Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 ✝ Sigríður Magn-úsdóttir fæddist á Ísafirði 14. júní 1924. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 16. apríl 2016. Sigríður var dótt- ir Magnúsar S. Guð- jónssonar sjómanns, f. 1896 á Ísafirði, og Guðbjargar Sum- arliðadóttur frá Bolungarvík, f. 1898. Þau skildu. Sigríður var önnur í röð fimm alsystkina. Þau eru Sveinn Sum- arliði, látinn, Soffía, Jóna, látin, og Sóley, látin. Hálfsystkinin samfeðra eru: Karl Höfðdal, Þór- ir, Hrefna, Ragna Jóna og Guð- jón, látinn. Sigríður giftist Jóhanni Krist- jáni Árnasyni, f. 23. mars 1923, þann 20. ágúst 1948. Börn Jóhanns og Sigríðar eru: 1) Laufey, gift Skúla Gunnari Böðvarssyni, eiga þrjú börn: 1a) Mörtu Maríu, gift Arnóri Árnasyni, eiga þau tvö börn. 1b) Hjördísi Ýri, gift Þórarni Þórarinssyni, eiga þau þrjú börn. Sigríður fæddist á Ísafirði. Hún ólst upp að hluta til hjá afa sínum og ömmu á Ísafirði. Hún unni Ísafirði og talaði um fegurð fjallanna, lífið fyrir vestan og sjó- mennskuna. Eftir fermingu var hún hjá Magnúsi föður sínum og síðari konu hans, Kristjönu Guð- jónsdóttur á Patreksfirði, en Magnús var sjómaður á Patreks- firði. Hún nam við Húsmæðraskól- ann að Staðarfelli. Sigríður flutti til Reykjavíkur og starfaði sem saumakona hjá Últíma. Á þessum árum kynntist hún ástinni í lífi sínu, Jóhanni. Sigríður og Jóhann hófu bú- skap í Skipasundi en fljótlega byggðu þau hús að Njörvasundi 30 og bjuggu þar allan sinn bú- skap þar til Jóhann lést árið 2012, frá þeim tíma bjó Sigríður á Hrafnistu Sigríður vann við ýmis störf, t.d. ræstingar, hjá Fönn, LSH og lauk starfsævinni við versl- unarstörf í Miklagarði. Mörg börn fengu að dvelja hjá þeim hjónum um lengri eða skemmri tíma. Hún lagði þeim lið sem minna mega sín. Hún hafði unun af söng og ferðalögum og var mikil garð- yrkjumanneskja . Útför Sigríðar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 22. apríl 2016, og hefst kl. 13. 1c) Jóhann Böðv- ar, kvæntur Guð- rúnu Hinriksdóttur, þau eiga tvö börn. 2) Árni for- stöðumaður, kvænt- ur Theódóru Þór- arinsdóttur, eiga þau tvö börn: 2 c) Jóhann Inga og 2 d) Arnhildi Sjöfn. Fyrir á Árni 2 a) Andrés Heimi, í sambúð með Berglindi Rósu Hall- dórsdóttur, eiga þau einn son. 2 b) Söndru Theodóru, í sam- búð með Einari Jónssyni, eiga þau eina dóttur. 3) Kristján framkvæmdastjóri, kvæntur Jóhönnu Jennýju Bess Júlíusdóttur, eiga þau þrjú börn: 3a) Söru Björk, gift Magnúsi Finnbjörnssyni, eiga þau þrjú börn. 3 b) Elínu Sigríði, í sambúð með Pálma Þór Erlingssyni, eiga þau þrjá syni. 3c) Lilju Rún, í sambúð með Andra Fannari Helgasyni. Kristján á soninn 3 d) Tómas Huga. Farinn ert á friðarströnd frjáls af lífsins þrautum. Styrkir Drottins helga hönd hal á ljóssins brautum. Englar allir lýsi leið lúnum ferðalangi. Hefst nú eilíft æviskeið ofar sólargangi. (Jóna Rúna Kvaran) Í dag kveð ég kæra tengda- móður mína, minningar streyma fram, flestar kalla þær fram bros og þá hugsun: „Já, hún var alveg ótrúleg kona.