Morgunblaðið - 22.04.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Framtíð Schengen-samstarfsins til
lengri tíma er mikilli óvissu háð og ís-
lenska lögreglan stendur frammi fyr-
ir verulegum áskorunum á sviði
landamæragæslu vegna fjölgunar
hælisleitenda frá Mið-Austurlöndum
og Balkanskaga í Evrópu. Þetta er
meðal þess sem fram kemur í skýrslu
ríkislögreglustjóra um Schengen-
samstarfið og áskoranir vegna flótta-
mannastraumsins, m.a. í tengslum
við yfirlýsingar hryðjuverkasamtaka
um að þau muni nýta sér hann til að
ferja vígamenn til Evrópu.
Skýrslan var unnin að beiðni inn-
anríkisráðherra og í samráði við lög-
regluna á höfuðborgarsvæðinu og
Suðurnesjum, embætti tollstjóra,
Landhelgisgæsluna og Útlendinga-
stofnun.
Áhyggjur af flótta-
mannastraumi
Í skýrslunni eru kostir samstarfs-
ins og gallar metnir í samræmi við
breyttar aðstæður, en þar segir að
aldrei hafi reynt jafn mikið á ókosti
þess og nú.
Ókostirnir eru beinlínis sagðir fel-
ast í eðli samstarfsins, eftirlitslausu
flæði fólks sem kalli á aukna eftir-
fylgni af hálfu lögreglu. Vegna bágs
landamæraeftirlits ytri landamæra
Schengen hafi eftirlitslausum aðilum
í aðildarríkjunum fjölgað. Eftirlit inn-
anlands sé ein af forsendum Schen-
gen og því hafi ekki verið sinnt sem
skyldi hér á landi vegna fjárskorts.
Ótvíræður kostur samstarfsins sé
samvinna við önnur ríki á sviði lög-
gæslu og öryggismála sem felist m.a.
í sérhæfðri þjálfun lögreglumanna og
aðgangi að upplýsingakerfum.
Þó er bent á að nýting lögreglunn-
ar á uppflettikerfum Schengen hafi
verið ómarkviss en þar hafi verið
bætt úr í kjölfar hryðjuverkanna í
Brussel í mars.
Úrsögn fylgdi kostnaður
Í skýrslunni er einnig metin við-
búnaðargeta Íslands án aðildar að
Schengen. Þar segir að breyta þyrfti
landamæraeftirliti hér á landi þannig
að það tæki til allra Schengen- borg-
ara, með tilheyrandi kostnaði. Sá
fjöldi er nú um 40% þeirra ferða-
manna sem hingað koma.
Nokkur aðildarríki hafa nú vikið
tímabundið frá skyldum sínum sam-
kvæmt samkomulaginu. Í skýrslunni
segir að þótt mjög hafi reynt á undan-
farið sé Schengen-samstarfið þó mik-
ilvægur þáttur í samvinnu Evrópu-
ríkja og hugsjónin að baki því ná-
tengd hugsjóninni um sameinaða
Evrópu.
Þótt aðstæður hafi breyst á stutt-
um tíma verði ekki til skemmri tíma
litið séð að því verði slitið. Schengen
muni í framtíðinni frekar laga sig að
breyttum aðstæðum.
Framtíð Schengen óvissu háð
Lögreglan stendur frammi fyrir miklum áskorunum Landamæraeftirlit ytri landamæra Schengen
sagt ófullnægjandi Ekki áður reynt jafn mikið á gallana Úrsögn veldur auknum kostnaði
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Leifsstöð Mikill fjöldi fer um Leifsstöð á degi hverjum. Schengen-samstarfinu fylgir að minna eftirlit er haft með
hverjum og einum ferðamanni. Löggæsluaðilar hér á landi hafa áhyggjur af auknum fjölda eftirlitslausra í Evrópu.
Mikil ólga er í Evrópu vegna
flóttamannavandans og í
skýrslu Ríkislögreglustjóra er
bent á að eftirlit ytri landa-
mæra Schengen sé ófullnægj-
andi.
Ýmsir ráðamenn á sviði ör-
yggismála í Evrópu hafa lýst
yfir áhyggjum af flóttamanna-
straumnum og hafa ýmis ríki
Evrópusambandsins hert lög
og reglur í þeim tilgangi að
draga úr fjölda flóttamanna.
Evrópusambandið gerði í mars
samkomulag við Tyrkland um
að allir nýir flóttamenn verði
sendir til Tyrklands sem koma
til grísku eyjanna. Ber Evrópu-
sambandið kostnað af ráð-
stöfununum og er hann ætl-
aður sex milljarðar evra.
Samkomulagið er talið brot-
hætt en talið að það skili ár-
angri ef það heldur. Það sem
af er árinu hafa tæplega
153.500 flóttamenn komið til
Grikklands, en á öllu síðasta
ári komu þangað rúmlega
800.000 flóttamenn.
Ekkert lát á
straumnum
FLÓTTAMENN Í EVRÓPU
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Við hittumst reglulega til að ræða
þessi mál en engin niðurstaða hefur
fengist ennþá. Menn vilja leysa þetta
af einhverri skynsemi,“ segir Gísli
Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna,
en hann hefur átt viðræður við for-
svarsmenn Björgunar um hvernig
flutningur á starfsemi fyrirtækisins
af Sævarhöfða við Bryggjuhverfið
geti farið fram. Var málið rætt á síð-
asta stjórnarfundi Faxaflóahafna og
Gísla falið að halda viðræðunum
áfram.
Björgun ehf. ber að víkja af lóðinni
í síðasta lagi um næstu áramót en þá
rennur líka starfsleyfi fyrirtækisins
út á þeim stað. Björgun fékk uppsögn
á lóðinni í nóvember 2014. Síðan þá
hafa átt sér stað viðræður við borg-
aryfirvöld og Faxaflóahafnir, bæði
um nýja lóð og hvernig flutningur og
frágangur á núverandi lóð getur farið
fram.
