Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 80
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Tectonics-tónlistarhátíðin hefst í dag í
Hörpu og stendur yfir í tvo daga. Sinfóníu-
hljómsveit Íslands stendur fyrir hátíðinni
og sem fyrr er Ilan Volkov listrænn
stjórnandi hennar. Þetta er í fimmta sinn
sem hátíðin er haldin. Áhersla er á nýja
tónlist og verða haldnir átta tónleikar.
Dagskráin stendur yfir frá kl. 18-23 báða
dagana og fer fram í Eldborg, Norður-
ljósum og opnum rýmum Hörpu.
Meðal listamanna sem koma fram auk
Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru Roscoe
Mitchell (Bandaríkin), Peter Ablinger
(Austurríki), Goodiepal (Danmörk) og
Séverine Ballon (Frakkland).
Tectonics er gjarnan auglýst sem
óvenjuleg tónlistarhátíð en hver er helsta
sérstaða hátíðarinnar?
„Það eru fleiri sin-
fóníuhjómsveitir í
heiminum að gera svip-
aða hluti, og Tectonics
er líka haldin á nokkr-
um stöðum. Enn frem-
ur eru líka til sambæri-
legar hátíðir þar sem
verið er að reyna að
setja sinfóníuhljóm-
sveitir í nýtt samhengi.
En það sem er mjög
sérstakt við hátíðina
hér á landi er að það er búið að kanna nýj-
ar lendur í verkefnavali innan Sinfóníu-
hljómsveitarinnar á þessari hátíð. Það eru
tónskáld sem hafa nánast ekki heyrst á Ís-
landi sem eru orðin klassísk í samtíma-
tónlist sem eru fyrst flutt í samhengi við
Tectonics,“ segir Berglind María Tómas-
dóttir, verkefnastjóri hátíðarinnar.
Tectonics var fyrst haldin af Sinfóníu-
hljómsveitinni árið 2012 en hefur síðan
ferðast til Glasgow, Adelaide, New York,
Tel Aviv og Óslóar.
Mismunandi stefnur mætast
Berglind María segir að annað óvenju-
legt við hátíðina sé að þar mætist mismun-
andi tónlistarstefnur; Sinfóníuhljóm-
sveitin mæti öðrum geirum tónlistar.
„Bæði hafa margir raftónlistarmenn kom-
ið fram og fólk sem vinnur á mörkum
myndlistar og tónlistar og fleira,“ segir
hún.
Er þetta þá leið til að ná til nýs hóps
sem er ekki fastagestur á Sinfóníutón-
leikum?
„Já, vonandi. Það er komin hefð á hátíð-
ina á Íslandi þannig að fólk sem fylgist
með veit að hverju það gengur. En við er-
um alltaf að reyna að þróa hlutina áfram
og prófa. Það sem er kannski nýtt í ár er
að það er óvenjulega mikið samstarf við
Listaháskólann, sem er fengur fyrir báða
aðila,“ segir hún og nefnir í því samhengi
málstofu sem fór fram fyrr í vikunni um
stöðu sinfóníuhljómsveita í samtímanum.
Sinfóníuhljómsveitin frumflytur alls sjö
ný verk, sem flest verða frumflutt á heims-
vísu á hátíðinni. Höfundar þessara verka
eru Jim O’Rourke, Peter Ablinger, Roscoe
Mitchell, Frank Denyer, Davíð Franzson,
Þráinn Hjálmarsson og María Huld Mark-
an Sigfúsdóttir. Auk þess koma fram í
Norðurljósasal Hörpu Borgar Magnason,
Kira Kira, S.L.Á.T.U.R. og fleiri.
Verk samin inn í rýmið
Jafnframt verða flutt ný verk í opnu
rými Hörpu eftir Inga Garðar Erlendsson
og Hafdísi Bjarnadóttur. Í verkum í opnu
rými fá gestir að njóta krafta Ungsveitar
Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemenda
Listaháskóla Íslands, Skólahljómsveitar
Árbæjar og Breiðholts og Skólahljóm-
sveitar Kópavogs.
„Það er svo magnað við bæði verkin sem
eru flutt í opna rýminu að það er verið að
vinna mikið með rýmið. Þau eru samin
með rýmið í huga. Verk Hafdísar stjórnast
af hreyfingu ljósanna í glerhjúpnum, þau
elta hreyfinguna í hljóðum. Verkið hans
Inga er síðan byggt upp í kringum stóra
stigann í anddyrinu sem nær upp á aðra
hæð. Þarna er hægt að upplifa Hörpu á
nýjan hátt.“
Helsti gestur hátíðarinnar í ár er saxó-
fónleikarinn Roscoe Mitchell. „Það er mik-
ill fengur að komu þessa merka tónlistar-
manns sem er einn af stofnmeðlimum the
Art Ensemble of Chicago og á að baki afar
farsælan feril sem spannar áratugi,“ segir
í tilkynningu.
