Víkurfréttir - 14.12.2000, Side 10
Reykj anesbrautin
Agætu Suðurnesjamenn, mig langar að
þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í
aðgerðum á Reykjanesbraut þann 11.
des. 2000. Nú kann svo að vera að þetta sé
eina leiðin til að fá ráðamenn til að
endurskoða afstöðu sína gagnvart endurbót-
um á Reykjanesbraut. Þurfum við jafnvel að
taka upp aðferðir þeirra hjá Hafró og beita
skyndilokunum? Fyrirsláttur um að verkið
geti ekki hafist fyrr en eftir
nokkur ár er pólitískur
hundheigulsháttur og sýnir
eindreginn vilja til að draga
verkefnið á langinn. Engu er
líkara en að ráðamenn þess-
ara mála séu gjörsamlega
veruleikafirrtir. Nú hefur
myndast mikil samstaða hjá
Suðurnesjamönnum og
vona ég að við berum gæfu
til að fylgja þessu máli til
enda. Umhverfismat og
hönnun? Umhverfismat
getur ekki verið flókið þar
sem bæta á við tveimur
akreinum þar sem vegurinn liggur að mest
samhliða eldri vegi. Hönnun ætti að hefjast
strax og framkvæmdir með vorinu.
Flugvelli með slysatíðni Reykjanesbrautar
hefði verið lokað fyrir löngu
Nú er svo komið að helstu liðsmenn fyrir bættu
umferðaröryggi á Reykjanesbraut eru pisla-
höfundar Viðskiptablaðsins og Dags. Hér eru
nokkrar tilvitnanir í áðurnefndar greinar. I
Viðskiptablaðinu 6. des. 2000 staðhæfir
Vilhjálmur Bjamason að „Verksmiðju þar sem
52 starfsmenn hefðu látist á 33 árum hefði ein-
faldlega verið lokað fyrir löngu. Flugvelli með
slysatíðni Reykjanesbrautar hefði einnig verið
lokað fyrir löngu. En Reykjanesbraut er haldið
opinni áfram án þess að úrbætur séu gerðar".
„Reykjanesbraut er dauðagildra sem landsmenn
geta ekki sætt sig við“. Þá skrifar Oddur Olafs-
son í Dag 8. des. 2000. „Öll öfl þjóðfélagsins
sem fara með fjárveitingavald og samgöngumál
eru sammála um að fjölfarnasti þjóðvegur
landsins sé afgangsstærð sem ekki taki að sinna.
A meðan umferð eykst og slysum fjölgar á ein-
breiðri Reykjanesbraut hamast hópefli þing- og
sveitarstjórnamanna við að forgangsraða
verkefnum eftir eigin höfði.
Latir og leiðitamir fulltrúar
Inn- og Utnesjamanna þurfa
aldrei að leiða hugann að
hagsmunamálum umbjóðenda
sinna. Enn skrifar Oddur,
freistandi er að halda sig við
samsæriskenninguna um að
valdamestu öfl samfélagsins
vilji hafa torveldar og þar með
hættulegar samgöngur til og
frá Suðumesjum. Sama ráð-
ríka fólkið og vill halda
dauðahaldi í víðáttmikinn
Miðbæjarflugvöll og berst
með öllum tiltækum ráðum
gegn ökuhæfri Reykjanesbraut".
Lærum af reynslunni.
Margir muna eftir því þegar Hafnafjarðar-
vegurinn var einbreiður. Þar voru tíð slys sem
hafa verið hverfandi eftir tvöföldun og sama
gildir um Artúnsbrekkuna.
Um langa hríð er engu líkara en að ráðamenn
þessarar þjóðar hafi litið á Suðurnes sem
afgangsstærð sem lítið þurfi að sinna. Nýjasta
dæmið, utanríkisráðherra býðst til að leigja
okkur landspildu inn í miðjum Reykjanesbæ og
er svo vænn að bjóða okkur upp á að greiða leig-
una með hreinsun á svæðinu. Er nú ekki nóg
komið. Hvar er sjálfsvirðing umbjóðenda okkar?
