Morgunblaðið - 22.04.2016, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016
✝ Guðrún Guð-jónsdóttir
fæddist í Hrygg,
Hraungerð-
ishreppi, 15. ágúst
1927. Hún lest á
Hrafnistu 15. apríl
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Guðjón Sig-
urðsson frá Hrygg,
f. 15. júlí 1883, d.
23. júní 1972, og
Kristín Lára Gísladóttir frá
Króki í Hraungerðishreppi, f.
11. júlí 1894, d. 16. október
1955.
Guðrún var næstyngst níu
systkina en þau eru: Guðmunda,
f. 15. ágúst 1914, d. 30. maí
1991, gift Ólafi Ögmundssyni.
Sigurður, f. 27. apríl 1916, d. 10.
september 1988, kvæntur Olgu
Sophusdóttur. Gísli, f. 17. ágúst
1917, d. 4. júní 2007, ógiftur.
Ásta, f. 17. ágúst 1917, d. 17.
febrúar 1996, ógift.
Guðlaug, f. 18. mars 1919, d.
1. desember 1935, ógift. Ágúst,
f. 1. ágúst 1920, d. 26. febrúar
eru: Aþena Lind, París Anna,
Apríl Ósk, Perla Mary og Atl-
anta Dís.
3. Kristín Lára Ragn-
arsdóttir, f. 8. maí 1952, d. 1.
maí 1996, maki Hörður Harð-
arson og dóttir þeirra er Guð-
rún Harðardóttir.
4. Bjarni Ragnarsson, f. 1954,
d. 1954. 5. Guðrún Björg
Ragnarsdóttir, f. 1. apríl 1960,
gift Lárusi Ragnarssyni, börn
þeirra eru Harpa Sjöfn, maki
Kjartan Þór Kjartansson, sonur
þeirra Rökkvi Blær, Ragnar
Kristinn og Sigrún Kristín.
Guðrún ólst upp í Hrygg þar
var sem hún tók þátt í búskapn-
um og stundaði handavinnu og
saumaskap. Hún fór í Hús-
mæðraskólann á Laugarvatni
og flutti síðan til Reykjavíkur
með manni sínum Ragnari
Bjarnasyni, þau bjuggu í Eikju-
vogi alla tíð meðan Ragnar lifði.
Ragnar var trésmiður og al-
þýðulistamaður og einkenndist
umhverfi þeirra af listaverkum
hans. . Guðrún vann mestan
hluta úr lífi sínu heima við, en
þar að auki vann hún bæði í fiski
og á saumastofu.
Eftir fráfall Ragnars kynntist
hún Sigurði Ólafssyni. Útför
Guðrúnar verður gerð frá Foss-
vogskirkju í dag, 22. apríl 2016,
og hefst athöfnin klukkan 13.
2002, kvæntur
Ólöfu Kristjáns-
dóttur. Pétur, f. 12.
desember 1922, d.
1. desember 1990,
kvæntur Önnu Lilju
Lárusdóttur. Þor-
björg, f. 10. júní
1931, ógift.
Börn Guðrún
eru:
1. Áslaug Harð-
ardóttir, f. 30. októ-
ber 1946, börn hennar eru:
Hörður Óli Guðmundsson
kvæntur Kristínu Jóhanns-
dóttur, börn þeirra eru: Guð-
mundur Helgi, dóttir hans Sif,
Jóhann Guðni, Elías Svanur og
Kristrún Urður. Guðmunda
Helga Guðmundsdóttir, maki
Garðar Guðmundsson, börn
þeirra eru: Guðmundur Bene-
dikt og Guðrún Olga.
Guðrún giftist síðan Ragnari
Bjarnasyni, f. 28. október 1909,
d. 5. desember 1977, og börn
þeirra eru: 2. Guðjón Þór Ragn-
arsson, f. 21. mars 1951, sonur
hans Elvar Daði, dætur hans
Elsku besta mamma mín.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Með þessum orðum kveð ég
þig, mamma mín. Takk fyrir allt.
