Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 14.12.2000, Page 18

Víkurfréttir - 14.12.2000, Page 18
 Blaðamaður læddist í myrkrinu eitt þriðju- dagskvöld inn í bflskúr í Ytri-Njarðvík. Heyrði hiátra- sköll og háværar raddir koma frá skúrnum. Barði laust á dyrnar og beið. Dyrnar opnuð- ust hægt og andlit Hörpu Guð- mundsdóttur gjaidkera kom í dyragættina. Blaðamaður hafði mælt sér mót við gjaid- kera Sparisjóðsins í Keflavík en þær hittast í skúrnum henn- ar Hörpu og Einars Guð- mundssonar tvö kvöld í viku og mála jólamyndir á gler- krukkur. Stemningin innandyra var nota- leg og minnti á jólin. Kertaljós logaði á fallega skreyttu borði en þar voru smákökur, kaffi og gos. Vinnuborð var á miðju gólfinu og stólar í kring. Blaðamanni voru boðnar smákökur og eitt- hvað að drekka. Nammi, namm en hvað það er notalegt að það eru að koma jól. Skemmtilegur árstími og alltaf eitthvað gimilegt að borða. Svo er þessi sérstaka stemning í loftinu, einhver jóla- andi. Hvers vegna í bflskúr? „Við ákváðum að föndra í bíl- skúrnum svo við fengjum frið með dótið okkar,“ segir Harpa ákveðið. „Þá getum við skilið allt eftir á borðinu þegar við förum heim og gengið að því vísu næst þegar við hittumst. Annars þyrft- um við alltaf að ganga frá eftir okkur og eins og þú sérð þá er nú ansi margt hér á borðinu sem allt of seinlegt er að ganga frá.“ Blaðamaður jánkar því og finnst þrælsniðugt að vinna svona í bíl- skúmum. Þessi bílskúr er upphit- aður með blástursofni þannig að þær þurfa ekki að vera vel dúð- aðar konumar héma. „Við byrjuðum á þessu um mán- aðamótin október / nóvember,“ segir Margrét Einarsdóttir. , J>etta er rosalega skemmtilegt. Við keyptum þessar glæru glerkrukk- ur í IKEA og málum þær með akrýllitum. Svo lökkum við þær. Krukkurnar eru meðal annars ætlaðar til jólagjafa og í þær má setja smákökur og sælgæti. Það er orðin hefð að maður gefi handunnar jólagjafir einstaka fólki í fjölskyldunni. Þær þykja skemmtilegastar.“ Góður hópur Stuttu eftir að blaðamaður kom birtust tvær hressar skvettur úr gjaldkeraliði bankans. Þær Ragn- heiður Halldórsdóttir og Dag- björt Bragadóttir bönkuðu hressi- Iega á dymar og húsráðandinn opnaði. „Nei, hva bara blaða- maður á staðnum!" sögðu þær báðar og þóttust vera voða hissa. „Við emm í hvatningarliðinu og komum reglulega til að hvetja hinar áfram," segir Ragnheiður og hlær. „Hva, er þetta mín kmk- ka?“ spyr Dagbjört og tekur upp fallega glerkrukku sem hún á ekkert í. Öllu gamni slepptu þá em þessar konur einnig í föndur- liðinu. Blaðamanni var litið yftr kvennahópinn jregar hann kvaddi en þá voru þær allar komnar á fullt við að mála fallegar myndir á glerkrukkumar. Þær em hressar og skemmtilegar þessar Spari- sjóðskonur og allar vom þær að fá útrás fyrir listsköpun sína. Tilboðin SJ áMföJilauy *fs lá^ Hörpu TILBOÐ 10 Itr. kr. 3.990,- 4 Itr. kr. 1.990,- FJORDAL af allri gjafavoru og jólaskrauti Viðarparket rá kr. 1.995,' GEFUR LIFINU L____aropinn ^ Hofnargötu 90 • S: 421 4790 ■ 421 4714 18 JDLABLAE VÍKURFRÉTTA 2 □ 0 0

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.