Víkurfréttir - 14.12.2000, Side 40
Öflugt félagsstarf Islendingafélagsins
{ Lundúnum búa margir íslendingar en þeir halda uppi
öflugu félagslífi sjn á milli. Þóranna segist þó lítió hafa
tekið þátt í staríi íslendingafélagsins þangað til á þessu
ári.
„Við vomm bara í skólandum og kynntumst bara Bret-
um. Við leituðum íslendingana ekkert uppi, nema bara
þá sem við þekktum áður og vorum ósköp sátt við það.
Nú umgöngumst við íslendinga rnjög mikið og ég er
Þoranna og Sigrun
Sævarsdóttir, sem
kemur úr þekktri tónlistar
fjölskydlu úr Keflavík,
bregöa á leik.
fyrirvaralaust þegar eitthvað gengur upp“, segir Þór-
anna og það er auðheyranlegt að frumkvæðisleysi og
leti er ekki að hrjá hana.
Meö upptökustúdíó í svefnherberginu
Þóranna og Kalli, eða Kristin og Charlie, búa í mið-
borg Lundúna, í aðeins 15 mínúma göngufæri við Ox-
ford Street. Þau leigja pínulitla íbúð með einu herbergi
sem er í raun bæði svefnherbeigi og upptökustúdíó.
„Það var svolítið áfall að koma hingað fyrst. Húsnæði
er mun verra hér en heima og maður borgar offjár fyrir
smá íbúðarholu enda er mjög algengt að 3-6 manns
deili húsi. Þar sem við vomm búin að vera saman í 4 ár
þegar við komum hingað þá vildum við vera útaf fyrir
okkur. Þó að íbúðin sé lítil þá er það stór kostur að hún
er miðsvæðis sem lækkar tilfinnanlega ferðakostnað.“
Erilsamir dagar
Þegar Þóranna er beðin um að lýsa venjulegum degi í
lífi sínum þá hugsar hún sig lengi um. „Það er svo sem
engin dæmigerður dagur nema kannski í smá tíma inn
á milli þegar ég er í venjulegri vinnu. Annars er þetta
hringiða af pmfum, æfingum, tónleikum, upptökum,
örfáum stundum sem finnast til að semja og svo fer ég
í líkamsrækt eins oft og ég get því að það er jú stað-
reynd að leikarar verða að
Staðreyndin er að um leið og eitthvað gerist í tónlist-
inni þá á maður meiri möguleika í leiklistinni."
Keyptu sér upptökustúdíó
Eftir að Þóranna lauk námi þá segir hún að 99% af
tímanum hafi farið í bölvaða vitleysu og allt of lítið í
það sem hana langaði til að fást við, þ.e. að æfa og
leika.
„Þó fór hugurinn að leita meira og meira í tónlistina,
en ég hef alltaf verið með annan fótinn í henni í gegn-
um tíðina. Við fórum yfir fjármálin okkar og sáum
fram á að geta keypt okkur lítið uppstökstúdíó til að
vinna heima. Við vorum búin að vinna svolítið með
ýmsum framleiðendum hér, m.a. einurn sem hefur
unnið með böndum eins og 911, Honeyz og Wu Tang
Klan, og komumst að því að það væri meira vit í að
eyða peningunum í studíó og geta unnið eins mikið, og
eins lengi og við vildum.“
Kalli og Þóranna fóm að taka upp síðsumars og stofn-
uðu síðan hljómsveit sem er farin að halda tónleika
hingað og þangað. „Við eigum eftir að spila á tveimur
tónleikum fram að jólum sem á kannski eftir að opna
einhverjar dyr fyrir okkur. Hingað til höfunt við komið
ifam undir mínu nafni, Kristín, en nafnið breytist eftir
áramót í Raw Plastic.“
Hljómsveitin er að fara að taka upp fleiri lög. Þeir sem
hafa áhuga á að skoða hvað hljómsveitin er að gera,
geta farið á heimsíðuna www.krsm.com en þar er hægt
að hlaða MP3 af vefnum. Þar má einnig finna ljós-
myndir og sitthvað fleira um bandið.
Hræddir við að ráða útlendinga
Við snúum umræðunni frá lífagæðakapphlaupinu að
breska hreimnum hennar Þórönnu sem blaðamaður gat
ekki annað en dáðst að.