Þín Björg.
Ég kynntist Guðrúnu tengda-
móður minni þegar ég var 18 ára
en það var þegar Björg dóttir
Guðrúnar og ég byrjuðum að
draga okkur saman.
Um Guðrúnu get ég sagt að
hún er sennilega besta mann-
eskja sem ég hef kynnst á æv-
inni, hún tók mér strax ótrúlega
vel og milli okkar var góður vin-
skapur alla tíð. Aldrei heyrði ég
hana hallmæla neinni mann-
eskju. Hún dró fram allt það
besta í fólki. Þín er sárt saknað af
fjölskyldunni, elsku Guðrún.
Kveðja,
Lárus Kr. Ragnarsson.
Elsku fallega og góða amma
mín, ég er ekki ennþá búin að ná
því að þú sért farin frá mér. Það
er sárt að kveðja þig og erfitt að
ráða við tárin sem koma þegar ég
hugsa um þig. Minningarnar sem
ég hef um þig eru ógleymanlegar
og fallegar. Þú ert ein sú besta
manneskja sem ég þekki, betri
vinkonu og ömmu er ekki hægt
að hugsa sér. Ég er svo þakklát
fyrir að hafa verið hjá þér þegar
þú kvaddir þennan heim. Þessi
stund sem við áttum saman, ég,
mamma og þú, að hlusta á öll
uppáhaldslögin þín. Þarna fund-
um við að þú varst sátt við að
fara. Þessi minning er mér dýr-
mæt og mun lifa í hjarta mér alla
tíð. Ég kveð þig með orðunum
sem þú sagðir mér fyrir ekki svo
löngu, að lifa og láta drauma
mína rætast. Hvíl í friði, elsku
amma mín.
Þín
Sigrún Kristín Lárusdóttir.
Elsku amma mín.
Minningarnar hrannast upp í
huga mér. Minningar um virðu-
lega, duglega og glæsilega konu
sem var mér mjög kær, alltaf fín
og brosandi. Minningar um
Eikjuvoginn, kastala í augum
barnsins, gljáfægðar „stórhættu-
legar“ kjallaratröppurnar, íslykt-
ina í geymslunni, rómantísku ris-
íbúðina og harmonikkuhurðirnar
á miðhæðinni. Minningar um
stytturnar í garðinum, tjörnina
og brúna og útigeymslurnar, allt
var þetta algjör ævintýraheimur
og þú drottningin í höllinni.
Minningar um ógleymanlegar
söluferðir, heimsóknir til ætt-
ingja, veislurnar, lopapeysurnar,
kartöflurnar, berin og ég tala nú
ekki um gjafirnar.
Spilamennskan er líka stór
þáttur í minningu okkar Garðars
um ykkur Sigga afa. Oft gistum
við í Seljalandinu eftir gott spila-
kvöld og alltaf spiluðum við sam-
an, amma. Aldrei fannstu að við
mig þó að stundum hefði mátt
ígrunda sagnirnar aðeins betur.
Þannig minnist ég þín, sem ljúfr-
ar og hæglátrar konu sem vildi
öllum vel.
Siggi afi kenndi mér vísu sem
ég hef nú kennt börnunum mín-
um og er hún svona:
Gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleðibros á vanga hennar sjá,
því amma hún er mamma hennar
mömmu
og mamma er það besta sem ég á.
Ekki veit ég eftir hvern hún er
en hún hefur fylgt mér lengi og
minnir mig á þig.
Nú er það mitt að halda minn-
ingu þinni á lofti og segja börn-
unum mínum sögurnar af þér.
Ég veit að það hefur stór hóp-
ur tekið fagnandi á móti þér á
þeim stað sem þú ert á núna og
ég veit líka að það er stór hópur
sem saknar þín mikið þar sem ég
erum nú, en við yljum okkur við
minningarnar um þig.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín.
Guðmunda.
Elsku fallega amma mín, of-
boðslega þykir mér vænt um þig.
