Víkurfréttir - 14.12.2000, Síða 65
sammála Gylfa Jóni að ef mað-
ur er heiðarlegur í samskiptum
sínum, segir það sem manni
finnst og vinnur út frá baminu í
samvinnu við foreldra, þá kann
fólk að meta það og sýnir und-
antekningalaust samstarfsvilja.
Bestur árangur næst fyrir bam-
ið ef við emm í góðu samstarfi
við foreldra, því foreldrarnir
em auðvitað aðalpersónumar í
lífi bamanna", segir Gyða.
Gylfi Jón tekur undir og segir
að um leið og foreldrar finni að
verið sé að hugsa um bamið,
þá séu þeir tilbúnir til sam-
starfs. „Mörgum málum er
hægt að ljúka þannig að báðir
séu sáttir, þ.e. skóli og heimili,
en stundum gengur ansi mikið
á á leiðinni", segir Gylfi Jón.
Mamma og pabbi verða að
vera kærustupar
Fyrirlestrar Gylfa Jóns um
samskipti foreldra og barna
hafa vatóð mikla athygli. Hann
þykir vera líflegur og koma
efninu frá sér á skemmtilegan
og auðskiljanlegan hátt.
„Eg held að ég sé að koma á
framfæri einhverju sem á erindi
til fólks. Ég fjalia um leiðandi
uppeldi en gmndvöllur þess er
agi, hlýja, ástúð og virðing",
segir Gylfi Jón.
Þetta hljómar fallega, en er
þetta mögulegt fyrir venjulegt
fólk í nútímasamfélagi sem er
alltaf að flýta sér?
Gylfi Jón er ekki lengi að
hugsa sig um áður en hann
svarar þessari spumingu.
„Hjónaband og sambúð byggir
á þeirri staðreynd að mamman
og pabbinn á heimilinu eru
kæmstupar. Ef fullorðna fólkið
ræktar ekki samband sitt og sig
sjálf þ.e.a.s. em kæmstupar og
sinna eigin þörfum, líður ekki á
löngu þar til orkan er búin og
þá eiga foreldramir ósköp lítið
eftir til að veita bömunum það
sem þau þarfnast”, segir Gylfi
Jón með áherslu.
Agi er ekki andlegt ofbeldi
Talið berst að aga en eins og
þeir vita sem em með fullt hús
af bömum, þá getur verið ansi
erfitt að springa ekki þegar allt
er á suðupunkti á heimilinu;
allir að koma heim úr skóla og
vinnu, þurfa að læra, vilja fá að
borða, vilja ekki fara í bað,
vilja fara út að leika o.s.frv.
Hvemig er hægt að samræma
ólíkar þarfir einstaklinganna
þannig að öllum líði vel?
„Ég held að fólk átti sig ekki
alltaf á því að böm eru skipu-
lagsfíklar og taka til sín það
skipulag sem er í umhverfmu.
Gott dæmi er „Úlfatíminn” frá
kl. 16-20, þá á að elda, vaska
upp, læra heirna og það ganga
bara allir út frá því að allt gangi
sjálfkrafa upp. Það gerir það
bara ekki á langflestum heimil-
um. Það verður að vera skipu-
lag á hlutunum. Það er t.d.
ákveðinn tími sem bömin vilja
horfa á bamaefni í sjónvarpinu,
þá ættu foreldrar að nota þann
tíma til að gera eitthvað sem
þeir þurfa næði við og gera ráð
fyrir að þurfa að koma barninu
af stað í leik áður en foreldri
getur farið að gera eitthvað
annað. Skipulag og agi em fyr-
ir mér nátengdir hlutir og agi
er ekki andlegt ofbeldi heldur
skýr rammi Þar sem einnig er
pláss fyrir hlýju nærgætni og
ástúð“, segir Gylfi Jón
Margar tegundir af rómantík
Gyða hefur látið fara lítið fyrir
sér fram að þessu en hún hefur
ekki síður áhuga á uppeldis-
málum en Gylfi Jón og hefur
mjög sterkar skoðanir á þeirn.
Það sem henni finnst skipta
mestu máli er að fólk sé það
sjálft í uppeldinu og noti al-
menna skynsemi í stað þess að
taka upp aðferðir eftir kennslu-
bókum, sem kannski passar
þeim ekki og fólk trúir ekki á.