„í skólanum var ég alltaf innan um Breta og á æfing-
um með talkennara, en þá varð hreimurinn auðvitað
betri. Það hefur komið fyrir að ég hef unnið með fólki í
fleiri vikur og það ekki trúað mér þegar það hefur
borist í tal að ég væri frá Islandi", segir Þóranna. Hún
viðurkennir að það geti verið leikurum fjötur um fót að
vera ekki innfæddir, því breski leiklistarheimurinn sé
hræddur við allt sem er öðruvísi.
Þrátt fyrir að enskan sé í góðum gír þá virðast þeir sem
velja í hlutverkin, alltaf vera hræddir við að ráða ein-
hvem sem ekki er breskur í húð og hár. Það er kannski
skiljanlegt að vilja ekki velja útlending ef persónan á
að vera bresk, en svona er lífið. Þetta er líka ein af
ástæðunum fyrir því að ég ákvað að kýla meira á tón-
listina. Mig langaði það alltaf en þetta ýtti við mér.
Ætla að gifta sig á íslandi
Þóranna viðurkennir að það sé ýmislegt í farvatninu og
útilokar ekki að hún eigi kannski eftir að eyða góðurn
tíma á klakanum á næsta ári.
„Tónlistin er aðal málið eins og er og ég vil halda því
gangandi þar sem boltinn er farinn að rúlla, en það er
ekki þar með sagt að ég hafi sagt skilið við leiklistina -
langt því frá“, segir Þóranna með mikilli áherslu.
Meðal jress sem er á döfinni eru tónleikar sem Þóranna
stefnir á að halda með Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur.
„Sigríður er vinkona mín og lærði iíka leiklist og söng
héma. Við ætlum að reyna að halda tónleika bæði í
Reykjavík, Keflavík og jafnvel á fleiri stöðum, ein-
hvem tíma með vorinu. Svo komum við Kalli heim í
júní því við ætlum að gifta okkur í kringum Jónsmess-
una, með miklu húllumhæi. Vinir okkar ætla að koma
frá Englandi til að vera viðstaddir, svo að það lítur út
fyrir að næsta ár verði viðburðarríkt og skemmtilegt.“
Þóranna með móður sinni, Magdalenu Sirrý og
Elmari Geir, bróður sínum. Pabbi, Jón Björn
Sigtryggsson tók myndina í London í haust.
t.d. orðin virkari í hlutum
eins og Islendingafélaginu og íslenska kómum og er
m.a. formaður skemmtinefndar fyrir Þorrablótið þetta
árið. Við höfum eignast marga góða og trausta breska
vini og myndum sakna margra ef við flyttum heim.“
íslendingar gleyma stundum að njóta lífsins
Þóranna segir að það sé reyndar mjög spennandi að
vera í íslendingasamfélaginu í Lundúnum þar sent
margir Islendingar séu að gera mjög spennandi hluti.
„Hugsunarhátturinn er oft ólíkur hugsunarhætti íslend-
inga sem búa heima. Mér finnst fólk á Islandi stundum
of upptekið við að hafa það gott; eiga fínan bfi og fína
íbúð og vinna svo eins og vitleysingar til að geta þetta
allt, en gleymir oft því sem mestu máli skiptir, þ.e. að
njóta lífsins og gera það sem maður vill - með þeim
sem manni þykir vænt um“, segir Þóranna með áherslu
en henni fínnst að Islendingar í Lundúnum séu frekar
fólk sem er að gera nákvæmlega það sem það vill gera
og hugsar um að verða hamingjusamt frekar en að taka
þátt í lífsgæðakapphlaupi landans.
„Það virðist vera svo mikil pressa heima að standa sig
og hafa það gott fjárhagslega en gleymist kannski
stundum að athuga hvemig fólk hefur það inná við.
Margir Islendingar hér tala urn að hér finnist þeim gott
að geta bara lifað lífinu eins og þeir vilja, án þess að
vera að spá í hvað öðmm finnst og hvað aðrir gera - og
hvað þeim finnst þeir eiga að vera að gera.“
líta sæmi-
lega út“, segir Þóranna en bætir við að þrátt
fyrir þéttskipaða stundatöflu þá gefi hún sér tíma til að
hitta vini sína við og við og eyða smá tíma í einrúmi
með Kalla sínum, sem er reyndar allt of sjaldan að
hennar sögn. Kalli lærði hljóðtækni, eða sound
engineering og vinnur við að stjóma upptökum og
hljóðblanda á tónleikum. „Hann lærði rafvirkjun
heima, sem er fínt að hafa til að hlaupa uppá, þar sem
hljóðbransinn er ekkert traustari en leiklistin", segir
Þóranna og er stolt af sínum rnanni.
40
JÓLABLAB
VÍHURFRÉTTA
2 0 0 0