Morgunblaðið - 22.04.2016, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.04.2016, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ólafur Ragnarsló metGunnars á Hlíðarenda og sneri enn og aftur aftur með orðunum „blítt láta Bessa- staðir í kveldbirtunni“. „Ekki er mark að áramótaræðum,“ stundu þeir sem mundu langt fram. Af þessu hefur orðið nokk- ur umræða. Styrmir Gunnarsson gerir ekki einföld mál flókin: „Það stefnir í óefni í stjórnmálum landsins. Á Bessastöðum situr forseti, sem bersýnilega getur ekki hugsað sér að hætta. Á Alþingi fara fram að því er virðast endalausar umræður um fundarstjórn forseta en þær um- ræður byggjast á þingskapar- lögum, sem virðast hafa það að markmiði að lama löggjafar- starfsemi á þinginu – og það hef- ur tekizt.“ Aðrir segja að nú sæki heimurinn í reynslubolta. Hillary Clinton á fullt í fangi með að hrista Bernie Sanders af sér. Sanders er sósíalisti, sem hljómar ekki hryllilega hér, en gerði það lengi í Bandaríkj- unum. Sanders verður orðinn 75 ára á kjördag. En það er ekki „gráa hersveitin“ sem flykkir sér um hann. Hann er frambjóð- andi unga fólksins. Líklegasti frambjóðandi repúblikana, Donald Trump, verður orðinn 70 ára á kjördag. Hann minnir á að Reagan hafi verið 78 ára þegar hann lét af forsetaembætti og nú vilji allir frambjóðendur vera Reagan. Hér heima er bent á að Al- þingi hafi aldrei verið veikara en nú eftir sífellda endurnýjun. Kjósendur þykjast góðir þekki þeir 10 þingmenn með nafni. Hvaða ályktun á að draga af öllu þessu? Ekki neina eina. En með- al annarra þá að fólk á öllum aldri sem uppfyllir aldursmörk stjórnarskrár kann að vera jafn vel til þess fallið að gegna emb- ætti forseta. Sagan kann dæmi um að eldri leiðtogar hafi staðið sig vel við flóknar aðstæður. Reynslan hafi skipt sköpum. Hin dæmin eru jafn mörg. Þau birta þröngsýna, svifaseina og afturhaldssama leiðtoga fasta í gömlum lausnum sem henta illa nýjum viðfangs- efnum. Ungir menn hafa einnig ráðið vel við mikinn trúnað. Pitt yngri varð forsætisráðherra Breta- veldis 24 ára, sat lengi og stóð sig vel. Águstus keisari náði völdum á svipuðum aldri og Pitt og reyndist betur en flestir keis- arar og sat lengi. En dæmin um unga leiðtoga sem guldu reynsluleysis eru einnig mjög mörg. Svo er allur fjöldinn, valdamenn á miðjum aldri og standa sig sæmilega, mjög vel eða slaklega og jafnvel hræði- lega. Ætli Hitler dugi ekki sem dæmi um það síðasttalda. Kansl- arinn sem gegndi því embætti fyrstur í (Vestur-) Þýskalandi eftir stríð, Konrad Aden- auer, tók við 73 ára gamall og lét af störfum 14 árum síðar og leysti starf sitt prýðilega af hendi. Hann borðaði morgunmatinn undir málverki Kjarvals. Í Frakklandi tók De Gaulle við 68 ára og lét af starfi tæpum 10 árum síðar. Hann lét finna fyrir sér. Yngri menn eru oftast líkamlega brattari en þeir sem eldri eru, sem eiga sennilega færri ár inni. Það er þó ekki ein- hlítt, eins og Pitt og Adenauer sýndu. Í gær var, að gefnu tilefni, mikið rætt um þrásetu leiðtoga. Þann dag varð Elísabet II. ní- ræð. Á henni er ekkert farar- snið. Ekki er við hæfi að saka hana um þrásetu því að hefðin ákveður að kall dauðans taki bæði til lífs og starfs. Elísabet hefur setið lengur í hásæti en langalangamma. Játvarður Vikt- oríuson beið krúnunnar lengi, rétt eins og langafasonurinn Karl. Sagt er að Játvarður hafi eitt sinn komið úr kirkju og muldrað: „Þessir prestar hjala í sífellu um vorn eilífa föður, en hin eilífa móðir er þó mun sjáan- legra dæmi.“ Það megineinkenni skilur að lýðræðislega og konunglega þjóðhöfðingja að persónan er nánast aukaatriði í því fyrra, en aðalatriði í því síðara. Embættistíð á að taka mið af því. Franklin Roosevelt var einn af ástsælustu forsetum Banda- ríkjanna. Hann fór í fernar kosn- ingar og vann þær allar. Wash- ington hafði sett þá óskráðu reglu að forsetar skyldu mest sitja í tvö kjörtímabil. Roosevelt braut þá reglu og vísaði í válega tíma, mestu styrjöld mannkyns, sem afsökun. Óneitanlega litrík- ari afsökun en sú að forsætisráð- herraskipti hafi orðið á Íslandi. Roosevelt var veikur kosinn í fjórða sinn. Hann lést skömmu síðar. Litleysinginn, sem enginn þekkti, varaforsetinn Harry Truman, reyndist síst lakari for- seti. Afsökun Roosevelts var því haldlaus. Þjóðin gat illa hugsað sér að hafna Roosvelt. En hún fyrirgaf honum aldrei að hafa sett hana í slíka stöðu. Banda- ríkin breyttu stjórnarskránni svo þetta gæti ekki gerst aftur. Bandaríkjamenn vita að þeir geta aftur staðið frammi fyrir mikilli vá. En slíkt réttlæti ekki að forsetar þeirra taki að telja sig ómissandi. Vitnað er til þess að Kekkon- en hafi setið í 26 ár í embætti. Afsökun hans var sú að hann hefði sérstakt samband við leið- togana í Kreml. Hann hafði það. Síðari tíma rannsóknir sýna þó að þau tengsl voru óholl Finn- landi. Finnar breyttu því stjórnarskrá sinni til að koma í veg fyrir slíkan leik. Þetta segir mikla sögu. Kannski alla. Þrásetan er ólögulegur sess}Lýðræðisreglan og hin S kiptar skoðanir eru eðlilega um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, að venda kvæði sínu í kross og gefa áfram kost á sér í embætti. Það sjónarmið er auðvitað vel skiljanlegt að hann hefði átt að standa við það sem hann hafði áður lýst yfir um síðustu áramót. Hitt er svo annað mál að vitan- lega hefur Ólafur Ragnar sinn rétt eins og aðrir til þess að bjóða fram krafta sína og leggja það í dóm kjósenda hvort þeir vilji njóta þeirra áfram eða ekki. Hvað sem annars líður ákvörðun Ólafs Ragnars og hvernig að henni var staðið hafa viðbrögðin við henni úr ákveðnum áttum verið mjög athyglisverð svo ekki sé meira sagt. Þá á ég við hugmyndir um að setja takmörk á það hversu oft kjósendur megi velja sama ein- staklinginn í forsetaembættið. Að mínum dómi eru slíkar vangaveltur ekki sérlega lýðræðislegar heldur þvert á móti forræðishyggja sem miðar að því að hefta valfrelsi kjós- enda. Rökin fyrir þessari forræðishyggju eru þau að sitjandi forseti hafi forskot á aðra frambjóðendur. En er það ekki kjósenda að leggja mat á það? Þetta snýst að mínu mati einfaldlega um þá grundvallarspurningu lýðræðisins hvort við treystum kjósendum til þess að fara í kjörklefann og taka þar ákvörðun á eigin forsendum. Ekki hvort við treystum öðrum kjósendum til þess að velja það sem okkur kann sjálfum að þykja skynsamlegt heldur þeim sjálfum. Hugmyndir um að meina kjósendum að velja sama einstaklinginn forseta oftar en til dæmis tvisvar er ekkert annað en tilraun til þess að stýra niðurstöðum frjálsra og lýð- ræðislegra kosninga. Eða kosninga sem eiga að minnsta kosti að vera frjálsar og lýðræð- islegar. Það sjónarmið er talsvert útbreitt að lýðræðið sé ágætt á meðan það skili „réttum“ niðurstöðum. En hver á að vera æðsti dómur um það hvað séu réttar niðurstöður? Við er- um ekki fyrir austan járntjaldið. Þessar hugmyndir hafa einkum verið viðr- aðar á vinstrivængnum en af einhverjum ástæðum hafa þær verið bundnar við forseta- embættið en ekki til að mynda ráðherraemb- ætti eða þingmennsku, sem þó eru ávísun á veruleg völd og áhrif. Nú er ég alls ekki að kalla eftir slíku en mér vitanlega hafa sömu aðilar og nú tala fyrir slíkum hugmyndum til dæmis ekki gert athugasemd við það að Steingrímur J. Sigfússon hafi setið á Alþingi í 33 ár og Össur Skarphéðinsson í 25 ár. Þar er einfaldlega gert ráð fyrir því að það sé á valdi kjósenda að ákveða hvort þeir og aðrir þingmenn eigi framhaldslíf á Alþingi. Eðlilega. Það sama á vitanlega að gilda um það hversu oft sami einstaklingurinn er kjörinn forseti. Það er ákvörðun kjósenda en ekki hans sjálfs. Hugmyndir um að setja kjósendum stólinn fyrir dyrnar í þessum efnum getur einfaldlega ekki talizt lýðræðisleg eða í anda frjálsra kosninga. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Frjálsar kosningar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ekki hefur enn tekist aðhalda fund Þjóðhagsráðsstjórnvalda, Seðlabank-ans og aðila vinnumark- aðarins, þó að stefnt hafi verið að því að ráðið kæmist á legg og til síns fyrsta fundar í byrjun apríl. Formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði fyrir skömmu að ágreiningur milli ASÍ og ríkisins hefði valdið töf- um. Skv. upplýsingum blaðsins hjá samtökum á vinnumarkaði hefur hann snúist um orðalag stofnskjalsins um starfsemi ráðsins en ólgan í stjórnmálum að undanförnu hafi þó átt stóran þátt í að dregist hefur að koma ráðinu á legg. Það er smám saman að skýrast að ráðinu er ætlað að greina stöðuna í efnahagsmálum og ræða samhengi ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðarins í tengslum við helstu viðfangsefni í hagstjórn hverju sinni. Upphaflega kom Þjóðhagsráðið fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga 29. maí í fyrra og þá var m.a. sagt berum orðum að hlutverk þess yrði að meta svigrúm til kjarabreytinga á vinnumarkaði. Aftur var kveðið á um stofnun ráðsins í Salek-rammasamkomulag- inu 27. október en þá var hins vegar setningin um að ráðið ætti að meta launasvigrúmið horfin úr textanum. Í bréfi forsætisráðuneytisins í janúar sl. þar sem óskað var eftir tilnefn- ingum í vinnuhóp til að undirbúa stofnun ráðsins var tekið sérstaklega fram ,,að Þjóðhagsráð tekur ekki ákvarðanir í efnahagsmálum og stofnun þess breytir í engu hinum lögbundnu hlutverkum þeirra aðila sem að því standa. Þá metur Þjóð- hagsráð ekki svigrúm til kjarabóta á vinnumarkaði þó fjallað verði um stöðu á vinnumarkaði og kjarasamn- inga eftir því sem aðstæður gefa til- efni til. Gert er ráð fyrir að aðilar á vinnumarkaði meti slíkt svigrúm, t.d. á vettvangi SALEK-hópsins.“ Vinnuhópurinn hefur unnið að undirbúningi að stofnun Þjóðhags- ráðs frá í febrúar. Gert er ráð fyrir að í því sitji forsætisráðherra og fjár- mála- og efnahagsráðherra, fulltrúar Sambands ísl. sveitarfélaga, Seðla- bankans, Samtaka atvinnulífsins, ASÍ og þeirra opinberu heildarsamtakau sem eiga aðild að SALEK-sam- komulaginu. Ráðgert er að ráðið komi saman til funda tvisvar til fjór- um sinnum á ári eftir þörfum. For- sætisráðherra boði til fundanna og að fundargerðirnar skuli vera opinber- ar. Benedikt Árnason, skrif- stofustjóri þjóðhagsmála í forsætis- ráðuneytinu, segir að undirbúnings- fundir séu í gangi. ,,Það er verið að búa til stofnskjalið en það hefur geng- ið heldur hægar en við reiknuðum með. Svo varð töf vegna hinna póli- tísku sviptinga,“ segir hann. Benedikt segir það óbreytt að stefnt sé að stofnun ráðsins í vor. Spurður um ágreininginn segir hann þetta lúta að Salek-samkomulaginu. Þar var m.a. kveðið á um stofnun þjóðhagsráðs en til viðbótar ýmiss konar samráð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. „Þetta lýtur eigin- lega meira að því hvort ræða eigi slíkt samráð innan Þjóðhagsráðsins eða hvort Þjóðhagsráðið eigi eingöngu að fjalla um hagstjórnarleg markmið, sem hefur verið skoðun stjórnvalda,“ segir hann. Ekkert sé því óeðlilegt við að þetta taki einhverjar vikur á með- an verið sé að vinna líka í öðrum at- riðum rammasamkomulagsins og vinnumarkaðurinn að vinna betur í Salek-samkomulaginu. „Þetta er allt saman ein heildarmynd og púslin verða bara að falla á rétta staði. Það tekur nokkurn tíma,“ segir Benedikt. „Púslin verða bara að falla á rétta staði“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Saleik Samkomulag um ný vinnubrögð við gerð kjarasamninga var und- irritað í október sl. Þjóðhagsráð er liður í mótun nýs vinnumarkaðslíkans. Þjóðhagsráðið á ekki að ákveða svigrúm í kjarasamn- ingum á hverjum tíma að sögn Ágústs. Ekki frekar en að Þjóðhagsráðið taki ákvarðanir um stefnu Seðla- bankans í peningamálum eða hver afgangur á að vera í rík- isrekstrinum, að sögn hans. „Þjóðhagsráðið mun ekki breyta í neinu hinum lög- bundnu hlutverkum hvers að- ila í hagstjórnarkeðjunni,“ segir hann. „Á hinn bóginn kunna sjónarmiðin að koma fram, sjónarmið aðila vinnumark- aðarins bæði um stefnu í ríkisfjármálum og pen- ingastefnu Seðlabankans, sjónarmið Seðlabankans um svigrúm í kjarasamningum, sjónarmið ríkisstjórnarinnar um stefnu bæði Seðlabank- ans og stefnu í kjaramálum o.s.frv. Þannig að þarna er um að ræða nýjan vettvang til þess að ræða samspilið.“ Ákveður ekki launasvigrúm HVERT ER VERKSVIÐIÐ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.