“ Hún var mér stoð og stytta og börnum mínum frá- bær amma. Amma Sigga og afi Jói komu í heimsókn til okkar Árna á hverj- um sunnudegi klukkan 11, vildu eingöngu molasopa því ávaxta- grauturinn beið heima, tilgangur komunnar var sá einn að leika við og hitta barnabörnin. Þau eign- uðust vin í ömmu. Stundirnar í Njörvasundi voru einnig ófáar og þar dugði ekki molasopinn heldur stór stafli af heimsins bestu pönnukökum. Stóri garðurinn var vel nýttur – amma spilaði þar fót- bolta og krikket, meðan við sátum og nutum þess að vera í vel hirt- um og glæsilegum garði sem Sigga og Jói sinntu af alúð. Mér reyndist hún ávallt vel, vildi allt fyrir mig gera og móður minni tók hún opnum örmum og voru þær góðar vinkonur. Tengdamóðir mín var engri lík, hún var með ríka réttlætiskennd, einlæg, hraust og sterk, hafði djúpa hjartahlýju og ást. Ég mun minnast hennar af mikilli virð- ingu, en kveð nú með sorg í hjarta og þakklæti fyrir allt. Theódóra. Nú er hún búin að yfirgefa þennan heim, hún amma Sigga eins og hún var kölluð af barna- börnum og barnabarnabörnum. Efst í huga eru fagrar og góðar minningar um þessa einstaklega ljúfu konu sem helst mátti ekkert aumt sjá. Fyrir rúmlega hálfri öld, er fyrstu fundum okkar bar saman, kynntist ég einstaklega yndislegri konu sem varð tengda- móðir mín og eiginlega móðir til nærri 30 ára, eftir að móðir mín lést. Það viðmót sem mætti mér við þessi fyrstu kynni breyttist ekki gegnum árin, en kannski var það hluti af viðhorfinu gagnvart mér, sem var að eltast við dóttur hennar, að ég átti ættir að rekja vestur á Patró. Eitt af því sem einkenndi hana og kynslóðina sem hún tilheyrði er ættrækni og ræktun vináttu. Þetta einkenndi þau bæði hjónin, sem ræktuðu fjölskyldubönd og vináttubönd frá fornu fari og heimsóknir til þeirra í Njörva- sundið gáfu ávallt eitthvað gott af sér. Hjá þeim voru þessar heim- sóknir mikilvægar og pönnuköku- staflinn stækkaði með hverju árinu. Það voru hefðir í kringum þetta, ávallt var komið á fimmtu- dögum í heimsókn í Hafnarfjörð- inn og síðar í Garðabæinn, en oft á laugardagskvöldum var bræðra- hittingur eða stund með Jóni og Möggu og fleirum. Þetta var heil- agur tími fyrir þá sem þátt tóku og gleðin var fölskvalaus. Á sinni löngu ævi var hún ætíð kletturinn í iðu lífsins, hvort sem var í gleði, sorgum, andstreymi eða vel- gengni. Á þeim tíma sem leiðir okkar hafa legið saman heyrði ég aldrei hana hallmæla nokkrum manni og hún reyndi ávallt að finna það jákvæða hjá öllum. Hún var af vestfirskum kjarnaættum og sótti styrk í þá lífsbaráttu sem háð var á þeim tímum sem hún var að alast upp. Hún var blíð og einstaklega lagin við börn og þau löðuðust að henni og er söknuður afkomenda hennar mikill, því þrátt fyrir háan aldur var hún ávallt tilbúin að leika með börn- unum en ekki bara leika við þau. Heimilið þeirra afa Jóa í Njörva- sundinu var einhvern veginn mið- punktur alheimsins og þar undu þau sér vel og bjuggu í nærri 60 ár. Garðurinn var hennar ær og kýr, hún sá um að hann var vel hirtur með fallegum blómum, runnum trjám og flottum beðum. Gaman höfðu þau af ferðalög- um innan- og utanlands. Minnis- stætt er fyrsta ferðalagið erlendis sem var í tilefni 50 ára afmælis hennar, og þetta varð ekki neitt venjulegt ferðalag, farið var um þvera og endilanga Evrópu, mikið keyrt og skoðað. Eftir það voru margar ferðir farnar á sólar- strendur þar sem þeim leið vel, oftast voru vinir eða ættingjar með í för og gleðin réði ríkjum. Innanlands ferðuðust þau líka talsvert, vítt og breitt um okkar fallega land, margar ferðir fórum við saman og minnisstæð er ferð um