Morgunblaðið - 14.04.2016, Qupperneq 85
MENNING 85
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
Fyrsta mynd leikstjóransRobert Eggers, TheWitch, eða Nornin, hefurfengið mikið lof gagnrýn-
enda og verið kölluð ein óhugnan-
legasta hryllingsmynd síðustu ára.
Sögusviðið er Bandaríki landnema
árið 1630, rúmum fimmtíu árum áð-
ur en hinar sögufrægu og hryllilegu
nornaveiðar og réttarhöld í Salem
áttu sér stað. Þá sögu þekkja ef-
laust margir í gegnum leikritið Eld-
raunina (The Crucible) eftir Arthur
Miller.
Ég las viðtal við Eggers þar sem
hann sagði frá því að kvikmyndin
Rosemary‘s Baby eftir Polanski
væri hans helsti áhrifavaldur. Þrátt
fyrir að sögusviðið sé allt annað, er
augljóst að áhrif frá hinum undir-
liggjandi tryllingi sem einkennir
myndir eins og til dæmis Rose-
mary‘s Baby og The Shining eru
sterk. Það sem gerir Nornina svo
óhugnanlega er einmitt ekki enda-
laus morð og viðbjóður eins og
gjarnan er að finna í nútíma hroll-
vekjum, heldur hlutirnir sem við
sjáum ekki. Hryllingnum bregður
aðeins fyrir í hröðum augnablikum
þar sem áhorfandinn spyr sig, sá
ég þetta? Sá ég þetta ekki? Vildi ég
sjá þetta? Og sekkur enn dýpra of-
an í bíósætið með hendur fyrir
augu.
Sagan fjallar um fjölskyldu
púritana sem hrökklast frá land-
nemabyggð vegna deilna og þau
byggja sér nýtt heimili með nokkr-
ar geitur í fátæklegum kofum í
skógarjaðrinum. Trú þeirra er svo
heit að það jaðrar við geðveiki, fað-
irinn (leikinn af Ralph Ineson úr
The Office) þylur upp vers úr Biblí-
unni og hann, kona hans og börnin
fjögur tala næstum illskiljanlega
gamaldags ensku með norður-
enskum hreim. Við skynjum hversu
mikil hræðsla fylgir þessu nýja lífi
þeirra í nýrri heimsálfu: þau hræð-
ast hungur, hræðast villidýr, mögu-
lega hræðast þau innfædda en að-
allega hræðast þau guð og enda-
lausa bölvun í helvíti.
Hryllingurinn hefst þegar tán-
ingsstúlkan Thomasine (leikin af
Anya Taylor-Joy) er að passa
yngsta soninn, ungbarn, sem hverf-
ur nánast fyrir framan augun á
henni, sporlaust. Í kjölfarið steypist
líf fjölskyldunnar í gríðarlega sorg,
endalausar bænir og ásakanir um
að barnshvarfið gæti verið stúlk-
unni að kenna. Auk þess telja þau
líklegt að vesalings barnssálin sé
komin til helvítis þar sem ekkert lík
finnst. Það virðist sem allir fjöl-
skyldumeðlimir hafi eitthvað að
fela. Yngri bróðirinn Caleb (Harvey
Scrimshaw) leiðir sakbitin augun af
og til að blómstrandi barmi eldri
systur sinnar, faðirinn selur silfur-
bikar konu sinnar í laumi, og hin
ungu og gríðarlega „krípi“ tvíburar
segjast tala við svörtu geitina Black
Philip á degi hverjum.
Sviðsmyndin er öll grátóna, hér
er rakt, rigning, umhverfið er í
senn ömurlegt og skelfilegt. Áhorf-
andinn virðist alltaf vita aðeins
meira en persónur kvikmyndarinn-
ar. Við sjáum afdrif ungbarnsins,
þó aðeins í sekúndubrot, hrylling
sem seint gleymist. Og það er eitt-
hvað afar skrýtið við þessa geit. En
allt í gegnum myndina vitum við
ekki hvað er raunverulegt og hvað
ekki. Er fjölskyldan á barmi móð-
ursýki og sturlunar, er þetta allt
ímyndun, eða er ógnin í skóginum
raunveruleg? Einhvernveginn verð-
ur áhorfandinn jafn vænisjúkur og
fjölskyldan á hvíta tjaldinu.
