Víkurfréttir - 14.12.2000, Page 70
JÓLASMÁSAGA FYRIR
6 Ö R N
Fyrir mörgum, mörgum árum komu tveir fátækir
fömmenn að stómm og ríkmannlegum bæ og
báðust gistingar. „Nei“, sögðu bóndi og húsfreyja
einum rómi „við höfum ekkert rúm fyrir flæk-
inga.“
Fömmennimir urðu að halda ferð sinni áfram og
brátt komu þeir að koti þar sem fátækur bóndi og
kona hans bjuggu. Þeir börðu á dyr og spurðu
hvort þeir gætu fengið næturgistingu.
„Það er ykkur velkomið ef þið getið gert ykkur að
góðu það lítilræði sem við getum boðið ykkur.“
Ferðalangamir þökkuðu innilega fyrir sig og
gengu í bæinn. Þeir höfðu ekki dvalið lengi hjá fá-
tæku hjónunum þegar konan hvíslaði að bónda
sínum: „Eigum við ekki að athuga hvort við get-
um ekki gefið gestum okkar eitthvað gott að
borða? Það er jú aðfangadagskvöld. Við skulum
slátra kiðlingi.“
„Það skulum við gera“, samsinnti bóndinn.
Svo slátmðu þau kiðlingi, steiktu kjötið og átu öll
nægju sína.
Þegar komið var að háttatíma gengu hjónin úr
rúmi fyrir gesti sína og buðu þeim rúmin sín. Sjálf
lögðust þau til svefns á gólfmu í eldhúsinu. Næsta
dag, jóladag, fóm þau öll fjögur til kirkju. Þegar
messu var lokið báðu hjónin fömmenn að gera sér
þann greiða að dvelja lengur hjá sér. „Við eigum
svo mikið af kjöti núna og þið verðið endilega að
hjálpa okkur að borða það.“
Ferðamennimir þökkuðu fyrir sig og kváðust
gjaman vilja dvelja hjá þeim jóladag og annan í
jólum. Snemma morguns þriðja í jólum kvöddu
flakkaramir fátæku hjónin og þökkuðu þeim fögr-
um orðum gestrisnina. Þeim fannst leitt að geta
ekki launað hjónunum gestrisnina því þeir sögðust
ekkert eiga til að gefa í staðinn. „Það gerir nú ekk-
ert til“, svöruðu hjónin einum rómi. „Við hýstum
ykkur ekki til að fá greiðslu fyrir það.“
Rétt í þann mund er flakkaramir vom að fara,
sagði annar þeirra:
„Var kiðlingurinn hymdur?“
, Já, já“, svaraði bóndi. „En homin em lítils virði,
þau étur enginn."
„Hve mörg vom homin?“ spurði flakkarinn.
„Þau vom nú tvö“, svaraði bóndi.
, Jæja, þá fáið þið tvær óskir“, sagði flakkarinn.
„Óskið þess sem þið viljið.“
Bóndi sagðist einskis óska sér nema guðs blessun-
ar, daglegs brauðs og eilífs lífs eftir dauðann.
„Guð veitir ykkur það“, sögðu förumennimir.
„Við komum aftur að ári“, og þeir fóm leiðar
sinnar.
Upp ffá þessu gekk fátæka bóndanum og konu
hans allt í haginn. Kýrin bar þremur hraustum
kálfum, báðar æmíir þeirra bám fjómm lömbum
hvor og gyltan fæddi svo marga grísi að það var
varla tölu á komið. Allt sem þau gróðursettu, óx
og dafnaði svo undmm sætti.
Þannig urðu þau vel efnuð og leið betur en nokkm
sinni áður.
Hjónunum var oft hugsað til förumannanna. Þau
hlökkuðu mikið til næstu jóla því þá kæmu þessir
ágætis menn í heimsókn á ný eins og þeir höfðu
lofað.
