Morgunblaðið - 22.04.2016, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Taktu
bílinn með
til Færeyja og Danmerkur 2016
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 74.500
Bókaðu
núna!
Bókaðu
snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir
í sumar.
Vegna mikillar sölu vantar okkur
fasteignir á höfuðborgarsvæðinu,
á söluskrá.
Ef þú ert í söluhugleiðingum,
endilega hafðu samband sem fyrst, í
síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is
Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign,
hafðu samband í síma 533-4200
eða arsalir@arsalir.is
Ágæti fasteigna
eigandi !
Björgvin Björgvinsson,
löggiltur fasteignasali
Örugg og traust þjónusta í
fasteignaviðskiptum í áratugi.
Margsinnis hefur
verið bent á í blaða-
greinum að undan-
förnu hver óhæfa það
sé að grafa upp forna
kirkjugarðinn við Aðal-
stræti til þess eins að
þoka fyrir risahóteli (á
íslenzkan mælikvarða).
Kirkjugarðar hafa oft
verið „grafnir“, sem
svo var kallað fyrrum,
ef kirkja var lögð af og byggð annars
staðar. Þá voru bein manna öll graf-
in upp og færð að hinni nýju kirkju.
Þessi ákvæði fornra kirkjulaga eru
staðfest af fornleifarannsóknum, svo
sem á Hrísbrú í Mosfellssveit, þeirr-
ar beinafærslu getur í Egils sögu, og
á Stöng í Þjórsárdal. Einnig er þess
getið við kirkjugarð í Sælingsdals-
tungu. Líklegast hefur hinum fornu
ákvæðum þó ekki verið haldið fast
fram er aldir liðu.
Í seinni tíð hefur komið fyrir að
kirkjugarðar væru grafnir og bein
færð í nýjan garð. Þannig var í Gufu-
nesi árið 1968 er Áburðarverksmiðj-
an var stækkuð og eins í Þorlákshöfn
er garðurinn þar fannst við nýbygg-
ingar en hafði verið týndur lengi. Þá
voru lagaákvæði hvergi
nærri svo föst um með-
ferð slíkra kirkjugarða
og beina úr þeim sem
nú er, og segja má að
almenningsálitið hafi
þá látið sig minna varða
varðveizlu fornminja. Í
ófá skipti hafa komið
upp mannabein á bæj-
um þar sem kirkjur
voru fyrrum og hefur
þá verið með þau farið
á ýmsan hátt.
Gamli Vík-
urkirkjugarður er þar sem menn
hafa kallað „hjarta Reykjavíkur“, í
miðjum kjarna borgarinnar. Honum
var lengi takmarkaður sómi sýndur
sem slíkum. Schierbeck landlæknir
fékk að gera þar trjágarð sem enn
má sjá, en umhirða hans hefur síðan
verið með ýmsu móti og oft heldur
slæm. Um hríð voru götur í kráku-
stígum um garðinn og blómabeð af-
mörkuð með hraunsteinum. Marg-
sinnis hefur verið grafið í og
umhverfis garðinn fyrir lögnum og
þá oft raskað grafarró. Eitt sinn var
stytta, sem vera skal til minnis um
Skúla fógeta, sett niður einmitt þar
sem menn ætla að kór kirknanna
hafi verið. Við framkvæmdir á 6. ára-
tugnum kom upp mikið af manna-
beinum og þeim kastað upp á skurð-
bakka. Var sagt í blöðum að
einhverjir hefðu hirt þar höfuðkúpur
úr uppgreftinum til að eiga. En þetta
eru ekki rök fyrir frekari röskun og
má nú vera nóg komið.
Í hinni miklu hótelvæðingu lands-
ins nú á að koma hér hótel og mun
nýbygging þess ná inn í kirkjugarð-
inn forna. Því er nú verið að grafa
upp legstaði fólks, þó af vandvirkni
og fyllstu aðgát og má sjá myndir af
því í blöðum. Svo virðist hins vegar
sem yfirvöld er leyfðu nýbyggingar
hafi ekki gert sé grein fyrir að
kirkjugarðurinn næði inn á bygging-
arreit hótelsins og hefði það þó mátt
vera augljóst af aðgengilegum heim-
ildum. Í þokkabót kvað eiga að
ganga inn í hótelið yfir kirkjugarð-
inn og hlýtur því að verða þar mikil
ös fólks og aukin bílaumferð um
þröngt Aðalsræti. Kirkjugarðar
voru fyrrum nefndir „helgir reitir“.
Svo er nú komið að hvarvetna sem
talað er um ferðamennsku býsnast
menn yfir því ofurkappi sem virðist
vera lagt í sífellda fjölgun ferða-
manna, auknar hótelbyggingar og
þá ekki sízt í miðborg Reykjavíkur
þar sem ferðamennska og hótel-
byggingar beinast helzt að því að
ryðja brott sem mestu af hinni
gömlu byggð borgarinnar, og hefur
það tekizt að miklu marki víða. Í
staðinn koma hótel, minjagripabúð-
ir, búllur og veitingahús. Menn vilja
fá fleiri ferðamenn, en þó er sam-
tímis kvartað undan landskemmdum
af fjölda ferðamanna, ófögrum
timburpöllum og göngupöllum sem
skemmi náttúrulega ásýnd landsins.
