Morgunblaðið - 14.04.2016, Page 77
MENNING 77
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
Barokk og brjálsemi“ varsérkennilega egnandi fyr-irsögn Hörpuvefjarins tilkynningar á tónleikum
Barokksveitarinnar Brákar sl.
sunnudagskvöld. Hvað réttlætti
seinna orðið vafðist ögn fyrir mér
og sjálfsagt fleirum, því önnur eins
seiðandi fágun í klassískum
strengjaflutningi fámenns hljóm-
listarhóps í yngri kantinum hafði
tæplega heyrzt hér síðan Skark-
sveitin dustaði rækilega rykið af
Grieg, Arnold og Bartók á eftir-
minnilegri Tónlistarhátíð unga
fólksins í Salnum 4.8. 2009. En að
vísu var þrefalt eldri tónlist á boð-
stólum, og stundum eftir lítt
þekkta meistara í þokkabót, svo
kannski veitti ekki af að kynda
undir forvitni.
Aðsóknin var a.m.k. furðugóð
miðað við núgildar aðstæður og
vakti óljóst hugboð um að e.t.v.
tengir hin nú algilda ,uppruna-
nálgun‘ yngri eyru betur en annað
við forntónlist – ekki ósvipað og
rafrokk við nýjustu framúrstefnu.
Nákvæmlega hvernig liggur varla á
lausu, og væri fróðlegt að fá á
hreint. Hitt er þakkarverðara, á
tímum þegar fjölmiðlar hossa unn-
vörpum misslöku markaðspoppi, að
heyra unga flytjendur leika eldforn
tónverk af þvílíkri fagmennsku, al-
úð og samtaka natni og hér mátti
heyra – og fyrir yngri hlustendur
en oftast má sjá á vettvangi SÍ eða
Kammermúsíkklúbbsins!
Það sem umfram annað ein-
kenndi túlkun Brákar, ekki sízt í
fjölmennari áhöfnum, var hóf-
stilltur styrkur – allt niður á hvísl-
andi pppp. Það laðaði fram óvænta
spennu og dulúð í gjöfulli andstöðu
við oft eitilsnögg styrkris, og var
óneitanlega fágæt upplifun að
heyra á einum og sama tíma fislétt
bogastrok á leiftrandi hníf-
samstilltum hraða.
Verkin sjö spönnuðu rúma öld
eða frá frum- í síðbarokk. Meðal
þeirra voru Sinfónía eftir sænska
síðbarokkmeistarann J. J. Agrell
og Fiðlukonsert eftir landa hans J.
H. Roman, „hinn sænska Händel“;
sérlega lífleg smíð með kattliðugan
einleik Kingu Ujszaszi í forgrunni.
Á milli þeirra söng Lilja Dögg í
kantötu eftir eftir Vivaldi og sýndi
efnilega altrödd þó varla væri enn
fullmótuð. Hildigunnur gerði næst
látlausri fylgibassaaríu eftir Cald-
ara ágæt skil.
Kinga og Laufey sáu síðan um
tvíleiksfiðlurnar í Tríósónötu Ag-
rells, og söngkonurnar sungu sam-
an dúett í elzta verki kvöldsins,
stuttri sjakonnukantötu G. F. San-
cesar við 4 takta sítrekið þrábassa-
stef eins og vinsælt var landsyðra á
öndverðri 17. öld. Loks var bráð-
skemmtileg lítil Sinfónía eftir Vi-
valdi í g RV 156 er Brákarbandið
flutti með slíkum sópandi „gusto“
að ekki varð á betra kosið, við að
vonum eldheitar undirtektir áheyr-
enda.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Barokk Hildigunnur Einarsdóttir söngkona, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir og Laufey Jensdóttir fiðluleikarar og
Lilja Dögg Gunnarsdóttir söngkona voru meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum Barokk og brjálsemi.
Fislétt funhratt
Norðurljósum í Hörpu
Kammertónleikarbbbbm
16.-17. aldar verk eftir Agrell, Vivaldi,
Roman, Caldara og Sances. Barokk-
bandið Brák (Kinga Ujzsazsi, Gróa Mar-
grét Valdimarsdóttir & Helga Þóra
Björgvinsdóttir 1. fiðla, Laufey Jens-
dóttir, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir &
Gunnhildur Daðadóttir 2. fiðla, Guðrún
Hrund Harðardóttir & Þóra Margrét
Sveinsdóttir víóla, Guðný Jónasdóttir
selló, Richard Korn bassi og John
McKean semball). Hildigunnur Einars-
dóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir
söngkonur. Listrænir stjórnendur: Elfa
Rún Kristinsdóttir, Guðbjörg Hlín Guð-
mundsdóttir og Laufey Jensdóttir.
Sunnudaginn 10. apríl 2016 kl. 20.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Félagarnir í leik-
hópnum Krið-
pleir efna til
Krísufunda í
kvöld og á morg-
un kl. 21 í menn-
ingarhúsinu
Mengi. „Í verk-
um sínum dregur
Kriðpleir leik-
hópur saman í
eitt þræði sem
spretta upp í stjórnleysi, gaman-
þáttum fyrir sjónvarp og eru jafn-
vel að einhverju leyti skyldir efn-
istökum Samuels Beckett. Verkefni
hópsins eru margvísleg og á stund-
um óyfirstíganleg, en sannleiksást
meðlima og þrá þeirra eftir félags-
legu samþykki og virðingu flytur
oft fjöll,“ segir í tilkynningu um
Kriðpleir. Í Krísufundi setji Frið-
geir Einarsson og félagar saman
umsókn í listasjóð. „Skilafresturinn
er að renna út, en þar sem þeir eru
allir miklir áhugamenn um að opna
dyr sínar fyrir áhorfendum og deila
með þeim aðferðum sínum og efnis-
vali, hefur Kriðpleir tekið ákvörð-
un um að bjóða upp á sérstakan við-
burð,“ segir í tilkynningu.