Talandi um ,Jcæmstuparið“, þá
tekur hún undir að það geti ver-
ið erfitt að viðhalda rómantík-
inni eftir margar andvökunætur
þegar börnin eru lítil, en þá
skipti miklu máli hvaða kröfur
foreldramir gera til sjálfs síns
og hvemig þau nýta þann tíma
sem þau eiga saman.
„Mér finnst að konur í dag geri
oft allt of miklar kröfur til sjálfs
síns. Þær vilja geta allt, hugsa
um bömin, heimilið, vinna og
vera góður félagi mannsins síns
og líta frábærlega út. Hlutimir
breytast þegar bömin eru lítil
og þá verða hjón að aðlaga sig
að þeim aðstæðum. Þá em aðr-
ir hlutir í gangi í sambandinu
og fólk verður að sætta sig við
það“, segir Gyða og Gylfi Jón
bætir við: „Það er t.d. þrælróm-
antískt að keyra saman á milli
Hafnarfjarðar og Suðumesja.
Rómantík er ekki bara það að
gefa blóm eða fara út að borða
og eyða sitt hvomm tíu þúsund
kallinum í hvort annað. Það er
reyndar ein tegund af rómantík
en það er lfka hægt að vera
rómantískur í hinu daglega
amstri, kærustupar inni á
heimilinu."
Við gerum öll mistök
Síminn hringir og Gylfi Jón
stendur upp til að fara í símann.
Umræðan um uppeldi og dag-
legt stress heldur áfram. „Mað-
ur getur ekki gert þá kröfu að
allir dagar séu eins og klipptir
út úr Hollýwood bíómynd",
heldur Gyða áfram, „suma
daga þá lifir maður bara; kem-
ur krökkunum á fætur, gefur
þeim að borða og svo fara þau
aftur í rúmið, og það er allt í
lagi. Hlutirnir ganga heldur
ekkert alltaf upp og þá verður
maður að velta fyrir sér, hvað
er það sem skiptir máli og
hvemig er hægt að læra af mis-
tökum sínum“, segir Gyða.
Gylfi Jón er kominn úr síman-
um og tekur undir þessi orð
konu sinnar. „Þeir sem segjast
ekki gera mistök eru einfald-
lega að ljúga. Það er allt í lagi
að gera mistök ef maður lærir
af þeim.“
Konur eiga að hafa sömu
möguleika
Jafnréttismál eru hjónunum
hugleikin en það er eitt af hlut-
verkum Gyðu sem félagsmála-
stjóri að sinna þeim málaflokki.
Hún segist alltaf hafa haft
áhuga á jafnréttismálum.
„Samkvæmt lögum á að vera
er jafnrétti á Islandi þannig að
maður trúir því varla að mis-
réttið sé svona mikið á milli
kynjanna. Það var ekki fyrr en
ég fór að heyra mörg dæmi
þess að verið væri að mismuna
fólki eftir kyni, að ég fór að
trúa þessu“, segir Gyða og er
alvarleg á svip.
Að mati Gylfa Jóns er menntun
ein leið til að ná fram jafnrétti.
„Ég vil að það sé lögð meiri
áhersla á nám og gildi þess að
mennta sig í uppeldi bama, það
er í raun sama hvaða nám er
valið aðalatriðið er að mennta
sig. Ég vil benda á að menntuð
kona er með betri laun heldur
en ómenntuð kona. Menntun
gefur alltaf meiri möguleika."
„Stóran huta þessa vandamáls
má rekja til þess að konur meta
sig ekki nógu mikið“, segir
Gyða. „Þetta snýst um konur
ekki síður en karlmenn. Konur
verða að gera meiri kröfur og
„Hún fékk sjaldgæft af-
brigði af heilabólgu,
sjúkdóm sem gerir það
að verkum að ónæmis-
kerfíð bregst ranglega
við og ræðst á mið-
taugakerfið. Þetta byrj-
aði þannig að hún fékk
flensu síðan fékk hún
sjóntruflanir, missti
mátt, andlega getu og
hreyfifærni og varð
mjög ólík sjálfri sér“.
standa betur saman“, bætir hún
við með áherslu og á þá við
launamisréttið.
