Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 19
39. tölublað • fimmtudagurinn 26. september 2002 Hvetuv til vandaðri vinnubragða meirihlutans Bæjarfulltrúi Samfylking- arinnar segir sjálfstæöis- menn í Reykjanesbæ beita fyrir sig embættismönn- um, vitandi það að kjörnir bæjarfulltrúar beri höfuð ábyrgð á því að keypt hafi ver- ið kennslustofa án heimildar. Guðbrandur Einarsson, bæj- arfulltrúi Samfylkingarinnar, lagði fram eftirfarandi bókun vegna kennslustofu við Heiðar- skóla í Keflavík á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæj- ár: ,,Undirritaður lagði ífam á bæjar- stjómarfundi þann 3. september 2002 fyrirspum vegna kennslu- stofu sem búið var að kaupa og koma á sinn stað án heimildar. 1 bæjarráði þann 12. september sl. var málið tekið fyrir og lagt írarn bréf umhverfis- og tæknisviðs vegna málsins. I bréfi heldur embættismaðurinn þvi fram að orð hans á bæjarráðsfundi þann 13. júni sl. hafi fallið í þá vem að reikna mætti með kaupum á þriðju kennslustofúnni. Undirrit- aður mætti sem varamaður á um- ræddan bæjarráðsfund og stað- festir hér að viðkomandi embætt- ismaður var ekki kallaður inn á fundinn undir þessum lið. Þenn- an lið sem var 20. liður á dagskrá skýrði bæjarstjóri og gerði það vel. Hins vegar var viðkomandi embættismaður kallaður inn á fúndinn til þess að gefa skýringar á lið 21 og 22 sem fjölluðu um tilboð sem farið var í án þess að gert væri ráð fyrir þeim í fjár- hagsáætlun að öllu leyti. Því miður grípa sjálfstæðismenn til þess að beita fyrir sig embættis- manni í málinu vitandi að kjömir bæjarfúlltrúar bera höfúð ábyrgð. Eg mun ekki gera ffekari athuga- semdir í þessu máli en vil hvetja til vandaðri vinnubragða í ffam- haldinu. Guðbrandur Einarsson “. Stjórn DS samþykkir framkvæmdir í Garði Stjórn Dvalarlieintila skipulagi og byggist samþykkt aldraðra á Suðurnesj- stjórnarinnar á því og breyttri um hefur samþykkt afstöðu Reykjanesbæjar sem fyrir sitt levti að Gerðahrepp- fallið hefur frá andstöðu sinni. ur fái að byggja tíu íhúöir Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í fyrir aldraða á eignarlóö Garði, vonast til að aðstaða hjúkrunarheimilisins Garð- sveitarstjórnanna liggi fyrir eff- vangs í Garði. Samþykktin cr ir fúndi bæjarstjóma og hrepps- þó háð santþykki sveitarfélag- nefnda í byrjun næsta mánaðar anna fjögurra sem eiga aöild þannig að fljótlega verði hægt að heimilinu. Suðurnesjasíða að hefjast handa við fram- Morgunhlaösins grcinir frá kvæmdir. þessu í morgun. Bygging íbúðanna var boðin út Stjóm DS lagðist á sínum tíma í vor og býður verktakinn eftir gegn uppbyggingu sem Gerða- leyfi til framkvæmda, segir í hreppur áformaði á lóð Garð- Morgunblaðinu. vangs. Hreppurinn breytti síðar Leiðrétting í viðtali við Kristján Gunnarsson, formann Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur sem birtist í Víkurfféttum sem kom út sl. fímmtu- dag birtist meinleg villa, en þar er talað um Samband Sunnlenskra sveitarfélaga sem misritaðist, en að sjálfsögðu var átt við Samband sveitarfélaga á Suðumesjum. Vikurfféttir biðjast velvirðingar á þessum mistökum. Ekki slakað á í útivistarmálum í Reykjanesbæ Forvarnar- og útivistarmál á Ljósanótt í Reykjanes- bæ voru til umfjöllunar á síðasta fundi Tómstunda- og íþróttaráðs Reykjanesbæjar. Þar segir að þrátt fyrir að vel hafi tekist til að þessu sinni með af- skipti m.a. af unglingum þetta kvöld og nótt, verði hvergi slak- að á í útivistarmálum bama og ungmenna