Víkurfréttir - 14.12.2000, Side 48
segir Daninn Jes V. Hansen í iiði íslandsmeistara Njarðvíkur og segist ekki
hafa rekist á neitt sem honum er ilia við.
Daninn Jes V. Hansen í liði Njarðvíkinga er í
fyrsta sinn að leika sem atvinnumaður í
körfuknattleik. Hann er fæddur í Kaupmanna-
höfn 9. janúar 1976 og er því 24 ára gamall. „Ég byrjaði
í körfuknattleik 14 ára með Greve Basketball og lék þar
í þrjú ár og tók þátt í að heiinta tvo deildarbikartitla í
hús. Síðan færði ég mig um set og lék fyrir undir-18 lið
Stevnsgade Basketball í eitt ár og með karlaliðinu eftir
það. Á fyrsta ári mínu unnum við danska meistaratitil-
inn sem er stærsti sigur minn í boltanum hingað til en
markmiðið er auðvitað að bæta íslandsmcistaratitli með
UMFN í safnið. Eftir 3 tímabil hjá Stevnsgade setti ég
niður í töskur og flutti mig um set til Havvaii. Nei, það
var ekki um frí að ræða hjá mér heldur bauðst mér há-
skólavist í University of Havvaii. Ég fann mig ekki og ég
og þjálfarinn áttum ekki upp á pallborðið hjá hvor öðr-
um og úr varð að ég sneri heim eftir til Danmerkur eftir
ársdvöl í Bandaríkjunum. Nú til að gera langa sögu
stutta þá lék ég tvö tímabil til viðbótar með Stevnsgade
og er nú kominn hingað til Njarðvikur.“
Ertu kominn af körfubolta-
mönnum?
„Ekki get ég nú sagt það.
Mamma, Annalise Hansen, er
fyrrum kúluvarpari og þar með
er íþróttaiðkun fjölskyldumeð-
lima upptaiinn. Föður rninn
þekki ég ekki. Ég veit hver
hann er en hef aldrei átt nein
samskipti við hann.“
Hvers vegna ísland?
„Ég veit það eiginlega ekki. Ég
var búin að heyra ýmislegt gott
unt kmd og þjóð frá þeim
Jesper (Sörensen úr KR) og
Sune (Hendrikson úrTindastól)
og þegar Njarðvíkingar höfðu
samband við umboðsmann
ntinn eftir Norðurlandamótið í
sumar þá ákváð ég að halda á
vit ævintýranna og gerast at-
vinnumaður í körfuknattleik.“
Hvernig líst þér á íslenskan
körfuknattleik?
„Hann er hraður og snýst mikið
í kringum þriggja stiga skotin.
Ég hafði fengið upplýsingar
um að hér gætu allir skotið
boltanum og fékk það staðfest í
fyrstu leikjunum. Mér finnst
svona leikur, hraður og spenn-
andi, afar skenrmtilegur og
leiðist ekki sjálfum að setja
niður þrista. Þetta er minn leik-
ur og ég skemmti mér konung-
lega.“
Hin eina sanna, hvernig líst
þér á ísland?
„Ég veit ekki hvort þetta á við
um allt ísland en fólkið héma í
Njarðvík hefur sýnt mér mik-
inn vinskap og þótt ótrúlegt
virðist þá líður mér eins og ég
sé einn úr fjölskyldunni eftir
aðeins tveggja mánaða dvöl.
Ég hef ekki enn rekist á neitt
sem mér er illa við hér en ég
gæti alveg án kuldans verið.“
Hvaða íslensku Ieikmenn líst
þér best á liingað til?
„Mest spennandi leikmennimir
sem ég hef rekist á em Logi
(Gunnarsson) okkar, Eiríkur
(Önundarson) í ÍR og Jón Am-
ór (Stefánsson) í KR og svo
auðvitað Teitur sem ég nýt þess
að spila með. Af útlendingun-
um em það Brenton Birming-
ham, héma hjá Njarðvík, Cal-
vin Davis hjá Keflavík og
Shawn Myers í Tindastól en
jreir em báðir mjög erfiðir
viðureignar."
Fylgist þú nieð stjörnunum í
NBA?
„Ég reyni að fylgjast með
NBA boltanum en það er nokk-
48
JÓLABLAB
VÍKURFRÉTTA
2 0 0 0