Roscoe Mitchell flytur eigin tónlist en
einnig mun Sinfóníuhljómsveit Íslands
flytja verk eftir hann í nýjum hljóm-
sveitarútsetningum.
„Lokatónleikarnir verða líka mjög
spennandi og mikil veisla. Kira Kira verð-
ur með svo marga á sviðinu, með risastórt
band, kór og vídeó. Svo er Goodiepal með
verk sem er ekki flutt hefðbundið á sviði
heldur er það rýmisverk. Hann verður
með stóran hóp flytjenda með sér,“ segir
Berglind María að lokum.
Nýjar lendur kannaðar
Tectonics-tónlistarhátíðin hefst í Hörpu í dag Alls verða átta tónleikar haldnir á tveimur dögum
Áhersla er á nýja tónlist Helsti gestur hátíðarinnar í ár er saxófónleikarinn Roscoe Mitchell
Gestur Roscoe Mitchell flytur eigin tónlist en einnig mun Sinfóníuhljómsveit Íslands
flytja verk eftir hann í nýjum hljómsveitarútsetningum.
Ljósmynd/Elvira Faltermeier
Berglind María
Tómasdóttir
Stjórnandi Listrænn stjórnandi og
stofnandi hátíðarinnar er Ilan Volkov.
FIMMTUDAGUR 14. APRÍL
Norðurljós klukkan 18: Peter
Ablinger: Voices and Piano, Flöte
und Rauschen, TIM-Song. Berglind
Tómasdóttir, Tinna Þorsteinsdóttir,
Peter Ablinger.
Opið rými Hörpu kl. 19: Hafdís
Bjarnadóttir: Sveimur (frumflutn-
ingur). Hugleiðing um Sveim //
Sveimur-Spinoff (frumflutningur).
Samstarfsverkefni Hafdísar og
nemenda við Listaháskóla Íslands
undir handleiðslu Guy Wood.
Flytjendur: Hafdís Bjarnadóttir, Sig-
urður Halldórsson, Guy Wood, Ung-
sveit og meðlimir Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands, nemendur
Listaháskóla Íslands.
Eldborg kl. 20: Jim O’Rourke:
Come Back Soon (Evrópufrumflutn-
ingur), Davíð Brynjar Franzson: On
Matter and Materiality, fyrir selló og hljómsveit. Frank
Denyer: a linear topography (frumflutningur). Flytj-
endur: Sinfóníuhljómsveit Íslands, Séverine Ballon
selló, hljómsveitarstjóri: Ilan Volkov.
Norðurljós kl. 21.30: Roscoe Mitchell flytur eigið efni
á saxófón. Borgar Magnason flytur eigið efni á kontra-
bassa.
FÖSTUDAGUR 15. APRÍL
Norðurljós kl. 18: Steingrímur Ro-
hloff: Magic Number (frumflutn-
ingur), Evan Johnson: dozens of ca-
nons: Anaïs Faivre Haumonté
(frumflutningur). Flytjandi:
Séverine Ballon selló. Hlynur Aðils
Vilmarsson: Svíta fyrir sjálfspilandi
dórófón (frumflutningur). Johan
Svensson: Verk fyrir víólu og dóró-
fón (Íslandsfrumflutningur). Hafdís
Bjarnadóttir: Febrúardagur, fyrir dórófón, rafhljóð og
harmónikku.
Opið rými Hörpu kl. 19. Ingi Garðar Erlendsson: Stig-
inn / Stigin : fyrir tvær blásarasveitir (frumflutningur).
Flytjendur: Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts,
Skólahljómsveit Kópavogs.
Eldborg kl. 20: Peter Ablinger:
Quartz, Roscoe Mitchell: Conversa-
tions for Orchestra (frumflutn-
ingur). Þráinn Hjálmarsson: As
heard across a room, María Huld
Markan Sigfúsdóttir: Aequora
(frumflutningur). Flytjendur: Sin-
fóníuhljómsveit Íslands, hljómsveit-
arstjóri: Ilan Volkov.
Norðurljós kl. 22: Kira Kira: Call it
Mystery – Alchemy For Impatience (Evrópufrumflutn-
ingur) og Gefum í (frumflutningur). Goodiepal: My Mot-
or Skills Have Failed (frumflutningur).
Nánar á tectonicsfestival.com.
Miðasala fer fram í Hörpu og á sinfonia.is og harpa.is.
TECTONICS REYKJAVÍK
Tónleikadagskráin