Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 9
39. tölublað • fimmtudagurinn 26. september 2002 FRÉTTIR • MANNLÍF Daglegar fréttirfrá Suðurnesjum Vel sótt slysavarna- námskeið í Keflavík Að frumkvæði nokkurra mæðra í Reykjanesbæ hélt Árvekni námskeið í Reykjanesbæ um slys á börn- um, forvarnir og skyndihjálp. Herdís L. Storgaard, fram- kvæmdastjóri Árveknis, var leiðbeinandi á námskeiðinu auk þess sem Rannveig Einars- dóttir, yfirfélagsráðgjafi hjá Fjölskvldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar veitti upplýs- ingar um þau verkefni sem Barnaverndarnefnd Reykja- nesbæjar hefur staöið fyrir á þessum vettvangi. Námskeiðið var haldið dagana 18. og 19. september sl. í Holtaskóla og sóttu 25 foreldrar námskeiðið. Árvekni, sem er átaksverkefni í slysavömum barna og unglinga, er ætlað að efla og samhæfa að- gerðir þeirra sem þegar vinna að slysavömum bama og unglinga. Árvekni hefur unnið í því að bæta skráningu barna- og ung- lingaslysa, skilgreina brýnustu verkefni og leiðir til úrbóta og samhæfa aðgerðir til fræðslu og forvama. Einnig hefur Árvekni veitt ráðgjöf um slysavamir þessa aldurshóps og tekið við ábend- ingum um slysagildrur og til- kynningum um slys. Hjá Reykjanesbæ falla öryggis- mál barna undir Barnaverndar- nefnd og hefiir nefndin á sl. ámm unnið að ýmsum verkefnum til að tryggja öryggi barna í um- hverfmu og má þar nefha ábend- ingar varðandi slysahættur og til- mæli til foreldra, gátlistar hafa verið sendir út o.fl. Simsvari hef- ur verið settur á laggimar og em bæjarbúar hvattir til að hringja og benda á slysahættur og úrbætur hvað þær varðar. Simanúmer símsvarans er 421 -6780. Alfa-námskeið í Garðinum Miövikudaginn 2. október kl. 19 veröur Alfa-námskeið haldið í safnaðarheimilinu Sæborgu í Garði og hefst það með sérstöku kynningarkvöldi. Námskeiðið vcrður síðan á miðvikudagskvöidum og stendur í 10 vikur. Alfa eru skemmtileg og lifandi námskeið um kristna trú. Nám- skeiðin byggjast upp á sameiginlegri máltíð, fyrirlestri, umræðum og stuttri samvem. Þau henta vel fyrir þá sem vilja kynna sér krist- indóminn og heilaga ritningu á einfaldan og auðskiljanlegan hátt. Alfa er fyrsti stafúrinn í griska stafrófinu og er námskeiðið um undirstöðuatriði kristinnar trúar. Reynt er að hafa námskeiðið í not- arlegu og afslöppuðu umhverfí og er kennslan sett fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Alfa námskeið eru nú haldin í flestum kristnum kirkjudeildum í yfír 130 löndum um allan heim. Alfa hefur vakið gífurlega athygli kirkjuleiðtoga, þjóðarleiðtoga og hölmiðla enda hafa um 4 milljón- ir sótt námskeiðið. Alfa námskeið hafa verið haldin á íslandi í nokkur ár og hefúr þátt- taka aukist á hveiju ári. Nú gefst þér kostur á að taka þátt í slíku námskeiði. Nánari upplýs- ingar er hægt að fá hjá Mariu Hauksdóttur s. 421 5181, gsm 864 5436, Kristjönu Kjartansdóttur s. 422 7278 eða sóknarpresti Bimi S. Bjömssyni s. 422 7025. 635 í tónlistarnámi í Reykjanesbæ Fjöldi nemenda við Tón- listarskóla Reykjanes- bæjar cr nú samtals 635. Þar af eru 349 forskólanem- endur og 286 í almcnnu tón- listarnámi. Fjöldi kennara er 36 í 25 stööugildum, þar af eru 16 kennarar búsettir í Reykjanesbæ. Þetta kom fram á fundi Skóla- og fræðsluráðs Reykjanesbæjar um málefni Tónlistarskólans, sem haldinn var í vikunni. Skólastarf Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fer fram á sex stöðum í bænum, við Þórustíg, Austurgötu og í grunnskólun- um fjórum. Lögð er áhersla á að Tónlistarskóli Reykjanes- bæjar hafi trygga aðstöðu til ráðstöfunar innan grunnskól- anna eða a.m.k. þijár kennslu- stofúr vegna hljóðfærakennslu. Gera þarf þarfagreiningu vegna tónlistarskóla með það í huga að hann starfi áfram innan grunnskólanna. Skóla- og fræðsluráð óskar er eftir grein- argerð ffá skólastjóra um hvað þurfí til að styrkja stöðu tónlist- arkennslu innan grunnskól- anna, segir i fúndargerð. Bíllinn skemmdur íannað sinn Gunnar Þór Sæþórsson sem býr í Reykjanesbæ varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vinnubíllinn hans var skemmdur á bryggjunni í Grindavík á dögunum. Gunnar Þór sem stundar sjómennsku frá Grindavík segir að þetta sé í fjórða skiptið sem bíllinn hans sé skemmdur á bryggjunni frá því árið 1993. Vinnubíllinn sem hann ekur á núna hefur tvisvar sinnum verið skemmdur, en í þetta skiptið var þakið beyglað, tvær rúður brotnar og sparkað í hliðarnar. Gunnar segir að lögreglan sé að rannsaka málið og hann varar fólk við því að leggja bílunum sínum á bryggjunni í Grindavík. Víkurfréttir á Netinu - www.vf.is ÚTGERÐARMENN ATHUGIÐ! Önnumst skoðun og eftirlit gúmmí- björgunarbátum,björgunarbúningum, og sjálfvirkum sleppibúnaði. Skoðum sleppibúnað um leið og við skilum af okkur bátunum. GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTA ABÖMNESS Ægisbraut 19, Akranesi ímar 431 1617 og 894 3526. Fax 431 4617. 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.