En hver er skýringin á að konur
eru ekki jafn duglegar við að
semja um sömu laun og karl-
menn? Gylfi Jón verður fyrr til
svars. „Það að krefjast er hugs-
anlega talin karlmannleg hegð-
un, karlmaðurinn kemur fram
sem ákveðinn og sterkur og
sumum finnst sú hegðun óvið-
eigandi fyrir konur, þær eru
kannski sagðar frekar og
„agressívar" þegar þær fara
fram á „mannsæmandi” laun.“
Konur vilja fæstar vera karl-
mannlegar en að mati Gyðu
ættu konur að læra að tileinka
sér ákveðna þætti frá karl-
mönnum sem nýtast á þessu
sviði, konur þurfa þó ekki að
verða karlmannlegar til þess að
vera ákveðnar og kunna að
meta sjálfa sig. „Þetta snýst
fyrst og fremst um jöfn tæki-
færi og jafna möguleika, svo er
þetta spurning um val“, segir
Gyða.
Ingibjörg í fangi föður síns og Adda Guðrún búin að koma sár
vel fyrir hjá mömmu.
Héldum að við værum að
missa hana
Annasöm störf og ótal áhuga-
mál hefur verið umfjöllunar-
efnið hingað til, en það sem
skiptir Gylfa Jón og Gyðu
mestu máli er fjölskyldan. Þau
eiga tvær ungar dætur, Ingi-
björgu 8 ára og Öddu Guðrúnu
5 ára. I marsmánuði á þessu ári
veiktist eldri dóttir þeirra alvar-
lega og um tíma var ekki vitað
hvort hún myndi lifa veikindin
af.
„Hún fékk sjaldgæft afbrigði af
heilabólgu, sjúkdóm sem gerir
það að verkum að ónæmiskerf-
ið bregst ranglega við og ræðst
á miðtaugakerfið. Þetta byrjaði
þannig að hún fékk flensu síð-
an fékk hún sjóntruflanir,
missti mátt, andlega getu og
hreyfifæmi og varð mjög ólík
sjálfri sér. Ég fór með hana til
læknis en hann sagði að það
væri ekkert að henni. Ég var
mjög ósátt við þá niðurstöðu en
neyddist til að fara aftur með
hana heim. Þegar Gylfi Jón
heim úr vinnunni fór hann und-
ireins með bamið aftur á spítal-
ann og þá var annar læknir
kominn á vakt“, segir Gyða.
„Hún var lögð inn en henni
hrakaði hratt og við héldum að
við væmm að missa hana. Hún
fór í alls konar rannsóknir og
var sett á lyf. Læknamir vissu
ekki hvað var að henni í byrj-
un, þannig að hún var sett á lyf
við hinu og þessu“, segir Gylfi
Jón.
Ingibjörg missti meðvitund og
var meðvitundarlaus í tíu daga.
Hún missti mál, sjón og alla
hreyfigetu. Þetta var mjög erf-
iður tími fýrir fjölskylduna.
„Við vissum ekkert hvað yrði
um hana. Þegar þeir sáu að hún
myndi lifa þetta af þá undir-
bjuggu þeir okkur meðal ann-
ars undir að mjög líklega yrði
hún blind, skemmdimar á sjón-
taugunum væru varanlegar",
segir Gyða.
Ingibjörg er hetja
Ættingjar, vinir og samstarfs-
menn stóðu eins og klettar við
hliðina á fjölskyldunni á Jress-
um erfiða tíma og við fundum
hvað fjölskylda og góðir vinir
skipta miklu máli.
Yfirmenn okkar beggja, Eirík-
ur Hermannsson skólamála-
stjóri og Aðalsteinn Sigfússon
félagsmálastjóri Kópavogsbæj-
ar, sýndu okkur mikinn skiln-
ing meðan á veikindum Ingi-
bjargar stóð og það hjálpaði
okkur einnig mikið að finna
alla þá hlýju og stuðning sem
við fengum frá samstarfsfólki í
Reykjanesbæ. Það tóku bara
allir utan um mann. Fólk úr
Reykjanesbæ hringdi líka mik-
ið í okkur og ég mér fannst
bærinn allt í einu ferlega lítill
og hlýr. Það stóðu allir með
okkur“, segir Gylfi Jón.
Ingibjörg vaknaði eftir tíu
daga en það tók hana tæpar
þrjár vikur þangað til hún fór
að segja fyrstu orðin.
JOLABLAÐ
VÍKURFRÉTTA
2 0 0 0
BS