Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 64

Víkurfréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 64
 gömlu hlýlegu húsi, við litla bratta götu í Hafnarfirðinum búa hjónin Gylfi Jón Gylfason og Gyða Hjart- ardóttir ásamt dætrum sínum Ingibjörgu og Öddu Guðrúnu. Silja Dögg Gunnarsdóttir lagði leið sína í Fjörðinn og bankaði uppá hjá fjölskyldunni. Móttökurnar voru ekki af verri endanum, nýlagað kaffi og konfekt. Þegar ég var búin að fá mér sæti í hlýlegri stofunni hjá þeim, gat viðtalið hafist, en umræðuefnin teygðust í allar áttir, þar sem Gylfi Jón og Gyða eru ekkert venjulegt fólk. Gylfi Jón og Gyða með dætrum sín um, Ingibjörgu og Öddu Guðrúnu. Notaði glósurnar sem ástæðu Gylfi Jón er sonur Gylfa Guð- mundssonar skólastjóra og Guðrúnar Jónsdóttur kennara í Njarðvíkurskóla og Gyða er dóttir Hjartar Vilhelmssonar sem rak verslunina Fataval og Ingibjargar Guðmundsdóttur sem er látin. Gyða ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóðu Ingu Árnadóttur í Keflavík. Hún útskrifaðist sem félagsráð- gjafi frá Háskóla íslands en það var einmitt þar sem leiðir henn- ar og Gylfa Jóns lágu saman. Gytfi Jón vill meina að hún hafi elt hann uppi á göngum skólans en Gyða segir að Gylfí Jón hafi sjálfur beitt lymsku- legum brögðum til að kynnast sér betur. „Við þekktumst áður en við byrjuðum í HI þar sem við vorum bæði úr Keflavík. Gylfi Jón hætti skyndilega að mæta í tíma og fór að fá lánað- ar glósur hjá mér í staðinn", segir Gyða og lítur á Gylfa Jón sem hlær og viðurkennir að hann hafi nú skipulagt að næla í Gyðu. Gylfi Jón fetaði í spor foreldra sinna og hlaut kennaramenntun en fór síðan í sálfræðinám til Árósa í Danmörku, þar sem hann og Gyða bjuggu í fimm ár. Eftir að Gylfi Jón lauk námi starfaði hann í tvö ár á bama- og unglingageðdeild í Viborg þar sem hann sérhæfði sig á sviði ofvirkni og Gyða lauk mastersnámi í félagsráðgjöf. Fundu framtíðarheimilið Þau fluttu heim til íslands fyrir einu og hálfu ári síðan og ákváðu þá að búa miðsvæðis þar sem Gyða fékk fyrst starf sem deildarfélagsráðgjafi í Kópavogi og Gylfi Jón á skóla- skrifstofunni í Reykjanesbæ. Þau fundu fallegt hús í Hafnar- firðinum og ákváðu að það skyldi verða þeirra framtíðar- heimili þar sem þau voru orðin leið á sífelldum flutningum. Skjótt skipast þó veður í lofti og Gyða fékk starf í Sandgerði sem félagsmálastjóri. Aðspurð um hvers vegna þau flytji ekki á Suðurnesin þar sem þau starfa þar bæði, segir Gylfi Jón að þau hjónin hafi ákveðið að nóg væri komið af flutningum að sinni, fjölskyld- unni líði vel í Hafnarfirði og því ástæðulaust að flytja. Gott samstartviö foreldra er mikilvægt Gylfi Jón og Gyða er bæði í ábyrgðamiklum stöðum og þurfa oft að fást við mjög við- kvæm og erfið mál. Þau eru sammála um að í flestum til- fellum séu foreldrar mjög já- kvæðir í þeirra garð og vilji gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málin á sem farsælastan hátt. Gylfi Jón er deildarstjóri skóla- skrifstofunnar og er yfir þeirri deild sem sér um einstaklings- mál, auk þess veitir hann öllum leikskólum sálfræðiþjónustu, Holtaskóla og sér um etfið ein- staklingsmál í hinum skólun- um. Hann kemur einnig fram fyrir hönd skólaskrifstofunnar út á við. „Eitt af því er að koma á fram- færi ákveðinni stefnu, þ.e. sam- vinnu heimilis og skóla. I stuttu máli þá eiga heimili og skóli að haldast í hendur. Það er ekki einkamál skólans ef krakkar haga sér illa þar. Til að búa til góðan einstakling verða heimili og skóli að vinna saman. Ef það er ekki gert þá er hætta á að hlutirnir fari illa“, segir Gylfi Jón til útskýringar. „Mitt hlutverk er að hafa hagsmuni bamsins í huga og veiti ég for- eldrum og skóla ráðgjöf út frá því. Það sem skiptir máli er að baminu líði vel. Mín tilfinning er að í langflestum tilfellum sýna foreldrar mikinn vilja til að vinna með okkur að lausn vandamálanna. Yfirleitt eru foreldramir venjulegt og gott fólk í vandræðum með venju- leg böm. Ég hef ekki enn hitt foreldra sem ekki vilja vinna með mér, hingað til hefur okk- ur tekist að finna sameiginlega flöt á milli heimilis og skól- ans“, segir Gylfi Jón. Gyða segist stundum verða vör við í starfi sínu sem félagsráð- gjafi að ákveðinnar tortryggni gæti hjá fólki gagnvart félags- málayfirvöldum. „En ég er B4 JÚLABLAÐ VÍHURFRÉTTA 2 0 0 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.