Krísufundir
í Mengi
Friðgeir
Einarsson
Dagrún Matthíasdóttir opnar í dag
kl. 16 myndlistarsýninguna „Með
rauða kúlu á maganum“ í Bóka-
safni Háskólans á Akureyri. Þar
sýnir hún olíumálverk og er mynd-
efnið fiskar.
Um sýninguna skrifar Dagrún:
„Hafið er ein af okkar aðal auðlind-
um og er einnig endalaus upp-
spretta myndefnis og sagna sem
eiga djúpar rætur í samfélaginu.
Hafið gefur og lífríki þess er mjög
dýrmætt. Fiskar og sjávardýr eru
mjög spennandi sem myndefni og
vinn ég með það á þessari sýningu.
Ég vinn með eftirlíkinguna í olíu-
málverkinu og velti fyrir mér form-
um, litum og blæbrigðum þeirra.“
Dagrún er fædd og uppalin á Ísa-
firði en hefur verið búsett á Akur-
eyri síðustu 14 ár. Þetta er 20.
einkasýning hennar og hefur hún
einnig tekið þátt í mörgum samsýn-
ingum, bæði hér heima og erlendis.
Hún nam við fagurlistadeild Mynd-
listaskólans á Akureyri og nútíma-
fræði og kennslufræði til réttinda í
Háskólanum á Akureyri, með við-
komu í listfræði sem skiptinemi í
Háskóla Íslands/LHÍ.
Sýningin „Með rauða kúlu á
maganum“ opnuð á Akureyri
Fagur fiskur Eitt af málverkum Dagrúnar á sýningunni í bókasafninu.
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Fim 28/4 kl. 19:30 69.sýn Lau 7/5 kl. 19:30 72.sýn
Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn Fim 12/5 kl. 19:30 73.sýn
Sun 24/4 kl. 15:00 68.sýn Lau 7/5 kl. 15:00 71.sýn
Sýningum lýkur í vor!
Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið)
Lau 16/4 kl. 19:30 Lau 30/4 kl. 19:30
Lau 23/4 kl. 19:30 Fös 6/5 kl. 19:30
Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu.
Um það bil (Kassinn)
Fös 22/4 kl. 19:30 aukasýn
Síðustu sýningar!
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Sun 17/4 kl. 13:00 Lau 23/4 kl. 13:00
Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)
Fim 14/4 kl. 20:00 Lau 16/4 kl. 20:00 Fös 22/4 kl. 22:30
Fös 15/4 kl. 20:00 Fös 22/4 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 20/4 kl. 19:30 Mið 27/4 kl. 19:30
Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
Hvítt (Kúlan)
Sun 17/4 kl. 13:00 Sun 24/4 kl. 15:00 Lau 30/4 kl. 15:00
Sun 24/4 kl. 13:00 Lau 30/4 kl. 13:00
Leikandi létt og sjónræn sýning fyrir börn frá 1 til 5 ára!
VEGBÚAR –★★★★ – S.J. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Mið 11/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00
Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00
Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Fös 13/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00
Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Lau 14/5 kl. 14:00 Sun 5/6 kl. 20:00
Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Þri 17/5 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00
Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/5 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00
Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00
Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00
Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 14:00 Lau 11/6 kl. 20:00
Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00
Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Sun 22/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00
Þri 3/5 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00
Mið 4/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00
Fim 5/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00
Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Fös 27/5 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00
Lau 7/5 kl. 14:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00
Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Sun 29/5 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00
Sun 8/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00
Þri 10/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00
Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar
Auglýsing ársins (Nýja sviðið)
Fim 14/4 kl. 20:00 Fors. Fös 22/4 kl. 20:00 4.sýn Lau 30/4 kl. 20:00 8.sýn
Fös 15/4 kl. 20:00 Fors. Lau 23/4 kl. 20:00 5.sýn Fim 5/5 kl. 20:00 9.sýn
Lau 16/4 kl. 20:00 Frums. Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Fös 6/5 kl. 20:00
Mið 20/4 kl. 20:00 2.sýn Mið 27/4 kl. 20:00 6.sýn Lau 7/5 kl. 20:00
Fim 21/4 kl. 20:00 3.sýn Fim 28/4 kl. 20:00 7.sýn Fös 13/5 kl. 20:00
Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson
Njála (Stóra sviðið)
Sun 17/4 kl. 20:00 síð. sýn.
Síðasta sýning
Vegbúar (Litla sviðið)
Lau 16/4 kl. 20:00 37.sýn Fös 22/4 kl. 20:00 38.sýn
Síðustu sýningar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 29/4 kl. 20:00 106.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn
Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn
Kenneth Máni stelur senunni
Illska (Litla sviðið)
Fim 14/4 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00
Mið 20/4 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 20:00
Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins
Made in Children (Litla sviðið)
Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn Fim 21/4 kl. 20:00 6.sýn
Hvernig gera börnin heiminn betri?
– með morgunkaffinu