Morgunblaðið - 22.04.2016, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016
Sumardagurinn fyrsti Í gær var boðið upp á margvíslega afþreyingu í Árbæjarsafni í tilefni dagsins og Barnamenningarhátíðar og mátti sjá að gestir, jafnt ungir sem eldri, nutu útiverunnar.
Ómar
„Maður veit aldrei á
hvern veg mál kunna
að þróast. Því er best
að halla sér ekki um of
á eina hlið, allra síst í
stjórnmálum.“ Svo
mælti einn ágætur
fjallkóngur, en það eru
þeir kóngar sem Ís-
lendingar virða mesta.
Svo var annar snill-
ingur sem sagði að allt
væri í bestu horfi á
meðan enginn myndi
hvað ráðherrarnir
hétu. Sá sagðist jafn-
framt aðhyllast þá
speki sem segir: dug-
laus ríkisstjórn er mik-
il blessun fyrir þjóðina.
Það eru undarleg
örlög sem þessari þjóð
eru búin. Það er sama
á hvern veg kosið er,
alltaf fá menn Framsóknarflokkinn
upp úr hattinum. Þessi flokkur telur
að hann sé jafn stór eða stærri en
Sjálfstæðisflokkurinn, sama hvernig
kosningar fara.
Þetta mál á sér langa sögu. Ís-
lenskt samfélag þróast úr bænda-
samfélagi í sveitum í framleiðslu- og
þjónustusamfélag í þéttbýli. Kjör-
dæmaskipan grundvallaðist á göml-
um stjórnsýslueiningum, sem voru
sýslur og síðar kaupstaðir. Það var
viðtekin hugsun að landsvæði, fjöll
og firnindi, ættu rétt á þingstyrk en
ekki íbúar. Það er svo í dag að vægi
atkvæða í þéttbýliskjördæmum á
Suðvesturlandi er sem næst helm-
ingur af vægi atkvæða í dreifbýlis-
kjördæmum. Með ákvæðum um
jöfnunarþingsæti í kjördæmum fæst
nokkurt jafnræði á milli þeirra
flokka sem bjóða fram og ná kjöri.
Hví Framsókn?
Það er ástæða til að skoða hví það
gerist að leiðtogum Framsóknar-
flokksins er lyft í hæstu hæðir, án
þess að kosningaúrslit hafi gefið það
í skyn að svo ætti að vera. Það er
augljóst af því yfirliti
sem fylgir þessari
grein að meingölluð
kjördæmaskipan gaf
Framsóknarflokknum
þingstyrk langt um-
fram kjörfylgi á ár-
unum frá 1930-1960.
Það að fá meirihluta
þingmanna út á 35%
kjörfylgi er and-
lýðræðislegt. Völd
Framsóknarflokksins
grundvölluðust því á
andlýðræðislegri kjör-
dæmaskipan.
Með kjördæma-
breytingu, sem gerð
var árið 1942, í mikilli
andstöðu við Fram-
sóknarflokkinn, kemur
upp ný staða. Fram-
sóknarflokkurinn
viðurkenndi ekki hinar
breyttu aðstæður í
samfélaginu. Forystu-
menn flokksins töldu
að Framsóknarflokkurinn væri af
sögulegum ástæðum jafn stór eða
stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Svo
er enn. Formaður Framsókn-
arflokksins sat á fyrri árum aldrei í
ríkisstjórn undir forsæti sjálfstæðis-
manns, og sagði; „allt er betra en
íhaldið“. Þau ummæli áttu eftir að
erfast genetískt. Reyndar kvað svo
rammt að óbeitinni að enginn flokk-
ur gat unnt formanni annars stjórn-
málaflokks að vera forsætisráð-
herra þegar lýðveldi yrði stofnað.
Því þurfti ríkisstjóri að mynda utan-
þingsstjórn, en slíkt er niðurlæging
fyrir þingræðið.
Fyrstu ár lýðveldisins
Á fyrstu árum lýðveldisins létu
flokkar sig hafa ýmislegt í sam-
starfi. Þeir sem virtust andstæðir
pólar í stjórnmálum, Sjálfstæðis-
flokkur og vinstriflokkarnir, mynd-
uðu stjórn saman og síðar myndaði
formaður Alþýðuflokksins, minnsta
stjórnmálaflokksins á Alþingi, rík-
isstjórn. Fljótlega eftir kosningar
1949 varð stjórnarkreppa. Eftir á að
hyggja virðist ástæða stjórnar-
kreppunnar vera persónuleg. For-
maður Framsóknarflokksins vildi
ekki sitja í ríkisstjórn undir forsæti
sjálfstæðismanns, sem fleiri hafði
þingsætin. Þá var þingmanni úr
minni flokknum, Framsóknar-
flokknum, lyft í embætti forsætis-
ráðherra, með velvild Sjálfstæðis-
flokksins fyrir frið og þingræði!
Ellegar vofði yfir utanþingsstjórn!
Þar á eftir kom ríkisstjórn undir
forsæti formanns Sjálfstæðisflokks-
ins, án þátttöku formanns Fram-
sóknarflokksins, enda „allt betra en
íhaldið“.
