Morgunblaðið - 22.04.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það er erfitt að lýsa þeim mikla snill-
ingi sem Sigmund Jóhannsson var,“
segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi
ráðherra. Hann þekkti Sigmund vel og
mun minnast hans
á Sigmundshátíð í
kvöld.
„Sigmund var
einstakur. Enginn
annar Íslendingur
hefur með ærslum
sínum og fölskva-
lausri gleði náð því
að láta morgun-
stundir við lestur
Morgunblaðsins
breytast í hlátur dag eftir dag. Ég
held að Sigmund hafi verið einfari í
eðli sínu en hann gerði okkur öll sem
töluðum saman um skemmtilegu
myndirnar hans að félagsverum.“
Aldrei í peysufötum
Guðni kvaðst oft hafa heimsótt Sig-
mund og konu hans, Helgu Ólafs-
dóttur, þar sem þau bjuggu við Breka-
stíg í Vestmannaeyjum.
„Það var dýrlegt að koma til Sig-
munds og einstakt að fara með lista-
manninum upp í turninn og sjá þegar
hann var að undirbúa hárbeitta mynd
næsta morguns. Svo fórum við í eld-
húsið til Helgu þar sem var hlegið og
sögur sagðar. Sigmund var grínsamur
en hún alvarlegri. Þetta er mér allt
ógleymanlegt,“ sagði Guðni.
Sigmund teiknaði hátt í 200 myndir
af Guðna á stjórnmálaferli hans. „Sig-
mund sagði einhvern tíma við mig að
hann myndi aldrei setja mig í peysu-
fötin. Maddaman var alltaf í peysuföt-
um. Þannig teiknaði hann formenn
Framsóknarflokksins, Steingrím
Hermannsson og Halldór Ásgríms-
son, jafnan í peysufötum. Mig teikn-
aði hann oft sem ríðandi víking á ís-
lenska hestinum og með atgeir
Gunnars á lofti. Sigmund var óskap-
lega beittur.“
Sigmund lék á orgel sér og öðrum
til skemmtunar. Hann átti það til að
setjast við hljóðfærið og spila fyrir
Guðna. „Stundum var Ísólfur Gylfi
Pálmason með mér og þeir sungu
saman en ég er laglaus eins og þjóðin
veit. Ég hlustaði bara eins og lítið
barn og naut þess,“ sagði Guðni.
Í myndum Sigmunds er varðveitt
mikil saga. Guðni sagði að ákvörðun
þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs
Ásgrímssonar um að þjóðin eignaðist
teikningar Sigmunds árið 2004 hefði
verið mikilvægt skref. Áður en Sig-
mund lést árið 2012 bað hann Guðna
að sjá til þess að myndirnar sem þá
stóðu út af, og höfðu verið teiknaðar
eftir árslok 2004, yrðu einnig eign
safnsins. Sigmund vildi að myndirnar
yrðu varðveittar í Vestmannaeyjum.
Ísfélag Vestmannaeyja og Vinnslu-
stöðin gengu svo í það að kaupa
myndirnar.
Allt safnið er komið heim
„Nú er safnið allt komið heim og
því fylgir sú skylda að halda minn-
ingu meistarans á lofti,“ sagði Guðni.
„Þetta safn gæti orðið Lærði skólinn í
húmor og teiknilist. Það er margt af
Sigmund að læra. Hann gat með
einni lítilli mynd sagt það sem þúsund
orð gátu ekki lýst.“
-Kom aldrei fyrir að þér þætti erf-
itt að vera myndefni Sigmunds?
„Nei,“ sagði Guðni ákveðið.
„Stjórnmálamennirnir sem ekki kom-
ust að hjá Sigmund eða Jóhannesi
Kristjánssyni eftirhermu og ekki í
Spaugstofuna höfðu miklar áhyggjur
af tilveru sinni. Við hinir, sem vorum
á þessum stöðum, vorum í góðum
málum! Þó að myndir Sigmunds
væru auðvitað misjafnar, stundum
ráðning og refsing og stundum heið-
ur og hamingja, þá var betra að vera í
höndum þessa meistara sem stjórn-
málamaður en að vera gleymdur,“
sagði Guðni.
Lærði skólinn í húmor og teiknilist
Myndir Sigmunds Jóhannssonar geyma sögu samtíma hans Allt teikningasafnið á einum stað
Forsetakosningar 1996 Myndin er frá 28. júní og teiknuð í tilefni af for-
setakjörinu. Textinn var: „Ég er bara að æfa mig fyrir djobbið frú forseti...“
Guðni
Ágústsson
Í dag eru 85 ár liðin frá fæðingu Sigmunds
Jóhannssonar, skopmyndateiknara og upp-
finningamanns. Hann lést 19. maí 2012.
Efnt verður til Sigmundshátíðar í Einars-
stofu í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum kl.
20 í kvöld í tilefni af 85 árum frá fæðingu
Sigmunds. Þar munu Guðni Ágústsson,
fyrrverandi ráðherra, Kristín Jóhannsdóttir,
safnvörður Eldheima, Hlynur, sonur Sig-
munds, og Jón Óli Ólafsson, sonarsonur
Sigmunds, taka til máls.
Ísfélag Vestmannaeyja og Vinnslustöðin
hafa keypt um 1.000 myndir sem Sigmund
teiknaði á árunum 2005-2008. Þær verða
afhentar Vestmannaeyjabæ á hátíðinni.
Sem kunnugt er keypti íslenska ríkið þann 15. desember 2004
um 10 þúsund teikningar eftir Sigmund. Þær voru gerðar að-
gengilegar á vefnum sigmund.is og nú bætast nýrri myndirnar
við það safn.
Á hátíðinni verða sýndar á tjaldi um 150 myndir úr skopmynda-
safni Sigmunds, ljósmyndasafni Sigurgeirs Jónassonar og úr fór-
um fjölskyldu Sigmunds.
Sigmundshátíð í Eyjum
1.000 MYNDIR AFHENTAR
Sigmund
Jóhannsson
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við erum annars vegar að fara að
ræða forgangsmál ríkisstjórnar, sem
við leggjum áherslu á, og hins vegar
mál sem mikilvæg eru til að stjórn-
kerfið gangi sinn eðlilega gang,“ segir
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætis-
ráðherra í samtali við Morgunblaðið.
Vísar ráðherrann í máli sínu til
þess að formenn stjórnarandstöðu-
flokka á Alþingi
hafa verið kallaðir
til fundar í for-
sætisráðuneytinu
klukkan 13 í dag
til að fara yfir þau
mál sem brýnt er
að ljúka fyrir
næstu kosningar.
Þau mál sem
ríkisstjórnin legg-
ur einkum áherslu
á snerta meðal annars velferðar- og
heilbrigðissvið, fjármálamarkaði og
afnám fjármagnshafta. „Þetta eru
mörg mál og á hinum ýmsu mála-
sviðum,“ segir Sigurður Ingi og bætir
við að einhugur sé um það í ríkis-
stjórninni hvaða mál þurfi að setja í
forgang á þessu þingi.
Sumarþing kemur til greina
Sigurður Ingi segir aðalatriðið nú
að sett verði fram áætlun um hvernig
best sé að ljúka þessum málum.
„Það er samtal sem við þurfum að
eiga við stjórnarandstöðuna. Það er
enn nægur tími til stefnu og hægt að
hafa marga þingdaga fram að kosn-
ingum, hvenær sem þær nákvæmlega
verða. En aðalatriðið er að setja upp
áætlun um hvernig við getum lokið
þessu,“ segir hann.
Spurður hvort sumarþing komi til
greina kveður Sigurður Ingi já við.
„Það er alveg inni í myndinni.“
Sumarþing í myndinni
Formenn stjórnarandstöðuflokka á Alþingi mæta í dag til fundar í forsætisráðu-
neytinu Þörf á áætlun um að ljúka mikilvægum málum, segir forsætisráðherra
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
réði niðurlögum elds sem kom upp í
þaki einbýlishúss við Gunnarssund í
Hafnarfirði í gærkvöldi. Engin
meiðsli urðu á fólki en efri hæð húss-
ins mun hafa skemmst talsvert, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Útkall vegna brunans barst um
klukkan tíu mínútur yfir sjö í gær-
kvöldi. Í fyrstu var talið að um
minniháttar eld í þaki væri að ræða.
Svo magnaðist reykurinn og fleiri
tilkynningar um eldinn bárust.
Allt tiltækt lið slökkviliðsins var
sent á staðinn. Eldurinn kom upp
nálægt vaktaskiptum svo að tvær
vaktir mættu á vettvang og auka-
mannskapur var kallaður út.
Varðstjóri áætlaði að 25-30
slökkviliðsmenn hefðu verið á staðn-
um þegar þeir voru flestir. Þegar
mest var voru fjórir slökkviliðsbílar
á staðnum auk körfubíla og sjúkra-
bíla. Bæði þurfti að rífa og saga þak-
ið til að komast að eldinum. Tals-
verðan tíma tók að ganga frá.
gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Slökkvistarf Eldurinn var í þaki
einbýlishúss við Gunnarssund.
Eldur olli
skemmdum
Eldur í einbýlis-
húsi í Hafnarfirði
EVE Fanfest, sem er bæði hátíð og
ráðstefna tölvuleikjaframleiðand-
ans CCP, hófst í gær. Hátíðin stend-
ur yfir fram á laugardag og er eins
og undanfarin ár haldin í tónlistar-
og ráðstefnuhúsinu Hörpu í
Reykjavík.
Alls er búist við að um 3.000
manns sæki hátíðina að þessu sinni,
en þeirra á meðal eru erlendir gest-
ir um 1.500 og verða yfir 50 blaða-
menn frá mörgum stærstu leikja-
og tæknimiðlum heims á svæðinu.
Á hátíðinni kynnir CCP nýja leiki
sína og verkefni á sviði sýndarveru-
leika og segir Eldar Ástþórsson,
upplýsingafulltrúi CCP, hátíðina
fara vel af stað og skemmtilega
stemningu vera að myndast.
Um 3.000 á
EVE-hátíð
í Hörpu
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Nýr heimur Þessi ungi maður er einn þeirra fjölmörgu sem fengu að prófa sýndarveruleika í Hörpu.