Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 14.12.2000, Page 4

Víkurfréttir - 14.12.2000, Page 4
Sfflmyir fimja á von j<'/o6o(k/mj)fo ótí «<) mma Aðventan er um biðina og aðventan er um vonina. Enn og aftur erum við í þeim sporum að bíða eftir komu jólanna. Ég man hvað það var erfitt að bíða komu jólanna þegar ég var lítil. Strax í desember var byrj- að að skreyta skólann, verslanir og aðra fjölmenna staði og um leið og jólaljósin fóru að skína þá varð biðin erfiðari. Að sjálfsögðu var ég ekki að bíða eftir því að fara í öll jólaboðin sem fylgja jólunum. Og ég var ekki að bíða eftir öllum góða jólamatnum sem borin var á borð. Hangikjötið, hamborg- arahryggurinn, svínasteikin og grjónagrauturinn með rús- ínunum voru ekki efst í huga mér þegar ég hugsaði til jól- anna. Nei, ég var að bíða eftir aðfangadagskvöldi, þegar all- ar gjafirnar voru komnar undir tréð og tími var kominn til að opna þær. Það var gamanið, það var sportið við jólin - að fá allt nýja dótið til að leika sér með. Um það snerist biðin eftir jólunum. Já, bömunum þykir erfitt að bíða í örfáar vikur, en hugsið ykkur hvemig það væri að bíða í sex hundruð ár! Sú varð raunin með Israelsmenn sem Gt. segir frá. Spámenn Gt. sem spáðu fyrir um komu Krists upplifðu hörmungartíma eyðileggingar og örbrigð- ar. Þjóðin þjáðist og öll von virtist úti fyrir Israelsmenn. En orð spámannanna veitti fólkinu von. Þeirra var boðskapurinn að tímamir myndu breytast, að koma skyldi konungur til að frelsa þau úr ánauð og erfiðleikum. Þeir boðuðu komu Krists sem frelsara og sögðu fyrir um betri tíma. En þeir tímar komu ekki strax. Vonin og biðin eftir Kristi hófst sex hundmð ámm áður en hann kom. Bið Israelsmanna var ólík okkar, engin vom ljós- in, engin tilboðin, engar gjafir, engir jólasveinar, jólaþjöllur, ilmandi jólatré né smákökur - nei, aðeins þjáð og einmana þjóð sem hélt í vonina. Og vonin varð að veruleika þegar þau síst væntu. Jesús Kristur kom í heiminn. Hann kom ekki til að gefa gjafir - hann kom til að gefa sjálfan sig. Fólk sem lifði í myrkr- inu sá ljós og utangarðs fólk var velkomið til hans. Einmana fengu félagsskap, sorgmæddir huggun og fólk án vonar öðlaðist von og væntingar til lífsins. Bið þeirra var á enda, vonin hafði ræst. Vonin kom til þeirra í líki bams sem kom af fátæku fólki, fæddist í smáþorpi, á afskekktu svæði. Já, aðventan er um biðina og aðventan er um vonina. Læri- sveinar Jesú reyndu það, líkt og svo maigir, að þurfa að bíða. Vonin eftir endurkomu Krists byrjaði um leið og hann reis upp og var uppnuminn til himna. Lærisveinamir bjuggust við end- urkomu hans von bráðar en urðu fljótt þreyttir á biðinni. Þeir misstu vonina þegar musteri Jerúsalemborgar var eyðilagt tíu ámm eftir dauða og upprisu Krists. Gleði þeirra snerist í soig, vonin varð að efa. Trú þeirra dalaði. En orð vonarinnar hljóðn- aði ekki: Verið algáðir og vakið. Látið ekki hugfallast. Jesús mun koma aftur en enginn veit daginn né stundina. Vertu því ávallt reiðubúinn að mæta Kristi, hvenær sem er, hvar sem er. Margir þurfa á von jólaboðskaparins að halda en hafa ekki trú á að hún rætist. Hafi sorgin knúið dyra hjá fólki þá er framtíðin oft myrk og fólk jafnvel treystir sér ekki til að halda jólin hátíð- leg. A slíkum stundum er nauðsynlegt að muna að Kristur kom ekki vegna prjálsins í kringum jólin - Kristur kom til að hugga sorgbitna, styðja við þá sem eiga erfitt og veita félagsskap þeim sem einmana em. Um það snúast jólin, um það snýst fæðing Krists. Megi Guð gefa okkur náð til þess að meðtaka þann jóla- boðskap. Guð gefi okkur öllum gleðileg jól. Amen. íris Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Hjallakirkju, Kópavogi. Diskamcttur cjj sessur cll tilefni Milú úrval ajjclayúlíum Deh artjöndurmálninc Tjaruargölu 17 - Kcflavík - -ími 121 2061 Ég er svona, bara miklu minni! Finniö Snæfinn snjókarl! Við fóldum Snæfinn snjókarl í blaðinu. Finnið myndina af honum, skrifið á hvaða blaðsíðu Snæfinnur er og sendið til okkar á Víkurfréttum fyrir 19. desember ásamt nafni, aldri og símanúmeri. Við ætlum að gefa þreniur heppnum krökkum jólapakka frá Víkurfréttum fyrir jól. Sendið okkur nafn, aldur og heimilisfang ásamt svarinu við spumingunni. Víkurfréttir „Snæfinnur snjókarl“ Grundarvegi 23 260 Njarðvík Listaverka- almanak Þroskahjálpar Listaverkaalmanak Þroskahjálpar er komið út. Eins og fyrri ár prýðir almanakið myndir eftir íslenska grafíklistamenn. Alm- anakið er einnig happdrætti og er dregið einu sinni í mánuði. I vinninga er fjöldi listaverka m.a. eftir Erró, Karóiínu Ei- ríksdóttur og fleiri þekkta Iistamenn. Almanakið kostar 1300 kr. Hægt er að panta alm- anakið á skrifstofu samtak- anna í síma 588-9272, netfang: afgreidsla@throskahjalp.is Sölufólk óskast! Fólk vantar til þess að selja almanök Lands- samtaka Þroskahjálpar í Reykjanesbæ, Garði og Sand- gerði. Góð söluluun í boði. Þeir aðilar sem hafa áhuga vin- samlegast snúið ykkur til Þroska- hjálpar á Suðumesjum að Suður- völlum 9, Reykjanesbæ og fáið afhent almanökin hjá fram- kvæmdastjóra félagsins. Nánari upplýsingar hjá fram- kv.stjóra í síma 421-532 . 4 JOLABLAÐ VÍHURFRÉTTA 2 0 0 0

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.