Allir í sveitinni höfðu tekið eftir velgengni hjón-
anna í kotinu og veltu vöngum yfir henni. Þau
sem hugsuðu mest um hvemig stæði á þessari
dæmalausu velgengni vom ríku hjónin á stórbýl-
inu. Þegar þau fréttu að alla velgengnina ættu fá-
tæku hjónin því að þakka að þau hýstu tvo flæk-
inga um síðustu jól, urðu þau bálreið. Þeim fannst
jafnvel að kotbóndinn og kona hans, hefðu stolið
óskunum tveimur frá sér. Fömmennimir komu jú
fyrst til þeirra á stórbýlið og - ef þau hefðu vitað
þá...
Þegar ríku hjónin fréttu að förumennimir væm
væntanlegir aftur um næstu jól báðu þau kotbónd-
ann og konu hans vinsamlegast að leyfa sér nú að
taka á móti blessuðum mönnunum.
Hjónakomin úr kotinu gátu ekki annað en látið
það eftir þeim. Sérstaklega af því að þetta vom ná-
grannar þeirra og raunar hið besta fólk, sagði kot-
bóndinn.
A aðfangadagskvöld var barið að dymm í kotinu.
Fömmennimir vom komnir eins og þeir höfðu
lofað. Hjónin tóku vel á móti þeim með kostum
og kynjum og áttu ekki orð til að lýsa þakklæti
sínu fyrir allt það sem förumennimir höfðu gert
fyrir þau. Förumennimir spurðu hvort þeir mættu
dvelja hjá þeim um jólin.
„Alveg væri það nú meira en velkomið“, sögðu
hjónin í kór. En svo mundu þau hverju þau hefðu
lofað nágrönnum sínum. Þau sögðu fömmönnun-
um að þessum ágætu nágrönnum hefði þótt það
svo leitt að geta ekki tekið á móti þeim um síðustu
jól. Nú vildu þau bæta fyrir það og bjóða föm-
mönnunum að dvelja hjá sér yfir jólin.
, Jæja, úr því að þið viljið", sögðu förumennimir.
„Við fömm þangað í kvöld en í fyrramálið fömm
við með ykkur í kirkju.“
Vikapilturinn á stórbýlinu var látinn bíða við tún-
garðinn og fylgjast með mannaferðum. Þegar
hann sá til fömmannanna hljóð hann inn í bæ og
hrópaði: „Þeir em komnir. Þeir em komnir!"
Stórbóndinn og kona hans flýttu sér til að taka á
móti gestunum.
Þau báðu innilega afsökunar á því að hafa vísað
þeim burt í fyrra og buðu þeim svo inn í stofu.
Bóndinn hafði slátrað feitum uxa og húsfreyja var
búin að steikja kjötið.
Dýrindis kræsingar vom bomar á borð og þegar
gengið var til náða vom förumennimir leiddir inn
í fínasta svefnherbergið á bænum þar sem stóðu
tvö uppbúin rúm.
Næsta dag vöknuðu förumennimir árla morguns.
Bóndinn og kona hans báðu þá blessaða að vera
hjá sér um jólin. En förumennimir sögðust þurfa
að kveðja því þeir ætluðu til kirkju. Síðan sögðust
þeir myndu halda ferð sinni áfram.
Bóndi spennti strax bestu hestana sína fyrir vagn-
inn og bauðst til að aka þeim til kirkju. Aður en
förumennimir lögðu af stað þökkuðu þeir alla
gestrisnina en kváðust því miður ekki geta greitt
fyrir hana því þeir ættu enga peninga.
„En bíðið við“, sagði annar þeirra. „Var uxinn
ekki hymdur?“
, Jú, jú, vissulega", svaraði bóndinn ákafur. Hann
hafði heyrt söguna um kiðlingshomin ífá því árið
áður og nú ætlaði hann ekki að láta happ úr hendi
sleppa.
„Hvað vom homin mörg?“, spurði förumaðurinn.
