Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 77

Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 77
MENNING 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 Barokk og brjálsemi“ varsérkennilega egnandi fyr-irsögn Hörpuvefjarins tilkynningar á tónleikum Barokksveitarinnar Brákar sl. sunnudagskvöld. Hvað réttlætti seinna orðið vafðist ögn fyrir mér og sjálfsagt fleirum, því önnur eins seiðandi fágun í klassískum strengjaflutningi fámenns hljóm- listarhóps í yngri kantinum hafði tæplega heyrzt hér síðan Skark- sveitin dustaði rækilega rykið af Grieg, Arnold og Bartók á eftir- minnilegri Tónlistarhátíð unga fólksins í Salnum 4.8. 2009. En að vísu var þrefalt eldri tónlist á boð- stólum, og stundum eftir lítt þekkta meistara í þokkabót, svo kannski veitti ekki af að kynda undir forvitni. Aðsóknin var a.m.k. furðugóð miðað við núgildar aðstæður og vakti óljóst hugboð um að e.t.v. tengir hin nú algilda ,uppruna- nálgun‘ yngri eyru betur en annað við forntónlist – ekki ósvipað og rafrokk við nýjustu framúrstefnu. Nákvæmlega hvernig liggur varla á lausu, og væri fróðlegt að fá á hreint. Hitt er þakkarverðara, á tímum þegar fjölmiðlar hossa unn- vörpum misslöku markaðspoppi, að heyra unga flytjendur leika eldforn tónverk af þvílíkri fagmennsku, al- úð og samtaka natni og hér mátti heyra – og fyrir yngri hlustendur en oftast má sjá á vettvangi SÍ eða Kammermúsíkklúbbsins! Það sem umfram annað ein- kenndi túlkun Brákar, ekki sízt í fjölmennari áhöfnum, var hóf- stilltur styrkur – allt niður á hvísl- andi pppp. Það laðaði fram óvænta spennu og dulúð í gjöfulli andstöðu við oft eitilsnögg styrkris, og var óneitanlega fágæt upplifun að heyra á einum og sama tíma fislétt bogastrok á leiftrandi hníf- samstilltum hraða. Verkin sjö spönnuðu rúma öld eða frá frum- í síðbarokk. Meðal þeirra voru Sinfónía eftir sænska síðbarokkmeistarann J. J. Agrell og Fiðlukonsert eftir landa hans J. H. Roman, „hinn sænska Händel“; sérlega lífleg smíð með kattliðugan einleik Kingu Ujszaszi í forgrunni. Á milli þeirra söng Lilja Dögg í kantötu eftir eftir Vivaldi og sýndi efnilega altrödd þó varla væri enn fullmótuð. Hildigunnur gerði næst látlausri fylgibassaaríu eftir Cald- ara ágæt skil. Kinga og Laufey sáu síðan um tvíleiksfiðlurnar í Tríósónötu Ag- rells, og söngkonurnar sungu sam- an dúett í elzta verki kvöldsins, stuttri sjakonnukantötu G. F. San- cesar við 4 takta sítrekið þrábassa- stef eins og vinsælt var landsyðra á öndverðri 17. öld. Loks var bráð- skemmtileg lítil Sinfónía eftir Vi- valdi í g RV 156 er Brákarbandið flutti með slíkum sópandi „gusto“ að ekki varð á betra kosið, við að vonum eldheitar undirtektir áheyr- enda. Morgunblaðið/Árni Sæberg Barokk Hildigunnur Einarsdóttir söngkona, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir og Laufey Jensdóttir fiðluleikarar og Lilja Dögg Gunnarsdóttir söngkona voru meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum Barokk og brjálsemi. Fislétt funhratt Norðurljósum í Hörpu Kammertónleikarbbbbm 16.-17. aldar verk eftir Agrell, Vivaldi, Roman, Caldara og Sances. Barokk- bandið Brák (Kinga Ujzsazsi, Gróa Mar- grét Valdimarsdóttir & Helga Þóra Björgvinsdóttir 1. fiðla, Laufey Jens- dóttir, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir & Gunnhildur Daðadóttir 2. fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir & Þóra Margrét Sveinsdóttir víóla, Guðný Jónasdóttir selló, Richard Korn bassi og John McKean semball). Hildigunnur Einars- dóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir söngkonur. Listrænir stjórnendur: Elfa Rún Kristinsdóttir, Guðbjörg Hlín Guð- mundsdóttir og Laufey Jensdóttir. Sunnudaginn 10. apríl 2016 kl. 20. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Félagarnir í leik- hópnum Krið- pleir efna til Krísufunda í kvöld og á morg- un kl. 21 í menn- ingarhúsinu Mengi. „Í verk- um sínum dregur Kriðpleir leik- hópur saman í eitt þræði sem spretta upp í stjórnleysi, gaman- þáttum fyrir sjónvarp og eru jafn- vel að einhverju leyti skyldir efn- istökum Samuels Beckett. Verkefni hópsins eru margvísleg og á stund- um óyfirstíganleg, en sannleiksást meðlima og þrá þeirra eftir félags- legu samþykki og virðingu flytur oft fjöll,“ segir í tilkynningu um Kriðpleir. Í Krísufundi setji Frið- geir Einarsson og félagar saman umsókn í listasjóð. „Skilafresturinn er að renna út, en þar sem þeir eru allir miklir áhugamenn um að opna dyr sínar fyrir áhorfendum og