Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 16
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR Málverkasýning Skúla framlengd Málverkasýning Skúla Thoroddsen í húsgagnaverslun- inni Kjarna, Hafnargötu 57 í Kctlavík, cr framlengd til 12. október. LJni fjögur- hundruö manns hafa séö sýninguna sem var sctt upp í tilefni Lósanætur. Sýningunni hefur verið ágæt- lega tekið að sögn Skúla og nokkrar myndir hafa selst. Málverkasýningu Guðrúnar að Ijúka Málvcrkasýningu Guðrúnar Karls- dóttur í betri stofu Bústoöar aö Tjarnargötu 2 mun Ijúka nú um helgina. Sýningin cr opin á opnun- artima verslunarinnar. Hér er á feröinni athyglisverð sýning en myndir lista- konunnar koma mjög á óvart. Æsa þakkar góðan stuðning Hinni árlegu pokasölu Lionsklúbbsins ÆSU lauk nú nýlcga. Lionsklúbburinn ÆSA vill koma á framfæri kæru þakklæti til íbúa Rcykja- nesbæjar fyrir höfðinglegar móttökur við pokasöluna sl.vikur. Leoncie með útgáfutónleika í Sandgerði Indverska prinsessan og söngkonan Leoncie held- ur útgáfutónleika á Vit- anum í Sandgerði nk. föstu- dag, 27. september. Þar kynnir Leoncic nýja gcisla- diskinn sinn, Sexy Lover- boy. Söngkonan og skemmtikrafturinn samdi öll lögin sjálf og spilaöi en diskurinn var hlóðritaöur hjá Geimsteini í sumar. SEXY LOVBERBOY er til söíu í HLJÓMVALI í Kefla- vík og i helstu plötubúðum Reykjavíkur. Miðasala á tónleikana á föstudag hefst kl.22.00. Tón- leika byrjar KI.23.00-24.00 Leoncie kemur öllum á óvart eins og henni einni er lagið, segir í tilkynningu frá söng- konunni. Auglýsingasíminn er 421 0000 Faxnúmer: 421 0020 16. HEILSUEFLING Klipptu út greinina og geymdu! Suðurnesin á Vika 1 - Allir með! Guðríður Brynjarsdóttir Bergþór Magnússon Kristjana H. Gunnarsdóttir Með 90 ára afmælisverk- efni ÍSÍ að lciðarljósi „ÍSLAND Á IÐI“ þar sem markmiöiö er að hvetja landsmenn á öllum aldri til aukinnar hreyfingar, verður sett af stað verkefnið „Suður- nesin á iði!“ þar sem öllum les- endum Víkurfrétta býðst að taka þátt í. Að verkefninu standa þrír íþróttakennarar, þau Kristjana H. Gunnarsdótt- ir, Bergþór Magnússon og Guðríður Brynjarsdóttir, en þau eru öll að nema íþrótta- fræði við Kcnnaraháskóla Is- lands. Verkefnið stendur í 6 vikur og felst í þvi að fá sem flesta Suður- nesjamenn til að ganga/skokka/- hlaupa 2,5 km nokkmm sinnum i viku. Þú fylgist vel með í Víkurfréttum í hverri viku, þar sem þú aflar þér fróðleiks og vitneskju um hvem- ig þú ferð að! Boðið verður upp á þolmælingar í upphafi, eftir 3 vikur og í lok 6 vikna, öllum að kostnaðarlausu. Hver og einn set- ur sér sitt eigið markmið í upp- hafiogfer síðan af stað. Þó er ráðlegt fyrir þá sem em 40 ára og eldri og hafa ekki stundað reglu- lega líkamsrækt, eiga við hjart- veiki að striða, of háan blóðþrýst- ing, insúlinháða sykursýki, eða finnur fyrir ákafri mæði við létta áreynslu, að fara í læknisskoðun áður en haldið er af stað. Mikilvægt er að ofgera sér ekki, hlusta þarf á sinn eigin líkama og vinna út frá því. Þegar þú hefur tekið þá ákvörðun um að vera með í þessar 6 vikur, getur þú komið við í næstu sund- laug og fengið skráningarspjald, þar sem þú heldur utan um mæt- ingar þínar. Gott ráð er að hengja spjaldið á ískápinn, þar sem aðrir í fjölskyldunni eru gerðir með- virkir þátttakendur, þannig að allir geti fylgst með hvernig gengur. Það er í þínu valdi hvort þú velur að taka þátt í þolmæl- ingum, en ítreka má að það virk- ar mjög hvetjandi að hafa eitt- hvað til að stefna að. Þolmæling- in fer þannig ffam að þú gengur 2,0 km. á tíma, út frá tímanum færðu uppgefoa þoltölu sem seg- ir til um hvemig þolástand þitt er. I hvert sinn sem þú kemur í þol- mælingu færðu óvæntan glaðn- ing. í lok þessara 6 vikna getur þú skilað inn skráningarspjaldi þínu til umsjónaraðila, þá fer nafn þitt í pott sem dregið verður úr, og hljóta þeir heppnu hrausta vinninga í boði líkamsræktar- stöðvarinnar Lífsstíls og K- sports. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þjóðin er að fitna og offita og hreyfingarleysi eru vaxandi vandamál, því viljum við hvetja Suðumesjamenn til að taka þátt í baráttunni við letidrauginn ! Verkefriið er ætlað fólki á öllum aldri í mismunandi ásigkomu- lagi. Tilvalið er að fá alla fjöl- skylduna með, þ.e. foreldrar sýni börnum sínum gott fordæmi og taki þátt og hvetji bömin áfram. Alþjóðalega heilbrigðisstofnunin hefur sett það markmið að fólk stundi þolþjálfun minnst þrisvar í viku, í 20 mín. í senn, þannig að líkaminn hitni og verði móður. En hafa skal hugfast að margt smátt gerir eitt stórt ! Athugaðu vel að það er aldrei of seint að bytja ! Minnispunktar vikunnar ! • Skráðu niður markmið þitt ! • Náðu þér í skráningarspjald í næstu sundlaug • Talaðu við lækni ef áður upptal- in einkenni eiga við þig ! • Mættu í þolpróf sunnud. 29. sept. kl. 16.30 í Reykjaneshöll- ina ! • Fáðu æfingaráætlun við hæfi þér til stuðnings, þegar þú mætir í mælingu ! • Bytjaðu að æfa, en farðu rólega Suðurnes ÍSLANDSBANKI aítósl. fyrir þátttakendur Sundlaugar á Suðurnejsum Gúmmíbátaþjónusta Keflavíkur Vitastíg 2, Keflavík. Þar sem starfsemi gúmmíbátaþjónustu Keflavíkur hættir störfum frá og með 1. október 2002 vill hún þakka útgerðamönnum og sjómönnum fyrir viðskiptin á liðnum áratugum. Þjónustan flyst til skoðunarstöðvar Vikings sem staðsett er við Hvaleyrarbraut 27, Hafnarfirði. F.h. Gúmmíbátaþjónustu Keflavíkur. Kveðjur til allra. Ingvar Hallgrímsson. FOSTUDAGUR OG LAUGARDAGUR Dj. X heldur uppi stuðinu fram á rauða nótt aldurstakmark H-38 Hafnargata 38

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.