Atburðarásin spírallast svo út í
gersamlega geðveiki og óhugnað og
í lokin kemur svar við öllum spurn-
ingum okkar um hvað er í raun og
veru að gerast.
Það sem mér fannst mjög vel út-
hugsað og skemmtilegt í kvikmynd
Eggers er hvernig hann notar sam-
töl sem hann tekur beint upp úr
gömlum heimildum um norna-
réttarhöldin í Salem. Hann blandar
táknum inn í myndina um hið
„óeðlilega“ eins og þekkist í verk-
um Shakespeares, hér eru dýr sem
haga sér einkennilega: hérinn í
skóginum, svört geit sem mögulega
talar, svartur hrafn, geit sem
mjólkar blóði. Einnig er að finna
mjög táknrænar vísanir í ævintýr-
in: norn bregður fyrir með rauða
hettu, epli sem stendur í barni. Og
svo er það undirliggjandi hræðslan
við konur, hræðslan við þá töfra
sem gerast þegar ung stúlka verður
að konu, hræðslan við að konan sé í
eðli sínu veiklynd og geti auðveld-
lega snúist yfir á band djöfulsins.
Í heildina er Nornin gífurlega vel
leikin mynd, sviðsetningin frábær,
stemningin óvenjuleg og óhugnað-
urinn situr lengi eftir hjá áhorfand-
anum.
Yfirvofandi óhugnaður
Nornin Gífurlega vel leikin, sviðsetningin frábær, stemningin óvenjuleg og óhugnaðurinn situr lengi eftir.
Bíó Paradís
The Witch (Nornin) bbbbn
Leikstjóri: Robert Eggers. Aðalleikarar:
Ralph Ineson, Kate Dicke, Anya Taylor-
Joy og Harvey Scrimshaw. Bandaríkin
2015, 90 mínútur.
ANNA MARGRÉT
BJÖRNSSON
KVIKMYNDIR
Harpa Þorvalds-
dóttir mun flytja
tónlist af nýút-
kominni plötu
sinni, Embrace, á
hádegistón-
leikum í Fríkirkj-
unni í dag kl. 12.
Harpa mun spila
á píanó og syngja
en Kristinn
Svavarsson leika á saxófón. Lögin á
plötunni eru frumsamin en eitt
þjóðlag má einnig finna á henni.
Aðgangseyrir er kr. 1.500 og ekki
tekið við greiðslukortum.
Flytur lög
af Embrace
Harpa
Þorvaldsdóttir
Hljómsveitirnar Ensími og 200.000
naglbítar halda saman tónleika í
Reykjavík og á Akureyri í kvöld og
annað kvöld, þá fyrri í kvöld á
Gauknum og þá seinni annað kvöld á
Græna hattinum og hefjast hvorir
tveggja kl. 22.
Hljómsveitirnar þarf vart að
kynna, „boðbera x-kynslóðarinnar“
eins og þeim er lýst í tilkynningu, og
munu þær leika sín bestu lög.
Hljómsveitirnar hafa ekki leikið
saman á tónleikum síðan fyrir alda-
mót.
Ensími skipa Hrafn Thoroddsen,
Franz Gunnarsson, Guðni Finnsson,
Arnar Gíslason og Þorbjörn Sig-
urðsson og 200.000 naglbíta þeir Vil-
helm Anton Jónsson, Kári Jónsson
og Benedikt Brynleifsson.
Saman Hljómsveitirnar Ensími og 200.000 naglbítar koma fram saman á
tónleikum eftir ákaflega langt hlé, aðdáendum til ómældrar gleði.
Ensími og 200.000 nagl-
bítar saman á tónleikum
HARDCORE HENRY 8, 10:25
MAÐUR SEM HEITIR OVE 5:30, 8
MY BIG FAT GREEK WEDDING 2 5:30, 8, 10:10
KUNG FU PANDA 3 5:30 ÍSL.TAL
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
Kr
in
gl
an
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Miklabraut
Miklabraut
Við
erum
hér!
Tilb
oð
17 10bitar fyrir 4-5
5 Stórir bitar og 5minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa.
Stór af frönskum og 2l. Pepsi.