deila með þeim aðferðum sínum og efnis- vali, hefur Kriðpleir tekið ákvörð- un um að bjóða upp á sérstakan við- burð,“ segir í tilkynningu. Krísufundir í Mengi Friðgeir Einarsson Dagrún Matthíasdóttir opnar í dag kl. 16 myndlistarsýninguna „Með rauða kúlu á maganum“ í Bóka- safni Háskólans á Akureyri. Þar sýnir hún olíumálverk og er mynd- efnið fiskar. Um sýninguna skrifar Dagrún: „Hafið er ein af okkar aðal auðlind- um og er einnig endalaus upp- spretta myndefnis og sagna sem eiga djúpar rætur í samfélaginu. Hafið gefur og lífríki þess er mjög dýrmætt. Fiskar og sjávardýr eru mjög spennandi sem myndefni og vinn ég með það á þessari sýningu. Ég vinn með eftirlíkinguna í olíu- málverkinu og velti fyrir mér form- um, litum og blæbrigðum þeirra.“ Dagrún er fædd og uppalin á Ísa- firði en hefur verið búsett á Akur- eyri síðustu 14 ár. Þetta er 20. einkasýning hennar og hefur hún einnig tekið þátt í mörgum samsýn- ingum, bæði hér heima og erlendis. Hún nam við fagurlistadeild Mynd- listaskólans á Akureyri og nútíma- fræði og kennslufræði til réttinda í Háskólanum á Akureyri, með við- komu í listfræði sem skiptinemi í Háskóla Íslands/LHÍ. Sýningin „Með rauða kúlu á maganum“ opnuð á Akureyri Fagur fiskur Eitt af málverkum Dagrúnar á sýningunni í bókasafninu. 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Fim 28/4 kl. 19:30 69.sýn Lau 7/5 kl. 19:30 72.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn Fim 12/5 kl. 19:30 73.sýn Sun 24/4 kl. 15:00 68.sýn Lau 7/5 kl. 15:00 71.sýn Sýningum lýkur í vor! Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið) Lau 16/4 kl. 19:30 Lau 30/4 kl. 19:30 Lau 23/4 kl. 19:30 Fös 6/5 kl. 19:30 Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu. Um það bil (Kassinn) Fös 22/4 kl. 19:30 aukasýn Síðustu sýningar! Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Sun 17/4 kl. 13:00 Lau 23/4 kl. 13:00 Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fim 14/4 kl. 20:00 Lau 16/4 kl. 20:00 Fös 22/4 kl. 22:30 Fös 15/4 kl. 20:00 Fös 22/4 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 20/4 kl. 19:30 Mið 27/4 kl. 19:30 Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Hvítt (Kúlan) Sun 17/4 kl. 13:00 Sun 24/4 kl. 15:00 Lau 30/4 kl. 15:00 Sun 24/4 kl. 13:00 Lau 30/4 kl. 13:00 Leikandi létt og sjónræn sýning fyrir börn frá 1 til 5 ára! VEGBÚAR –★★★★ – S.J. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Mið 11/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Fös 13/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Lau 14/5 kl. 14:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Þri 17/5 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/5 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 14:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Sun 22/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Þri 3/5 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Mið 4/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Fim 5/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Fös 27/5 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Lau 7/5 kl. 14:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Sun 29/5 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Sun 8/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Þri 10/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar Auglýsing ársins (Nýja sviðið) Fim 14/4 kl. 20:00 Fors. Fös 22/4 kl. 20:00 4.sýn Lau 30/4 kl. 20:00 8.sýn Fös 15/4 kl. 20:00 Fors. Lau 23/4 kl. 20:00 5.sýn Fim 5/5 kl. 20:00 9.sýn Lau 16/4 kl. 20:00 Frums. Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Fös 6/5 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 2.sýn Mið 27/4 kl. 20:00 6.sýn Lau 7/5 kl. 20:00 Fim 21/4 kl. 20:00 3.sýn Fim 28/4 kl. 20:00 7.sýn Fös 13/5 kl. 20:00 Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson Njála (Stóra sviðið) Sun 17/4 kl. 20:00 síð. sýn. Síðasta sýning Vegbúar (Litla sviðið) Lau 16/4 kl. 20:00 37.sýn Fös 22/4 kl. 20:00 38.sýn Síðustu sýningar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 29/4 kl. 20:00 106.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn Kenneth Máni stelur senunni Illska (Litla sviðið) Fim 14/4 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins Made in Children (Litla sviðið) Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn Fim 21/4 kl. 20:00 6.sýn Hvernig gera börnin heiminn betri? – með morgunkaffinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.