og þeim skilaboðum verði komið til foreldra að á Ljósanótt er lögð rík áhersla á samveru fjölskyldunnar og að ábyrgðin er foreldranna að úti- vistarreglumar séu virtar. Tómstunda- og íþróttaráð lýsir ánægju með starffækslu upplýs- inga- og öryggismiðstöðvar að Hafnargötu 8 og þakkar eigend- um hússins fyrir afnotin. Jafn- ffamt þakkarflR félögum í Pútt- klúbbi Suðumesja fyrir veitta að- stoð, m.a. við að liðsinna týndum bömum. Björgunarhundar æfðu á Suðurnesjum Eélagar í Björgunarhundasveit Islands æfðu hunda sýna um helgina á tveimur stööum á Suðurnesjum. Hundarnir og þjálfarar þeirra voru hér í boði Björgunarhundasveitar Suður- nesja, sem starfar undir merkj- um Björgunarsveitarinnar Suð- urnes. Æfingar fóru fram við Trölladyngju á laugardag og i Svartsengi á sunnudag. Þegar æfingum lauk var komið saman í björgunarstöðinni viö 1 loltsgötu í Njarðvík þar scm menn og hundar báru saman bækur sínar. REYKJANESBÆR ÚtMstatíml bama Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanes- bæjar vekur athygli foreldra á að frá 1. september til 1. maí er útivistar- tími bama sem hér segir: Böm, 12 ára og yngri, mega ekki vera á aimannafæri eftir klukkan 20 nema í fylgd með fullorðnum. Böm, sem em á aldrinum 13 til 16 ára, skulu að sama skapi ekki vera á almanna- færi eftir klukkan 22, enda séu þau ekki | á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta eða æskulýðssamkomu. : Ef foreldrar virða útivistartímann munu bömin læra að sætta sig við hann. Kannanir benda til að öryggi bama sé meiri hætta búin eftir að löglegum útivistartíma lýkur. Félagsmálastjóri NU GETUR ÞU LÆRT 0G NAD T0KUM A á 3 kvöldum: 1., 3ja og 8. okt. Þú þarft aðeins að hafa skrifblokk og gott skap meðferðis. Allt annað (skrautskriftarpenni, gyllingarpenni, forskriftarbók o.þ.h.) allt þetta innifalið í vægu þátttökugjaldi. ALLIR geta lært skrautskrift: Börn, aldraðir, örvhentir, illa skrifandi o.s.frv. Þetta er auðveldara en þú heldur. Kennari er Jens Guð., vinsælasti skrautskriftarkennarinn hérlendis og í nágrannalöndum, m.a. vegna hraðvirkrar kennslutækni. Láttu vini þína vita af þessu tækifæri til að vinna sér inn aukatekjur / í framtíðinni með því að skrautrita firmamerki, auglýsingar, tilkynningar, viðurkenningarskjöl, heiðursskjöl, meistarabréf, jarðarfaraborða, nöfn fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka, innan í bækur... Væri ekki gaman að skrautskrifa innan í jólakortin og -bækurnar? / Svona námskeið hefur löngum verið vinsæl jólagjöf. Upplýsingar og innritun hjá Miöstöð símenntunar á Suðurnesjum, sími 421 7500 Banana Boat STÆRÐIN skiptir máli! Græna Banana Boat hreina Aloe Vera gelið græðir og kælir. Tvöfalt meira magn, helmingi lægra verð! • Exem? Sóriasis? Húðþurrkur? Kláði? Prófaðu gula Banana Boat E-gelið eða Naturica Ört+ • Banana Boat sjálfbrúnkukremið sigraði í vísindalegri samanburðarrannsól bandaríska tímaritsins Glamour. • Sólbrúnkufestandi Banana Boat After Sun Body Lotion lengir endingu sólbrunkunnar um 7 - 9 vikur og hindrar ótímabæra öldrun húðarinnar. • Embrace sólkremin eru hlaðin kynæsandi ferónómum. Tilraunir sýna að þau auka aðráttaraflið um 83%. • Blek-bomban er úr hraðvirkri sólarolíu og kolkrabbableki. Blekið er að uþþistöðu melanin, sama efnið og er brúni litur sólbrunkunna Fæst í apótekum, sólbaðsstofum, snyrtivöruverslunum. Einnig í verslun Bláa geislans, Brautarholti 4 í Reykjavík og Aloe Vera, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.