Vestfirðina. Þá var hún á heimavelli, þekkti allt landið og fræddi okkur um hvað eina sem fyrir augu bar. Mjög oft fengu barnabörnin að koma með og þá var nú fjör í bílnum hjá afa og ömmu. En nú er komið að kveðju- stund og langri ævi lokið. Ég vil þakka samfylgdina, sem var ein- staklega ljúf og góð; aldrei bar skugga á samskipti okkar. Góð kona er gengin, blessuð sé minn- ing hennar. Þinn tengdasonur, Skúli Gunnar Böðvarsson. Elsku amma, það var mér mikil gæfa í lífinu að hafa fengið að eiga þig sem ömmu. Heima hjá ykkur afa í Njörvasundinu átti ég mér annað heimili. Til ykkar gat ég alltaf leitað og ávallt voruð þið boðin og búin að gera allt fyrir mig. Þú sást til þess að mig skorti ekkert og að ég hefði það gott. Ég fann nýlega bréf sem þú sendir mér fyrir 13 árum þegar ég bjó í Svíþjóð og með því hafðir þú látið fylgja pening og þau fyrirmæli að ég ætti að kaupa mér dúnúlpu sem andaði. Mér finnst þessi litla saga svo lýsandi fyrir umhyggju- semi þína. Þú varst mér alltaf svo góð og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Ég mun ávallt halda í minningu þína, elsku amma mín, og allra stundanna okkar saman. Það var hvergi notalegra að vera en við eldhúsborðið hjá þér. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hvíldu í friði, elsku amma. Þín Sandra. Fyrsta minning okkar um ömmu Siggu er ábyggilega þar sem hún stendur í eldhúsinu með skálina fulla af deigi en pönnu- kökustaflinn ekki eins stór og deigið gerði ráð fyrir. Eldhúsið fullt af reyk og ilm af nýsteiktum pönnukökum. Fyrir þá sem ekki vita eru sjóðheitar upprúllaðar sykurpönnsur einstaklega ljúf- fengar – en pönnukökurnar henn- ar ömmu Siggu voru bara heims- ins bestu pönnukökur. Þannig var það bara. Við máttum alltaf stelast í pönnsurnar hennar ömmu, vorum aldrei skömmuð fyrir það og reyndar ekki skömm- uð fyrir neitt hjá henni. Það var alltaf svo einstaklega ljúft að koma til ömmu og afa í Njörva- sundið. Þau voru alltaf til staðar og gáfu sér alltaf tíma. Lífið í Sundinu eða Njörvóinu, eins og við kölluðum heimilið þeirra iðu- lega, var á öðrum hraða. Þegar við vorum börn var alltaf tími til að leika, renna sér niður stigann, í skúrnum eða leika úti í ævin- týralega fallega garðinum. Við komum þar við, helst um hverja helgi, í kaffi hjá ömmu. Njörva- sundið var eins konar samkomu- staður fjölskyldunnar allt frá upphafi búskapar afa og ömmu. Það ber að þakka og þess söknum við. Þangað var alltaf hægt að leita, fá ráð eða bara gleyma stað og stund. Amma hafði líka unun af því að taka á móti okkur, hvort sem það var í eldhúsinu, stofunni eða dásamlega sólskýlinu hennar og afa Jóa. Í sólskýlinu var alltaf gott veður á sumrin og gott að fara með kaffið út. Garðurinn hennar var algjört augnayndi og var gaman að fylgjast með henni hlúa að rósunum sínum, sem voru hennar ær og kýr, eða snyrta beðin og setja niður sumarblóm. Amma og afi áttu það fallega góða áhugamál sameiginlegt að rækta garðinn og gerðu það vel. Þar var líka hægt að fá sér rab- arbara allt sumarið og tína rifs- ber langt fram á haust. Það þarf ekki að taka það fram að afleggj- arar þessara plantna eru komnir víða um land, þó að ekki gangi eins vel og hjá ömmu Siggu og afa Jóa að bera ávöxt. Amma var einstök manneskja og minningar af henni og afa munu ylja okkur