Mikið var ég heppin að eiga
svona dásamlega ömmu. Alla tíð
hefur þú verið stór hluti af lífi
mínu. Fyrsta heimili mitt var
heimilið þitt og alltaf stóðu dyrn-
ar opnar þegar ég þurfti á að
halda. Amma, þú varst kletturinn
minn og félagi. Ég mun varðveita
minninguna um þig að eilífu í
hjarta mér.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín,
Harpa Sjöfn Lárusdóttir.
Elsku amma mín, ég kveð þig
með þessu ljóði sem þú söngst
svo oft til mín.
Gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleðibros á vanga hennar sjá,
því amma hún er mamma hennar
mömmu
og mamma er það besta sem ég á.
Í rökkrinu hún segir mér oft sögur,
svæfir mig er dimma tekur nótt,
syngur við mig kvæði fögur,
þá sofna ég bæði sætt og vært
og rótt.
(Björgvin Jörgensson)
Þinn
Ragnar Kristinn Lárusson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem)
Margs er að minnast, margs er
að sakna. Elsku amma Rúna,
núna þegar við fylgjum þér síð-
ustu sporin þyrlast minningarnar
í kollinum. Þið Siggi í sveitinni, að
spjalla og spila. Hjálpa til við
haustverkin eða hvað sem til féll.
Alltaf heilsuðuð þið upp á hús-
dýrin og var sérstaklega fagnað
af heimilishundunum sem fengu
sérlegt kjass og bein sem hafði
verið sett í frysti til að færa hund-
inum. Prjónarnir voru aldrei
langt undan, peysur, sokkar, húf-
ur, vettlingar, það var alltaf verið
að. Svo voru það hringferðirnar
og berjatínsluferðirnar, það var
aldrei dauð stund.
Við fylgdumst spennt með
hvar amma og afi væru stödd
núna. Dugnaðurinn og krafturinn
sem einkenndi ykkur var aðdáun-
arverður.
Börnin föðmuð og kysst og
spilin dregin fram. Fyrsta sprett-
inn var það ólsen ólsen og svo
smám saman eftir því sem þau
uxu var búið að kenna þeim
manna og vist. Litla langalang-
ömmutelpan hún Sif er ekki farin
að spila en hún var svo heppin að
fá að kynnast þér og á eftir að
þekkja langalangömmu af minn-
ingum okkar hinna.
Takk fyrir allt, elsku amma,
við yljum okkur við minningar
um yndislega konu sem kenndi
okkur svo margt.
Hörður Óli, Kristín, Krist-
rún Urður, Elías Svanur,
Jóhann Guðni, Guðmundur
Helgi og Sif.
Guðrún
Guðjónsdóttir
Pabbi.
Hættu að efast!
Treystu þeim Guði,
sem þú
reyndir að kenna mér
að trúa á,
þegar ég var lítil stelpa.
Ég fann að þú varst oft kvíðinn,
og skildi
að þú
trúðir ekki alveg sjálfur.
Einu sinni lastu fyrir okkur börnin þín,
að efinn væri þáttur
í lifandi trú.
Líklega er það rétt,
en stundum þarf
að hætta að efast,
og bara
trúa.
Ég hef verið þér erfið
og látið
eins og óþægur krakki,
þótt ég sé orðin
löngu fullorðin.
Kannski
til að gleyma
að þú
ert ekki lengur
ungur.
Einar
Sigurðsson
✝ Einar Sigurðs-son fæddist 7.
júlí 1922. Hann lést
15. mars 2016.
Útför Einars fór
fram í kyrrþey.
Ég veit
að ég vil
alltaf vera fjögra ára.
Svo að ég geti heimtað
að þú
lesir fyrir mig Blástakk,
upp aftur og aftur
svo ég geti hlegið af
fögnuði
þegar Ása sleppur frá
skessunni.
Til að ég sitji á hnjánum á þér
meðan þú spilar á orgelið,
og geti lært öll lögin
og ljóðin sem þú syngur.
Ég vil leika mér í eldhúsinu
á Eyrarveginum.