Ekki hefur tekist að finna nýja lóð.
Að sögn Gísla stóð Grundartangi m.a.
til boða en það svæði þótti heldur
langt frá helsta markaði fyrirtækis-
ins. Á síðasta kjörtímabili bauð borg-
in landsvæði út frá Kleppsspítala en
það gekk ekki eftir.
Rannsaka þurfi áhrif á lífríkið
Reykjavíkurborg hefur uppi áform
um 13 hektara landfyllingu við ósa
Elliðaárvogar undir blandaða byggð,
sem tengjast mun Bryggjuhverfinu.
Vinna við mat á umhverfisáhrifum
landfyllingarinnar hefur staðið yfir
og samkvæmt upplýsingum blaðsins
styttist í að Skipulagsstofnun fái um-
hverfismatsskýrslu í hendur.
Stofnunin hefur áður fallist á til-
lögu að matsáætlun, en með nokkr-
um skilyrðum, m.a. um frekari rann-
sóknir á áhrifum landfyllingar á
lífríkið við Elliðaárvog. Nefndi
Skipulagsstofnun m.a. áhrif á fisk-
gengd og fuglalíf.
Gaslögn frá Álfsnesi að Höfða-
bakka liggur undir fyrirhugaða land-
fyllingu og hefur komið til tals að
færa hana, í samráði við Orkuveitu
Reykjavíkur.
Engin niðurstaða
enn um flutning
Vinna við umhverfismat vegna landfyll-
ingar við Elliðaárvog er langt komin
Landfylling
um 13 ha
Elliðaárvogur
Sorpa
Skólpdælustöð
Bryggjuhverfið
Athafnasvæði Björgunar
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Landfylling við Elliðaárvog
Unnar Gísli Sigurmundsson, betur
þekktur undir listamannanafni sínu
Júníus Meyvant, er bæjarlistamaður
Vestmannaeyja árið 2016. Hlaut
hann titilinn eftirsótta við athöfn
sem haldin var í Einarsstofu í gær.
Unnar Gísli hefur undanfarin ár
sótt mjög í sig veðrið sem tónlistar-
maður og hljómaði hann fyrst fyrir
eyrum landsmanna vorið 2014 þegar
hann sendi frá sér sína fyrstu smá-
skífu, Color Decay. Lagið naut mik-
illa vinsælda, einkum meðal hlust-
enda Rásar 2 þar sem lagið sat í
nokkrar vikur í efsta sæti vinsælda-
lista stöðvarinnar. Þetta sama ár
vann Unnar Gísli til tvennra verð-
launa á Íslensku tónlistarverðlaun-
unum, annars vegar sem bjartasta
vonin og hins vegar hlaut hann verð-
laun fyrir besta lag ársins.
Unnar Gísli hefur verið iðinn við
að koma sér og tónlist sinni á fram-
færi, m.a. á tónleikum í Evrópu, og í
sumar verður hann meðal þeirra
sem stíga á svið á Hróarskelduhátíð-
inni í Danmörku.
Fyrsta breiðskífa hans, Floating
Harmonies, kemur út 8. júlí nk. og
er hún gefin út af Record Records.
Unnar Gísli bæjarlistamaður
Gefur út sína
fyrstu breiðskífu
í byrjun júlí
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Eyjar Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant, var
valinn bæjarlistamaður Vestmannaeyja við athöfn í Einarsstofu í gær.
Belgísk hjón, sem hafa komið til Ís-
lands fimmtán sinnum og aka bifreið
sem skartar límmiða úr Norrænu,
voru stöðvuð af vopnaðri lögreglu í
Sviss á dögunum. Ástæðan var lím-
miðinn, en á honum stendur IS, sem
sumir tengja við hryðjuverka-
samtökin Ríki íslams.
Að sögn Johan van Cutsem, sem
starfar sem ljósmyndari í heima-
landinu, voru hann og kona hans á
ferð í gegnum Sviss á leið sinni til
Sardiníu þegar þau voru stöðvuð
þann 28. mars síðastliðinn. Þá var
tæp vika liðin frá hryðjuverkunum í
Brussel sem Ríki íslams hafði lýst
ábyrgð yfir.
„Við vorum nálægt borginni Lu-
zern þegar ég tók eftir því að lög-
reglubíl var að elta okkur. Hann náði
okkur og lögreglumennirnir skipuðu
okkur að stöðva bílinn. Við gerðum
það og tveir lögreglumenn, í skot-
heldum vestum og með byssur, nálg-
uðust bílinn,“ lýsti hann í samtali við
mbl.is. „Næstu mínútur var leitað á
okkur,“ bætir hann við, en andrúms-
loftið hafi verið spennuþrungið þar
til þeir spurðu hvort hjónin hefðu
farið til Íslands, sem þau svöruðu
játandi.
Lögreglumennirnir hafi þá orðið
vinalegri og beðist afsökunar á trufl-
uninni. „Límmiðinn þótti grun-
samlegur, sérstaklega í ljósi þess að
við vorum á bíl frá Belgíu,“ útskýrir
hann. „Okkur fannst þetta alveg
stórmerkilegt.“ Vildi van Cutsem
því vara Íslendinga við því að keyra
um meginland Evrópu með límmiða
merkta IS. audura@mbl.is
Grunsamlegur IS-límmiði
Lögregla stöðvaði bíl með íslenskum límmiða vegna
gruns um tengsl við Ríki íslams „Alveg stórmerkilegt“
Ljósmynd/Johan Van Cutsem
Grunur Lögregla hélt að íslenskur
límmiði á bíl tengdist Ríki íslams.