stjórn Helga
„Vladimir Ashkenazy var einn
aðalhvatamaðurinn að stofnun
Listahátíðar í Reykjavík árið 1970
og á þessum tímamótum í sögu há-
tíðarinnar, þegar við höldum hana
í 30. sinn, stjórnar hann tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands á há-
tíðinni í fyrsta sinn í 37 ár,“ sagði
Hanna og benti á að í fylgd með
honum væri franski verðlauna-
píanistinn Jean-Efflam Bavouzet,
en á efnisskránni er píanókonsert
Ravel í G-dúr og Sveitasinfónía
Beethoven. Tónleikarnir verða 25.
maí.
Líkt og fram hefur komið stígur
San Francisco-ballettinn á svið í
Eldborg Hörpu undir stjórn Helga
Tómassonar dagana 28.-30. maí.
„Ferill Helga er ævintýri líkastur,
fyrst sem dansara og síðar dans-
höfundar og listræns stjórnanda
San Francisco-ballettsins sem hef-
ur vaxið og dafnað undir stjórn
hans í þrjá áratugi,“ sagði Hanna
og upplýsti á efnisskránni yrðu
verk eftir George Balanchine,
Helga sjálfan, Marius Petipa,
Hans van Manen og Christopher
Wheeldon, flutt við tónlist eftir Jó-
hannes Sebastian Bach, Antonio
Vivaldi, Ezio Bossi, Tchaikovsky
og Stravinsky. „Svo að ef ein-
hverjum hefur þótt halla á hlut
karla á Listahátíð undanfarið telst
það nú leiðrétt.“
Blóðhófnir og Ur á svið
Sú nýlunda verður á dagskrá
Listahátíðar í ár að alþjóðlegur
listamaður sækir hátíðina heim tvö
ár í röð, en dansarinn Shantala
Shivalingappa kemur að þessu
sinni fram með Sidi Larbi Cherka-
oui, sem er einn þekktasti dans-
höfundur í evrópskum samtíma-
dansi. Þau munu 31. maí í
Þjóðleikhúsinu dansa tvíleikinn
Play sem innblásinn er af og flutt-
ur til heiðurs frumkvöðlinum Pinu
Bausch sem leiddi þau saman.
Í máli Hönnu kom fram að sem
endranær yrðu nýjar tónsmíðar ís-
lenskra tónskálda á dagskrá
Listahátíðar samhliða stórvirkjum
sígildrar tónlistar. „Tónlistar-
hópurinn Umbra flytur til að
mynda nýtt tónleikhúsverk eftir
Kristínu Þóru Haraldsdóttur sem
er byggt á mögnuðum ljóðabálki
Gerðar Kristnýjar, Blóðhófni,“
sagði Hanna, en verkið verður
flutt með upprunahljóðfærum og í
sviðsetningu Sögu Sigurðardóttur
í Tjarnarbíói 1. júní.
Óperan Ur eftir Önnu Þorvalds-
dóttur í leikstjórn Þorleifs Arnar
Arnarssonar verður frumsýnd á
Íslandi í Norðurljósum 4. júní.
„Anna leggur til grundvallar upp-
haf heimsins, hvorki meira né
minna, eins og það birtist í græn-
lenskum munnmælasögum,“ sagði
Hanna og rifjaði upp að um væri
að ræða afrakstur verkþróunar yf-
ir tveggja ára tímabil, en verkið
var heimsfrumsýnt í Trier sl.
haust.
Mistakasaga mannkyns
„Á tónleikum sem bera yfir-
skriftina Mistakasaga mannkyns
fara hefðbundin ljóð og tónlist í
gegnum nýstárlega, skapandi
hakkavél í ádeilu tónlistarmann-
anna Hallveigar Rúnarsdóttur,
Erps Eyvindarsonar, Hilmars
Arnar Hilmarsonar og Bjarna Frí-
manns Bjarnasonar. Þau velta þar
vöngum yfir „illri hneigð“ mann-
kyns og hvort það sé okkur eðlis-
lægt að endurtaka sömu mistökin
kynslóð fram af kynslóð,“ sagði
Hanna, en tónleikarnir verða í
Gamla bíói 2. júní.