alla tíð. Amma Sigga var svo þolinmóð og ljúf við bæði okkur sem börn og við börn okkar, barnabörn hennar. Það var allt einhvern veginn svo fal- legt í kringum hana, kyrrlát. For- stofan í Njörvóinu var full af ótrú- legum ævintýrum, geymslan undir stiganum geymdi ótrúleg- ustu ævintýri og þvílíka góðgætið og dótið sem hún átti var ekki líkt neinu öðru dóti – hver leyfir börn- unum að leika sér að gömlu saumavélinni sinni, sem þó var enn í notkun. Það gerði amma Sigga. Elsku amma Sigga. Það er með þakklæti sem við kveðjum þig í dag. Þakklæti fyrir að hafa alltaf átt tíma fyrir okkur, þakk- læti fyrir öll góðu ráðin, þakklæti fyrir að vera okkur svona góð fyr- irmynd. Þú kenndir okkur að við ættum aldrei að fara að sofa ósátt við maka okkar, það hefðuð þið afi Jói aldrei gert. Hvíl í friði, elsku amma Sigga. Hjördís Ýrr, Jóhann Böðvar og Marta María. Margt kemur upp í hugann þegar við minnumst elsku Siggu, ömmu okkar. Hún var alltaf svo ljúf og góð við okkur systurnar. Ávallt var tekið á móti okkur í Njörvasundinu með einstakri hlýju og væntumþykju. Við eigum svo margar minningar um góðar stundir með ömmu og afa. Við dvöldum ófáar helgar hjá þeim og þá var sko dekrað við okkur. Allt var látið eftir okkur. Samveran með ömmu og afa setti ógleyman- legan svip á æskuárin. Stundum fengum við að fara upp á háaloftið og þar var annar heimur með gömlum munum. Þar var lykt af gamalli fortíð og við gátum gleymt okkur tímunum saman. Kompan var búrið hennar ömmu og þangað stálumst við oft og kíktum á allar sultukrukkurn- ar, kruðeríið og gosið eftir stór- innkaupin. Sunnudagarnir voru heilagir, þá hittumst allir í Njörvóinu og Sigga amma bakaði heimsins bestu pönnukökur sem við minn- umst með bros á vör. Garðurinn var skrúðgarðurinn hennar ömmu og afa en þar vor- um við oftar en ekki eins og prins- essur í aðalhlutverki. Amma var sú allra besta amma sem hægt var að hugsa sér, hún var alltaf til í að leika við okkur, hjálpa okkur með allar tomból- urnar, fara í höfrungahlaup eða fara í hlutverkaleiki. Hún var eins og hún væri ein af okkur stelp- unum; því munum við aldrei gleyma. Elsku Sigga amma, nú ertu komin aftur til Jóa afa og þið sam- einuð á ný. Guð blessi minningu þína, elsku amma okkar. Við minnumst þín og munum sakna þín sárt. Þínar ömmustelpur, Elín Sigríður, Lilja Rún og Sara Björk Kristjánsdætur. Okkur langaði að kveðja hana Siggu „systur“ með nokkrum orð- um. Hún var móðursystir Krist- jönu Þórdísar, úr stórum hópi systkina sem héldu ástríku sam- bandi þrátt fyrir að hafa sum hver alist upp aðskilin. Sigga var einstaklega glaðvær og hlýleg við okkur frá fyrstu tíð. Hún tók öllum vel. Hennar ein- kenni var léttleiki og hún var dá- lítið stelpuleg alveg fram undir það síðasta. Alltaf stutt í bros og hvatningarorð. Þegar við hitt- umst var hún alltaf sérlega áhugasöm um hvað við og okkar fólk vorum að gera. Hún Sigga fylgdist vel með okkur þrátt fyrir að við hittumst stopult og að hún ætti stóra fjölskyldu og frænd- garð. Okkur þótti alltaf vænt um þetta og hlökkuðum til að hitta hana þegar tækifæri gafst. Með fráfalli Siggu fækkar í hópnum að vestan sem okkur þykir svo vænt um. Við kveðjum hana með hlýju og þökkum kær- lega fyrir allar þær góðu minn- ingar sem nú eru ofarlega í huga. Kristjana Þórdís og Jóhannes