Húsfreyja togaði í ermina á jakka bónda síns og
hvíslaði: „Segðu fjögur, segðu fjögur.“
Bóndi sagði því að uxinn hefði verið með fjögur
hom. „Nú já! Þá getið þið fengið fjóraróskir, tvær
fyrir hvort ykkar.“
Síðan settust þeir í vagninn og bóndi ók af stað til
kirkju. Bóndi flýtti sér alla leiðina og þegar til
kirkju var komið sagði bóndi: „Því miður get ég
ekki komið inn með ykkur. Ég verð að flýta mér
heim.“
Bónda fannst að hann yrði að flýta sér heim því
hann gat ekki beðið með að óska sér. Bóndi var að
hugsa um þetta allt saman þegar annar hesturinn
hnaut við fót og missti skeifu. Bóndi varð að stöð-
va og bæta úr því. En loks þegar hann var búinn
að jáma hestinn og ætlaði aftur sá hann sér til
mikillar gremju að hinn hesturinn var líka búinn
að missa skeifu.
„Fjandinn hirði ykkur, tmntumar ykkar!“ hrópaði
bóndi í bræði.
Fyrr en varði vom hestamir á bak og burt. Vesal-
ings bóndinn sat nú þama í vagninum með taum-
ana í höndunum en án hesta. Hann varð að skilja
vagninn eftir og halda heim fótgangandi. Bóndinn
var búinn að fá eina ósk uppfyllta. Þó hann bölv-
aði sjálfum sér fyrir klaufaskapinn hafði hann ekki
miklar áhyggjur. Han átti sjálfur eina ósk eftir og
konan hans tvær. Hann gæti auðveldlega eignast
eins marga hesta og hann vildi, ásamt alls konar
gulli og gersemum. Hann þurfti bara að vanda sig
þegar hann óskaði sér. Því þrammaði hann áfram
veginn, léttur í lund. Meðan á þessu gekk beið
húsfreyjan heima. Hún var orðin óþolinmóð að
bíða eftir bónda sínum. Hún var oft búin að ganga
út fyrir til að gá að manni sínum og ekki bólaði á
honum. Loks missti hún þolinmæðina, dæsti og
sagði: ,Æ, hvað ég vildi að endemis þrjóturinn,
hann bóndi minn, væri nú kominn hingað heim.“
Hún hafði varla sleppt orðinu en bóndinn stóð á
hlaðinu hjá kerlingu, ljóslifandi.
,Æ, hvaða klaufaskapur. Nú er ég búin að nota
aðra óskina mína og núna á ég bara eina eftir. En
hvemig stendur á því að þú standir þama eins og
þvara? Hvar er vagninn og hestamir?"
„Ég var sá erkiklaufi að rnissa út úr mér að fjárinn
mætti hirða hestana og hann er víst búinn að því.
Þetta er allt þér að kenna. Það fylgir því ógæfa að
hafa rangt við. Þú sagðir að uxinn hefði verið með
fjögur hom. Þú skrökvaðir og ég vildi að homin
væru föst á hausnum á þér!“ tautaði bóndinn ön-
ugur.
Og viti menn. Bóndi trúði ekki sínum eigin aug-
um. Homin sátu föst á höfði kerlingar og æpti hún
hástöfum: „Hvað hefur þú gert? Hvað hefur þú
gert?“
Nú vom þau búin að nota þjrár óskir og aðeins ein
var eftir. Bóndi reyndi að róa konu sína og sagði:
„Vandaðujúg nú mín kæra, við eigum aðeins eina
ósk eftir. Oskaðu þér nú nóg af peningum, notaðu
tækifærið!“
„Nei, þakka þér fyrir“, svaraði konan snúðugt.
„Þú skalt ekki láta þér detta í hug að ég ætli að
ganga um með hom á hausnum það sem eftir er
ævinnar.“
Og hún var ekki lengi að óska sér þess að fjárinn
tæki þessu bansettu hom.
Um leið hurfu homin en hjónin stóðu eftir með
sárt ennið, hestunum og uxanum fátækari.
Græðgin varð þeim að falli!
70
JÓLABLAÐ
VÍHURFRÉTTA
2 Q □ □