Morgunblaðið - 22.04.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.04.2016, Qupperneq 12
Þetta reddast. Viltu dansa? Þúhefur falleg augu. Þessafrasa og aðra gagnlega og jafnvel enn gagnlegri má læra á tólf tungumálum í Just Phrase It, bók og samnefndu appi í iPhone, sem Róbert Stefánsson vefhönn- uður hyggst gefa út þegar og ef hann nær til- teknu markmiði í hópfjársöfnun á Karolina Fund. „Hugmyndin er að gefa út litla og létta bók og um leið app með algengum frös- um til að fólk geti bjargað sér í útlöndum við ýmsar aðstæður. Verkefnið er líka hugsað sem markaðs- rannsókn á því hvort fólk velur frekar að nota bók eða app á ferðalögum,“ segir hann. Bókin er endur- bætt útgáfa af The Phrase Book, sem hann gaf út fyrir tíu árum og er nú upp- seld. „Ég tók út gamla frasa og bætti mörgum nýjum við,“ segir Róbert og viðurkennir að nokkrir þeirra nýju séu kannski svolítið grófir. Haltu kjafti og drullusokkur eru þar á meðal. Dagfarsprúðu fólki eru þau að minnsta kosti ekki töm á tungu og þykir því eflaust óþarfi að læra þau á mörgum málum. Á kurteislegum nótum „Langflestir frasarnir eru auðvit- að á kurteislegum nótum og gagnast í algengum samskiptum fólks, til dæmis þegar það kaupir í matinn, spyr til vegar og þess háttar. Bókin er allt öðru vísu upp- byggð en hefð- bundin orðabók. Þýðingar á orðum og setningum eru til dæmis ekki á sömu blaðsíðu og upphaflega setn- ingin,“ segir Róbert og útskýrir nánar: „Tungumálunum er raðað í stafrófsröð og innan þeirra eru 12 flokkar, einn á hverri síðu, með 30 setningum. Markaðsrannsókn: Hvort hefur vinninginn, bókin eða appið? Algengir frasar á tólf tungumálum Róbert Stefánsson 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 Fyrsta íslenska ráðstefnanum dægurtónlistarfræðiverður haldin í dag og fer hún fram bæði í Háskóla Íslands og í Listaháskólanum. Fyrri hlutinn verður í stofu 101 í Odda í HÍ kl. 11.30-12.30 en þar mun dr. Nick Prior, félags- og dægurtónlistar- fræðingur, spjalla við Arnar Egg- ert Thoroddsen, tónlistarblaða- mann og -fræðing. Síðari hlutinn fer fram í Listaháskólanum við Sölvhólsgötu kl 13.30-17, en þar mun hinn sami dr. Nick Prior flytja erindið: Popular Music Scenes: Spatiality, Sociality and Circula- tion. Einnig verða flutt nem- endaerindi sem unnin eru upp úr námskeiðinu Menningarfræði dæg- urtónlistar á tuttugustu öld sem kennt var í HÍ í vor. Í tilkynningu segir að innlendir sem erlendir fræðimenn haldi tölur á ráðstefnunni og lykilerindið sé í höndum dr. Nick Prior, en rann- sóknir hans á tengslum menningar, dægurtónlistar og tækniframfara hafi vakið heimsathygli á undan- förnum árum. Þorbjörg Daphne Hall, lektor við LHÍ, dr. Viðar Hall- dórsson, dr. Davíð Ólafsson og Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt við HÍ, eru fulltrúar Fróns, en dr. Áine Mangaoang og Emily Baker doktorsnemi koma frá Háskólanum í Liverpool. Ráðstefnu lýkur með pallborði og opnum umræðum og þar tekur dr. Páll Ragnar Pálsson, tónskáld, tónlistarfræðingur, gítarleikari Maus og kennari við LHÍ, þátt ásamt fyrirlesurum. Einnig kemur fram í tilkynningu að ráðstefnan sé haldin til að styðja við sýnilegan vöxt í dægur- tónlistarfræðum hérlendis, en nám- skeiðið „Félagsfræði dægur- menningar“ var haldið í fyrsta skipti í HÍ síðasta vor og nám- skeiðið „Menningarfræði dægur- tónlistar á tuttugustu öld“ var haldið nú í vor. Síðasta haust fór námskeiðið „Popp- og rokktónlist í fræðilegu ljósi“ fram í Endur- menntun og eru væntanlegir út- skriftarnemar, bæði í LHÍ og HÍ, í auknum mæli farnir að skrifa um dægurtónlistartengd efni. Ráðstefnan fer fram á ensku, er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Fólk er hvatt til að koma og kynna sér „bubblandi, sjóðandi, dægur- tónlistarfræði,“ eins og segir í til- kynningu. Endilega … Morgunblaðið/Einar Falur Sykurmolarnir Í Limelight í New York árið 1992, en þar voru síðustu tón- leikar Molanna erlendis. Hér má sjá Björk og Sigtrygg sprella baksviðs. …kynnið ykkur bubblandi, sjóðandi dægurtónlistarfræði hafðu það notalegt Njóttu þess að gera baðherbergið að veruleika miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 FINGERS 70x120 cm Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm Ryðfrítt stál Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Afmælistónleikarnir áttualltaf að vera á Selfossi.Það er minn heimabær ogþar liggja ræturnar. Ég hlakka því mikið til að vera á heima- velli með mínu fólki,“ segir Björgvin Þ. Valdimarsson tónlistarkennari. Hann varð sextugur fyrr í þessum mánuði og af því tilefni verða haldn- ir afmælistónleikar í Selfosskirkju, næstkomandi sunnudag, 24. apríl, kl. 16, en þar verður flutt tónlist eft- ir Björgvin. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá menningarhátíðarinnar Vor í Árborg sem hefst í dag, sumardag- inn fyrsta. Kór, einsöngur og dúettar Mörg af þekktustu lögum Björgvins, meðal annars kórlög, ein- söngslög og dúettar, verða flutt á af- mælistónleikunum þar sem fram koma sex söngvarar, blandaður kór og hljómsveit. Óskar Pétursson, söngvari frá Álftagerði, verður kynnir á tónleikunum auk þess að syngja, en þeir Björgvin hafa mikið starfað saman í gegnum tíðina. Björgvin hóf tónlistarnám á Selfossi á unglingsaldri, fyrst á blásturshljóðfæri og síðan einnig á píanó. Aðeins rúmlega tvítugur að aldri varð hann stjórnandi Samkórs Selfoss og skóp sér nafn sem kór- stjóri. „Já, við getum alveg sagt að þá hafi boltinn byrjað að rúlla. Kór- starfið var skemmtilegt og fólk var móttækilegt fyrir einhverju nýju. Mörg mín fyrstu lög frumflutti Sam- kórinn. Mér er minnisstætt þegar kona vestan úr Dölum, sem var í kórnum hjá mér, Erla Rúna Krist- jánsdóttir, rétti mér á blaði ljóð eftir Hallgrím Jónsson frá Ljárskógum sem hét Undir Dalanna sól. Ég sett- ist við píanóið og lagið kom eig- inlega af sjálfu sér. Og framhaldið þekkir fólk. Þegar ég var í námi í Reykjavík hafði samband við mig ungur maður sem langaði að læra á píanó hjá mér, þetta var Júlíus Vífill Ingvarsson, en hann var í söngnámi á þessum tíma hjá Einari Sturlu- Lagið sem kom eiginlega af sjálfu sér Björgvin Þ. Valdimarsson, tónlistarkennari og kórstjóri, varð nýlega sextugur. Næsta sunnudag verða á Selfossi afmælistónleikar og einvalalið einsöngvara mun koma fram, sem og blandaður kór og hljómsveit. Meðal annars verða sungin lögin Undir Dalanna sól og Vorsól, en þau eru bæði eftir þennan lipra lagasmið. Morgunblaðið/Golli Vinir Óskar Pétursson og Björgvin Þ. Valdimarsson starfa mikið saman og Óskar ætlar að syngja einsöng á tónleikum vinar síns og vera kynnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.