Á sviði leiklistar má nefna að
leikritið Sími látins manns eftir
Söruh Ruhl í leikstjórn Charlotte
Bøving verður frumsýnt í Tjarn-
arbíói 23. maí. Félag leikskálda og
handritshöfunda í samvinnu við
Borgarleikhúsið og Listahátíð
standa 22. maí fyrir höfunda-
smiðju undir yfirskriftinni Af-
hjúpun þar sem hálfsviðsettir leik-
lestrar verða á verkum
Sigurbjargar Þrastardóttur, Jó-
hanns Þórssonar, Hildar Knúts-
dóttur og Jóns Magnúsar Arnars-
sonar.
Phoenix – Reykjavík Edition
nefnist þátttökusýning úr smiðju
sviðslistahópsins Wunderland sem
hlaut verðlaun í Danmörku fyrir
sambærilega sýningu þar í landi.
Upplifunin hefst í Snarfarahöfn í
Elliðavogi dagana 21. maí til 5.
júní.
Íslenski dansflokkurinn frum-
sýnir tvö verk eftir þrjá íslenska
danshöfunda í byrjun maí undir
yfirskriftinni Persóna, en lokasýn-
ingin 22. maí er hluti af Listahátíð.
Hæfileika- og tónlistarkeppnin
Jaðarber Got hæfileikar verður
haldin í Mengi 22. maí.
Níu sellóleikarar og söngkona
koma fram á tónleikum undir
stjórn Gunnars Kvaran sem helg-
aðir eru minningu sellósnillingsins
Erlings Blöndal Bengtssonar í
Laugarneskirkju 22. maí, en yfir-
skrift tónleikanna er Selló, þú ba-
rómeter hjarta míns. Barokkhóp-
urinn Symphoniu Angelicu flytur
kantötuna La Lucrezia eftir G.F.
Händel og fleiri verk á tónleikum í
Guðríðarkirkju 26. maí.
„Lokaviðburður Listahátíðar
eru djasstónleikar hins þrefalda
Grammy-verðlaunahafa og yfir-
burðatrommuleikara Terri Lyne
Carrington undir yfirskriftinni
Mosaic Project en með henni í för
verður sjö manna djassband úr-
valshljóðfæraleikara,“ sagði
Hanna, en tónleikarnir verða í
Eldborg 5. júní.
Hanna áréttaði á fundinum að
ákveðið hefði verið að halda
Listahátíð í Reykjavík hér eftir á
tveggja ára fresti og því verður
næsta hátíð 2018. „Þess vegna er
um að gera að njóta þess fjöl-
breytta lífs og litar sem hátíðin
mun gæða borgina í vor.“ Þess má
að lokum geta að miðasala
Listahátíðar hefst í dag kl. 10 á
vefnum listahatid.is, en þar má
finna allar nánari upplýsingar um
dagskrána. Á næstu tveimur vik-
um verður myndlistar- og hönn-
unardagskrá Listahátíðar kynnt.
Listahátíð stendur á tímamótum
Listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík kynnti 15 sviðslistaviðburði á blaðamannafundi í gær
Fram koma m.a. Vladimir Ashkenazy, Shantala Shivalingappa og Terri Lyne Carrington
Morgunblaðið/Golli
Síðari hluti Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar.
Ljósmynd/Erik Tomasson
Svífandi Maria Kochetkova dansar í verkinu Trio eftir Helga Tómasson, en
San Francisco-ballettinn dansar undir hans stjórn í Hörpu 28.-30. maí.
SPARI
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Íslensk hönnun
& handverk
STOFNAÐ 1956
Bæjarlind 8-10
201 Kópavogur
sími 510 7300
www.ag.is