Eftir viðreisn
Eftir að stöðugleika viðreisnar-
stjórnar lauk urðu óróleikar í
stjórnmálum. Sumpart stafaði það
af „mala domestica“ hjá Sjálf-
stæðiflokknum. Þar var heimilis-
bölið þyngra en tárum tók. Gerðar
voru nokkrar atlögur að formanni
Sjálfstæðisflokksins.
Það munaði aðeins hársbreidd ár-
ið 1974 að þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins gerðu formann Fram-
sóknarflokksins að forsætisráð-
herra, en sá hafði hrakist frá
völdum fyrr á árinu í vondri vinstri-
stjórn. Tekið skal fram að þetta var
eftir mesta kosningasigur Sjálf-
stæðisflokksins. Jóhann Hafstein,
fyrrverandi formaður Sjálfstæðis-
flokksins, kom þó í veg fyrir þá
niðurlægingu.
Versta ríkisstjórn lýðveldisins
Í atlögum að formanni Sjálf-
stæðisflokksins á þeim tíma bar
mest á varaformanni flokksins og
þingmanni, sem taldi sig sjálfkjör-
inn til forystu. Varaformaður
flokksins hafði svo forystu um að
mynda árið 1980 verstu ríkisstjórn
allra tíma á Íslandi með aðstoð
Framsóknarflokks og Alþýðu-
bandalags, sem nú hefur skipt um
kennitölu. Ríkisstjórnin var svo
slæm að formaður Alþýðu-
bandalagsins taldi nauðsynlegt að
mynda „neyðarstjórn“. Úr því varð
þó ekki, þess í stað settist að völd-
um samsteypustjórn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks. Enn
þurftu sjálfstæðismenn að lyfta for-
manni Framsóknarflokksins í stól
forsætisráðherra þrátt fyrir sigur
Sjálfstæðisflokksins, sem hafði 23
þingsæti á móti 14 hjá Framsókn.
Óskiljanlegt!
Á þessari öld
Á þessari öld hefur Framsóknar-
flokkurinn rambað á barmi þess að
verða smáflokkur. Með lýðskrumi
og ranglátri kjördæmaskipan tókst
flokknum þó að fá jafn mörg þing-
sæti og Sjálfstæðisflokkurinn, með
4.000 færri atkvæði! Forseti lýð-
veldisins taldi að Framsóknar-
flokkurinn væri sigurvegari kosn-
inga 2013. Því skyldi formaður
flokksins hafa forystu um stjórnar-
myndun! Alveg nýr mælikvarði!
Enn á ný lét Sjálfstæðisflokkur það
yfir sig ganga að lyfta formanni
Framsóknarflokksins í stól for-
sætisráðherra.
Þegar sá forsætisráðherra sagði
af sér tilnefndi hann eftirmann sinn.
Og enn lét Sjálfstæðisflokkurinn
það fyrir sig ganga, jafnvel þótt hin
nýútnefndi forsætisráðherra hefði
látið hafa sig hafa það níðingsverk
að greiða atkvæði með því að draga
fyrrverandi forsætisráðherra og
formann Sjálfstæðisflokksins fyrir
Landsdóm.
Nú er mál að linni. Það er ekki
eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn
lyfti forystu Framsóknarflokksins
til æðstu metorða, flokki sem er
smáflokkur með mikilmennsku-
brjálæði.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
» Völd Fram-
sóknar-
flokksins grund-
völluðust því á
andlýðræðis-
legri kjör-
dæmaskipan.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur er alþingismaður.
Aldrei kaus ég Framsókn,
en alltaf fæ ég Framsókn!
Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Kosninga-
ár Atkvæði Kjörfylgi % Þingmenn
% að baki
þingmanni Atkvæði Kjörfylgi % Þingmenn
% að baki
þingmanni
Fjöldi
þingmanna
Mismunur á fylgi að baki
þingmanni hjá XB og XD
1927 9.962 30,3 19 1,59 16.437 44 17 2,59 42 0,99
1931 13.840 35 23 1,52 17.171 43,3 15 2,89 42 1,36
1933 8.531 23,9 16 1,49 17.131,5 48 20 2,40 42 1,36
1934 11.313 21,8 15 1,45 21.934 42,4 20 2,12 49 0,67
1937 14.557 24,6 19 1,29 24.132 40,8 17 2,40 49 1,11
1942 I 16.033 27,6 20 1,38 22.975 39,5 17 2,32 52 0,94
1942 II 15.868 26,4 15 1,76 23.001 38,3 20 1,92 52 0,16
1946 15.429 23,1 13 1,78 26.428 39,5 20 1,98 52 0,20
1949 17.659 24,5 17 1,44 28.546 39,5 19 2,08 52 0,64
1953 16.959 21,9 16 1,37 28.738 37,1 21 1,77 52 0,40
1956 12.925 15,6 17 0,92 35.027 42,2 19 2,22 52 1,30
1959 I 23.061 27,2 19 1,43 36.029 42,5 20 2,13 52 0,69
1959 II 21.882 25,7 17 1,51 33.800 39,7 24 1,65 60 0,14
1963 25.217 28,2 19 1,48 37.021 41,4 24 1,73 60 0,24