Og þegar konan í útvarpinu
syngur:
„ Það syrtir að er sumir kveðja“
ákveð ég
að það er ekki
verið að meina ykkur mömmu,
því ég vil trúa
að þið séuð eilíf.
Sortinn
sem fylgdi dauða þínum
væri óbærilegur.
Ég vil aldrei missa þig,
pabbi minn.
Ef þú deyrð,
vil ég
deyja líka.
(M.E. 9. mars 2000)
Margrét
Einarsdóttir.
Mamma!
Þú ert svo sterk.
Ég hef alltaf
treyst á þig.
Í öllum málum
ert það þú
sem veist best.
Ég vil að þú
haldir því áfram
sem lengst,
og látir aldrei
óhöpp,
Ingibjörg
Árnadóttir
✝ IngibjörgÁrnadóttir
fæddist 19. sept-
ember 1922. Hún
lést 13. ágúst 2015.
Útförin fór fram
í kyrrþey.
veikindi eða elli
buga þig.
Mamma.
Þegar þú ert ekki
heima
verður kalt
í húsinu.
Nálægð þín
skapar yl
og ljósin
sem þú kveikir
lýsa betur
en öll önnur ljós.
Mamma!
Farðu aldrei frá mér.
Vertu hjá mér.
(M.E. 9. mars 2000)
Margrét
Einarsdóttir
Fallinn er frá
Gunnar Magnússon,
gamall vinur for-
eldra minna og síð-
ari árin samferða-
maður móður minnar. Mér finnst
ég alltaf hafa þekkt Gunnar en
hann og faðir minn voru báðir
skipstjórar og saman í Oddfellow-
reglunni. Gunnar og Rúna voru
auk þess vinir foreldra minna og
þau ferðuðust mikið um landið
saman. Mamma og Gunnar voru
dugleg að ganga á meðan pabbi
og Rúna vildu örugglega hafa það
Gunnar Magnússon
✝ Gunnar Magn-ússon fæddist
18. júní 1922. Hann
lést 13. mars 2016.
Útför Gunnars
fór fram 29. mars
2016.
rólegra heim við
tjald og klappa
hundunum. Gunnar
og Rúna áttu hvíta
púðluhundinn
Bangsa og ég átti
svörtu púðlutíkina
Trítlu (sem fylgdi
pabba hvert fótmál)
og það hefur eflaust
verið í útilegu að
þau ákváðu að para
saman þessa hunda.
Úr því komu tveir fallegir hvolpar
en það var eins og við manninn
mælt, Trítla leit ekki við Bangsa
eftir þessa uppákomu og vildi alls
ekki heimsækja Bangsa. Gunnar
og pabbi voru óneitanlega ósköp
krúttlegir þegar þeir héldu hvor á
sínum púðluhundinum, tveir
vörpulegir skipstjórar sem þoldu
úfnar öldur Íslandsstranda og
harðræði togarasjómannslífsins.
Pabbi féll frá í desember 1991
og Rúna einungis sex mánuðum
síðar, í maí 1992. Þegar sorginni
sleppti héldu mamma og Gunnar
áfram að ferðast saman um land-
ið, spila golf og njóta lífsins sem
félagar. Þau bjuggu aldrei saman
en nutu þess að eiga hvort annað
að vini, búin að þekkja hvort ann-
að svo lengi. Það er ómetanlegt að
eiga góða vini og það var yndis-
legt að sjá þau saman. Þau báru
greinilega virðingu hvort fyrir
öðru.
Gunnar var afskaplega ljúfur
maður og léttur í lund. Ég sá hann
aldrei skipta skapi, ekki heldur í
veikindum sínum síðustu árin.
Hann var fróður um landið sitt og
stoltur af fjölskyldunni sinni. Ég
sendi börnum hans og allri fjöl-
skyldunni samúðarkveðjur og
þakka honum fyrir að gera
mömmu hamingjusama aftur.
Steinunn Guðbjörnsdóttir
og fjölskylda.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar