Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.2001, Page 17

Víkurfréttir - 22.02.2001, Page 17
I I Borgarhverfi: Fyrirtæki í flugþjónustu Borgarhverli er staðsett á besta stað við Reykjanesbraut í grennd við Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Þar er gert ráð fyrir fyrirtœkjum sem tengj- ast flug- og ferðaþjónustu. Lóðimar í hverfinu verða allt að 15.000 fermetrar að stærð. „Borgarhverfi er tilvalið fyrir fyrirtæki sem hafa hag af því að vera staðsett nálægt flug- vellinum, s.s. flugfélög, bíla- leigur og hraðflutningafyrir- tæki. Hverfið stendur við Reykjanesbrautina en allir ferðalangar sem leið eiga um flugvöllinn aka þar framhjá. Unnið er að deiliskipulagi fyrir þetta hverfi og óskað er eftir hugmyndum um nýtingu svæðisins", segir Olafur Kjart- ansson framkvæmdastjóri MOA. Fallegan sjavarloðir við Lagseylu í Njarðvík Tuttugu og sjö lóðum fyrir rað-, par- og ein- býlishús verður út- hlutað í Lágseylu innan skamms. Vinnu við gatna- gerð lýkur í febrúar og verða lóðir byggingarhæfar í mars. Höfundur deiliskipulags í Lágseylu er Verkfræðistofa Njarðvíkur. „A næstu þremur ámm verður farið út í stækkun leikskólans í Innri Njarðvík og bygging nýs grunnskóla er einnig fyrirhug- uð í hverfinu á næstu árum þannig að svæðið ætti að henta bamafólki mjög vel“, segir Jó- hann Bergmann bæjarverk- fræðingur Reykjanesbæjar. Auglýsinga- síminn er 421 4717 Faxnúmerið er 421 2777 Netfang: auglysingar@vf.is Víkurfráttir Á iðnaðarsvæðinu í Helguvík hafa þegar verið skipulagðar um 80 lóðir en þær verða allt að 25.000 fermetrar að stærð. Fullkomin uppskipunar- aðstaða í Helguvík Aiðnaðarsvæðinu í Helguvík hafa þegar verið skipulagðar um 80 lóðir en þær verða allt að 25.000 fermetrar að stærð. Þar munu fyrirtæki sem stunda hafnsækinn iðnað koma sér fyrir í framtíðinni. Að sögn Jóhanns býður höfn- in upp á margs konar mögu- leika en þar er ein fullkomn- asta uppskipunaraðstaða fyr- ir olíu á landinu. „Hér er um að ræða svæði sem innflutn- ings- eða útflutningsfyrirtæki í örum vexti ættu að líta til en á svæðinu er einnig nægur aðgangur að ferskvatni og raforku.“ Verkfræðistofa Suðurnesja er höfundur deiliskipulags í Helguvík. Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 17

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.