Sturlaugur Ólafsson
íllSIHS ■ |
yfirdýnur og heilsukoddar
u , — —4. %
AJASA Þrýstijöfnun
Þynnanlegur Desember verð: Koddar kr. 3.900.-
INNBV «hi Smiðjuvöllum 6 Keflavík Sími 421 4490
*
■* * . > i #•. '
íA- # $ ijl
m)
f l ' 1 .... * *
Vegfarendur sem tóku þátt í mótmælastöðu á Reykjanesbraut á mánudag kveiktu á 52 friðarljósum til minningar um fórnarlömb „Þjóðvegar dauðans“ í gegnum tíðina. VF-myndir: Páll Ketilsson
Tvöföld Reykja-
nesbraut strax!
Talað er urn að ljúka tvö-
foldun Reykjanesbraut-
ar árið 2010, takið eftir
2010. Þetta er að sjálfsögðu
allt, allt of langur tími, \ iö höf-
um ekki „efni“ á að bíða svona
lengi. Hvað haldið þið lesendur
góðir að við eigum eftir að
niissa mörg mannslíf á þessum
tíma? Allt of mörg.
Við eigum fullt af góðum hönn-
uðum og verktökum sem gætu
byrjað strax að umhverfismati
loknu, að vinna í þessum málum,
og að ég tel: Lokið þeim á
skömmum tíma.
Hægt væri að fá erlent fjármagn
til þessara mjög svo þörfu að-
gerða, og ég held, að ég mæli
fyrir munn flestra að hægt væri
að hafa t.d. veggjald til þess að
borga, þó ekki væri nema hluta
af þessu erlenda fjármagni til
baka. Það þyrfti ekki að vera hátt
á hvem bfl, jafnvel bara 100-200
kr„ margt smátt gerir eitt stórt.
Þeir sem keyra Brautina daglega
og jafnvel oft á dag eins og sum-
ir, í og úr vinnu, ættu að geta
keypt mánaðarkort, sem væri
töluvert ódýrara, jafnvel 1000-
1500 kr. á mánuði. Hver myndi
telja þetta eftir sér þegar líf okkar
allra er í húfi?
Reykjanesbrautin er og verður
hættulegasti vegur landsins
þangað til hún verður tvöfölduð,
sett upp vegrið og að sjálfsögðu
svokallaðir vökupunktar (vöku-
punktar eru settir út í kantana til
að láta ökumann vita ef hann
dottar og er að líða út af).
Miklar vangaveltur hafa verið
vegna allra þeirra hörmulegu
slysa sem orðið hafa á þessum
hættulega „þjóðvegi". Eg segi
þjóðvegi, vegna þess að öll þjóð-
in og aðrir ÞURFA að aka þenn-
an veg, jú þú kemst varla úr landi
nema um hann. Mikið er skegg-
rætt, hvað er það við þessa Braut
sem gerir hana svona hættulega?
Jú, hraðinn. Öll vitum við hvað
hámarkshraðinn er, þ.e. 90
km/klst. En ekki er alltaf farið
eftir því, langt þar í frá.
Svo er það annað: Þetta er beinn,
mjór og leiðinlegur vegur að
keyra. Umhverfið nánast eins
alla leiðina og hvað? Hvar verða
flest slysin? Jú, u.þ.b. þegar við
erum komin hálfa leið milli
Keflavíkur og Reykjavíkujr, þ.e.
í kring um Kúagerði. Þá er öku-
maður jafnvel orðinn hálfþreytt-
ur, bíllinn orðinn vel heitur, mið-
stöðin malar og kannski orðið
allt of heitt í bflnum. Þá vitum
við alveg hvað getur gerst, við
getum hreinlega sofnað við stýr-
ið.
I guðanna bænum kæru ráða-
menn! Gerið eitthvað róttækt í
þessum málum og það STRAX.
Við getum ekki beðið með þetta
lengur, flest eigum við fjölskyld-
ur, vini og kunningja sem aka
þennan mjög svo hættulega veg.
Liflð heil,
Sigrún Kærnested
10
JÓLABLAÐ
VÍKURFRÉTTA
2 0 0 0