Menn vilja bæði sleppa og halda.
Enn er tími til að koma í veg fyrir
þessi spjöll í miðborginni í Reykja-
vík. Ætla mætti að nú sé nóg komið
af ferðamannahótelum í sjálfum mið-
bænum. Við Aðalstræti eru þrjú hót-
el, og fjögur ef fer sem horfir með
Herkastalann, við Kirkjustræti (og
Thorvaldsensstræti) á nú að koma
eitt, við Kirkjutorg er eitt, tvö eru
við Pósthússtræti, eitt er að koma í
Hafnarstræti og annað í Lækjar-
götu, eitt kemur við Kalkofnsveg og
eitt við Tryggvagötu. Allt gríðarstór
hótel á okkar mælikvarða.
Það mætti þyrma borginni við hót-
eli í kirkjugarðinum og laga hann
frekar til svo að hann geti orðið fal-
legur og friðsæll minningarreitur
um liðnar kynslóðir en ekki
umferðarreitur töskudragandi
ferðamanna. Reyna mætti að bæta í
nokkru fyrir þau spjöll sem orðið
hafa með útþurrkun minnismerkja
úr garðinum. Hér má ekki láta pen-
ingaöflin fara sínu stjórnlaust fram í
miðborg Reykjavíkur. Ferðamenn
kváðu nú orðnir nær sexfaldur íbúa-
fjöldi landsins og þarf að flytja inn
fólk til að annast þá, straumurinn
orðinn okkur landsmönnum óviðráð-
anlegur.
Víkurkirkjugarður
Eftir Þór
Magnússon » Í hinni miklu hótel-
væðingu landsins nú
á að koma hér hótel og
mun nýbygging þess ná
inn í kirkjugarðinn
forna.
Þór Magnússon
Höfundur er fyrrverandi þjóðminja-
vörður.
Í gamla daga heyrði
maður oft menn og
konur segja þegar ein-
hverjir sýndu öðrum
yfirgang og ósanngirni:
„Svona gerir maður
ekki, maður er nú einu
sinni kristinn.“ Það eru
sennilega liðin 25 ár
síðan ég heyrði síðast
svona tekið til orða.
Það er ótrúlegt
hvernig hægt er að einangra sumt í
þjóðfélagsumræðunni, taka það út úr
öllu eðlilegu samhengi og hamra á því
neikvæðasta sem tengist atriðinu þar
til fjöldinn hendir frá sér allri dóm-
greind og trúir áróðrinum. Fjöl-
miðlar ganga gjarnan í fararbroddi í
áróðurshernaðinum og fréttamenn
sem ættu að gæta hlutleysis vegna
stöðu þess fjölmiðils sem þeir starfa
við ganga gjarnan fremstir í flokki
hlutdrægni og ófaglegra vinnu-
bragða.
Þessi áróðurstækni er slungin og
auðvelt að láta blekkjast og fljóta
með. Þeir sem standa fyrir áróðr-
inum gera „grýlu“ úr málefninu og
grýlan er tákngervingur þess sem er
réttlaust og réttdræpt. Grýlan er
leidd fram til grýtingar og dómstóll
götunnar sér um að framfylgja dómn-
um sem er aftaka án dóms og laga.
Gott dæmi um þetta er umræðan
um inneignir ráðamanna í svo nefnd-
um skattaskjólum erlendis. Grýlan er
svo mögnuð að ekki er tekið gilt þó
fjáreignirnar séu taldar fram til
skatts og greidd tilskilin gjöld af inni-
stæðunum lögum samkvæmt. Áróð-
ursherinn flæðir yfir allar slíkar út-
skýringar og étur þær jafnharðan
eins og engisprettur gras á akri.
Jafnvel heyrist sagt að það skipti
ekki máli hvort farið er að lögum eða
ekki, svo sjúk getur umræðan orðið.
Gott er að líta yfir sviðið frá víðu
sjónarhorni. Stöndug fyrirtæki sem
hefja rekstur sinn á Íslandi flytja
starfsemi sína til útlanda og þar með
atvinnu og skatta og telja með því
hag fyrirtækisins betur borgið. Svo
virðist sem almenningi finnist þetta
réttlætanlegt.
Einstaklingar sem þegið hafa
skólagöngu sína á kostnað íslenska
samfélagsins setjast að erlendis að
námi loknu og sumir þeirra eiga aldr-
ei eftir að endurgjalda uppeldi sitt
með skattgreiðslum til samfélagsins
hér heima. Þetta virðist þykja sjálf-
sagt og eðlilegt.
