Morgunblaðið - 22.04.2016, Síða 15

Morgunblaðið - 22.04.2016, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS Forsalan á 2017 vélsleðum er í gangi til 6. maí 150.000 kr.- afsláttur af sleðum í forsölu Verð frá 2.490.000 kr. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Dýr í allri sinni mynd, lifandi og dauð, hafa alla tíð heillað listakonuna Ingu Maríu Brynjarsdóttur. Í útskrift- arverkefni hennar í myndlist frá Listaháskóla Íslands vinnur hún með dýr, dýramyndir, teikningar og einn- ig úr hræjum ýmissa dýra. Hamur af ketti, hræ af önd, þresti og stara og rottu prýða verkefnið auk innyfla úr þeim sem eru til sýnis í krukku. Þetta er hægt að virða fyrir sér í Gerð- arsafni í Kópavogi ásamt öðrum meistaraverkefnum í hönnun og myndlist en sýningin þar er opin til 8. maí. Dýr eru ekki rusl „Ég hef alltaf teiknað mikið af náttúru- og dýralífsmyndum og áhuginn sprettur þaðan. Ég er með fulla frystikistu af alls konar dýra- hræjum sem ég hef safnað á síðustu tveimur árum,“ segir Inga María. Þetta byrjaði fyrir tveimur árum þeg- ar hún fann dauða önd sem hún hirti þegar hún fylgdi syni sínum í skól- ann. Eftir það fjölgaði hræjunum óð- um enda vinir og kunningar duglegir við að benda henni á hræ sem þeir höfðu rekist á. „Þessum dýrum er hent í ruslið. Fyrir mér er þetta ekki rusl því það er svo mikil fegurð í þeim,“ segir Inga María. Á vissan hátt hefur áhuginn og barnsleg for- vitni um dýrin og lífið sjálft aldrei elst af henni eins og flestum öðrum, bend- ir hún á og hlær. Öll hræin sem henni áskotnast myndar hún og skrifar nið- ur sögu þeirra því öll eiga þau sína sögu. Hluti af útskriftaverkefni henn- ar er hamur af ketti sem Inga María átti þegar hann var kettlingur. Kött- urinn fór síðan til annarra eigenda. Þegar hún frétti að honum yrði lógað fékk hún að eiga hræið af honum. Inga María hamfletti sjálf dýrin sem hún notaði í sýninguna og segir að það hafi ekki verið auðvelt til að byrja með. „Ég vissi ekki hvort ég myndi æla eða hver viðbrögðin yrðu. En þetta var ekkert óðgeðslegt og mun auðveldara en ég hélt. Ég var ein og hafði rólega stemningu í kring- um mig og gerði þetta af mikilli virð- ingu fyrir dýrunum,“ segir Inga María og segist finna ákveðið flæði þegar hún hamflettir dýrin. Ástæðan fyrir því að hún vildi kynna sér dýrin innan frá er sú að hún hefur alla tíð verið heilluð af þeim og langaði að komast í betri tengsl við þau. „Maður kemst ekki nær dýrinu en að opna það. Ég teikna dýrin betur og horfi á líkama þeirra og hvernig innri byggingin er. Ég vinn ekki með dauðann heldur líkamlega formið.“ Í listsköpuninni vill hún fanga feg- urðina í dýrunum og draga hana fram. Inga María er með töluvert af rott- um í frystikistunni, sem hún fékk frá meindýraeyði. „Ég hef mikinn áhuga á rottum. Það vill enginn horfast í augu við þær. Líkami þeirra er svo ótrúlega sterkur og massaður,“ segir hún og bætir við: „Við erum komin svo langt frá dýrunum. Við viljum ekki horfast í augu við þau og vitum t.d. ekki hvaðan kjötið sem við borð- um er komið.“ Tómur strigi og skotleyfi „Tómur strigi. En teikningin fer aldrei frá mér,“ segir Inga María, spurð hver næstu skref verða eftir út- skrift. Hún ætlar að halda áfram að kafa dýpra, prufa sig áfram og gera mistök. Jafnvel læra að stoppa upp dýr. Einnig veltir hún því fyrir sér að fá sér skotleyfi. „Fyrsta dýrið sem ég myndi skjóta yrði jólamatur og ég myndi nýta allt sem kæmi af því. Það er eðlilegra að vita hvaðan kjötið kemur frekar en að vita ekkert. Ég hef ekki hugmynd um það hvort ég get það eða ekki en ég á eftir að kom- ast að því,“ segir Inga María Brynj- arsdóttir. Hamflettir rottur og sjálfdauð dýr  Hamflett dýr hluti af útskriftarverkefni Maríu Brynjarsdóttur í myndlist við Listaháskóla Ís- lands  Með fulla frystikistu af dýrahræjum  Ætlar að fá sér skotleyfi og nýta allt af dýrinu Morgunblaðið/Golli Dýramyndir Inga María Brynjarsdóttir með myndir sínar af dýrum, sem hún sýnir á útskriftarsýningunni. Útskriftarsýning MA-nemar í myndlist setja upp sýningu í Gerðarsafni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.