Karl. Sigríður Magnúsdóttir HINSTA KVEÐJA Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hvíl í friði, elsku besta amma Sigga. Þín Úlfur, Breki, Rán, Margrét Laufey, Skúli Snær, Óskar Már og Laufey Katrín. Það er komið að óvæntri kveðju- stund, Ásdís móð- ursystir mín er far- in á annan stað. Það er margs að minnast eftir kynni okkar í rúm- lega hálfa öld. Ég er þakklát fyr- ir að hafa átt þessa góðu konu fyrir frænku. Lífsgleði og kátína Sigrún Ásdís Jónsdóttir ✝ Sigrún ÁsdísJónsdóttir fæddist 5. desem- ber 1955. Hún lést 19. mars 2016. Ásdís var jarð- sungin 7. apríl 2016. einkenndu hana ekki síður en tryggð og væntum- þykja. Hún fylgdist alltaf vel með okkur krökkunum, syst- kinabörnunum og síðar með börnun- um okkar. Eitt af því sem Ásdís gerði var að hringja alltaf á afmælisdögum og syngja afmælis- sönginn fyrir okkur í símann. Ég man aldrei eftir að það hafi klikkað hjá henni. Takk fyrir það. Við brölluðum ýmislegt þegar við vorum litlar og ekki síður þegar hún unglingurinn, með mig krakkann með sér, sýndi mér lífið á Akureyri. Það var gaman að fá að vera í nokkra daga í Sólvöllunum hjá afa og ömmu, Ásdísi og Denna. Ég svaf þá uppi í rúmi hjá henni frammi í borðstofu og oft þurfti amma að koma og þagga niður í okkur áður en maður sofnaði undir þykkri og þungri dúnsænginni. Við lékum okkur úti, fórum í bæinn og skoðuðum í búðir og stundum fórum við í bíó. Hún var ekkert að ergja sig yfir því í bæjarferðunum að ég þurfti æv- inlega að fara nokkrar ferðir í rúllustigann í Kaupfélaginu og nokkrar bunur með lyftunni í Amaró-húsinu, hún kom bara með. Stundum um helgar bauð afi okkur í bíltúr, þá var keyrður bryggjurúnturinn og svo upp að steypustöðinni uppi í fjalli á Ak- ureyri, stundum var komið við hjá andapollinum. Mér er líka minnisstætt fyrir ein jólin þeg- ar við fórum saman í leiðangur að kaupa jólagjafir. Við roguð- umst með fulla poka af gler- flöskum inn í bæ, seldum þær og gátum keypt helling af litlum álfum eða jólakörlum úr gifsi sem hentuðu fjárhag okk- ar afar vel. Það var líka gaman þegar hún kom út á Dalvík í heimsókn, við fórum þá oft á bryggjuna að veiða eða í berja- mó. Svo liðu árin, fjarlægðin milli okkar jókst, það var samt alltaf gaman að fá heimsóknir og símtöl. Við tökum upp þráðinn seinna. Farðu í friði, elsku frænka, ég þykist vita að afi og amma taki spennt á móti þér og leggi þér lífsreglur á nýjum stað. Maríanna. Ég mun ávallt varðveita minn- inguna um þig sem móður. Nú eru bráðum komin tvö ár síðan þú kvaddir heiminn. Ég kem oft við hjá leiði þínu og ég finn að þú ert ávallt við hlið mér, elsku mamma, ég sakna þín. Magnea Sigurðardóttir ✝ Magnea Sig-urðardóttir fæddist 15. ágúst 1953. Hún lést 14. ágúst 2014. Magn- ea var jarðsungin 21. ágúst 2014. Ég sakna þín móðir og sárt ég finn hve sorgin var djúp og breið, þá einn með sáran söknuð minn, ég söng og grét um leið. (EJE) Elsku móðir mín kær, ætíð varst þú mér nær, ég sakna þín, góða mamma mín. Já, mild var þín hönd er um vanga þú straukst, ef eitthvað mér bjátaði á. Við minningu um þig geymum og aldrei við gleymum, hve trygg varst þú okkur og góð. Við kveðjum þig, mamma, og geymum í ramma í hjarta okkar minningu um þig. (Gylfi V. Óskarsson) Josie Kolbrún Cordel. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.