Skoðum þann samanburð sem
kannski er nærtækastur. Fjöldi Ís-
lendinga á fasteignir á erlendri grund
sem kosta stórar fjárhæðir. Í um-
ræðunni er ekkert amast við slíku
enda skilar fasteignin sjálfsagt ein-
hverjum aurum í eignaskatt til rík-
issjóðs. Eignin er talin fram til skatts
og allt er lögum samkvæmt. Aldrei
hef ég heyrt nokkurn mann kalla
eignir í þessari stöðu skattaskjól.
Svo er það maðurinn sem á pen-
inga í banka á Tortóla. Hann gefur
upphæðina upp á skattframtali sínu
og greiðir lögboðin gjöld
af inneigninni til Ís-
lands.
Þá hefst apaspilið.
Austurvallarherinn er
allt í einu mættur á stað-
inn „Þú þarna bölvaður
glæpahundurinn þinn
með allar þínar afla-
ndskrónur sem svíkur
þjóð þína og „platar“
skattstjórann til að
segja að þú gefir „þýfið“
upp til skatts, snáfaðu í
burtu frá mínu syndlausa augliti.“
Ekkert virðist hugsað út í það að sá
sem á peningana getur á einum degi
breytt þeim í fasteign og komið sér í
allt aðra stöðu.
Það að menn skuli fordæmdir fyrir
að eignir þeirra erlendis eru í mis-
munandi formi er varla sanngjarnt að
öðru jöfnu. Ekki er réttlátt að ráð-
herrar og aðrir sem gera sín skatta-
skil samkvæmt lögum eigi allt sitt
undir dómstóli götunnar. En auðvitað
gefa þeir höggstað á sér í um-
ræðunni, sem þvælast inn á „hand-
sprengju-svæði“ fjármálaheimsins.
Ef lög eru sniðgengin gilda allt
önnur viðhorf. Banki sem tekur á
móti peningum til vörslu og ávöxt-
unar ætti að vera ábyrgur sé um
ólöglegan feluleik varðandi með-
höndlun fjárins að ræða. Við-
skiptavinur bankans á ekki einn að
taka skellinn af óvönduðum vinnu-
brögðum fjármálastofnunar sem
sniðgengur skattalög, þó svindlið sé
hugsað í hans þágu.
Alger tvískinnungur hefur verið
hér í umræðunni og að kalla það lýð-
ræði að ætla að flæma réttkjörna rík-
istjórn frá völdum sem er með trygg-
an meirihluta á þingi er náttúrlega
ekkert annað en ofbeldi og „sýrlensk
aðferðafræði“ til að knýja fram kosn-
ingar.
Mótmæli eru eðlileg þar sem ein-
ræði ríkir og kosningar eru snið-
gengnar, en menn verða að kunna að
gera greinarmun á mótmælum og
skrílslátum. Ef skrílslætin, sem nú
eru látin helga málefnið, eftir að skipt
var um forsætisráðherra, verða til
þess að ríkisstjórnin hrökklast frá áð-
ur en kjörtímabilinu lýkur þá skal
stjórnarandstaðan, sem túlkar ólætin
sem lýðræði, athuga að réttkjörnar
ríkisstjórnir munu varla hér eftir
sitja út kjörtímabilið.
Afkristnunin í þjóðfélaginu mun
sjá um að viðhorfið „líku skal líkt
launa“ verður ráðandi viðhorf sem
smám saman étur upp hefðbundna
lýðræðislega starfshætti og enginn
segir „Við erum nú einu sinni kristin
þjóð“.
Ég bið Íslendingum Guðs friðar.
Lýðræði á fylleríi
Eftir Ársæl
Þórðarson
Ársæll Þórðarson
» Jafnvel heyrist sagt
að það skipti ekki
máli hvort farið er að
lögum eða ekki, svo sjúk
getur umræðan orðið.
Höfundur er húsasmiður.
Að sjálfsögðu er gott að heyra að
mikill uppgangur sé víða í þjóð-
félaginu, en er raunveruleikinn
eins glæsilegur og af er látið ?
Alla vega heyrist að skuldir séu
víða miklar í rekstrarumhverfinu
og því megi lítið út af bera svo illa
geti farið.
Nauðsynlegt er að við sýnum
meiri fyrirhyggju en oft áður og
byggjum upp á traustum grunni í
stað froðuuppbyggingar eins og
árin fyrir hrun.
Snæddar voru gullkryddaðar
steikur og drukkin eðalvín til að
fagna miklum gróða og kerfið stóð
agndofa yfir rekstrarsnilldinni þar
til raunveruleikinn kom í ljós.
Vonandi erum við ekki að sigla
inn í svipað rekstrarumhverfi á ný
með ýmsum hremmingum sem
slíku fylgir.
Eftir stóð almenningur með
himinhá íbúðarlán, okurvexti,
verðlaus hlutabréf, atvinnuleysi og
fleiri skakkaföll meðan fyr-
irhyggjufólk seldi sín hlutabréf í
tíma og lagði afraksturinn inn á
verðtryggða reikninga sem síðan
voru tryggðir upp í topp af stjórn-
völdum meðan aðrir misstu allt
sitt.
Fólk sem vill byggja upp
af raunsæi.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Er froðuuppbygging
í uppsiglingu ?