Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 2
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTiR Bærinn greiði fimm en fái hundrað milljónir Bæjar)fir\ölduni í Reykjancsbæ hcfur borist tilkynning íbúðalánasjóðs um aö sam- þykkt er að veita Reykja- nesbæ viðbótarlán úr ll)úð- arlánasjóði á árinu 2002 að fjárhæð kr. 100.000.000,- Lán þessi komi til greiðslu þegar sveitarfélagiö hefur innt af hcndi framlag sitt í varasjóð viðbótarlána, scm nemur 5%. Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir fjárveitinguna að upphæð kr. 5.000.000,- og vísar upphæðinni til endur- skoðunar fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar. Stofnfiskur vill byggja við Kalmanstjörn Fiskeldisfyrirtækið Stofnfískur hf. hcfur sótt um byggingarleyfi fyrir 200 m2 cldishúsi mcð rannsóknaraðstööu og starfsmannaaðstöðu ásamt plani umhverfís borholu austan þjóðvegar við Kalm- anstjörn við Hafnir. Skipulags- og byggingar- nefhd Reykjanesbæjar tekur vel í erindið á síðasta fundi sínum, þó með þeim ábend- ingum að uppbygging mann- virkja sé innan þess svæðis sem affnarkað er í aðalskipu- lagi. 25% fækkun barna í leikja- skóla Keflavíkur Allssóttu 160 böm á aldrinum 6-11 ára leikjaskóla Keflavíkur í sumar. Skýrsla íþrótta- og lcikjaskóla Keflavíkur var kynnt á síöasta fundiTóm- stunda- og íþróttaráðs bæj- arins. Nokkra athygli vekur að í fyrra voru börnin 215, sem gerir um 25% fækkun á milli ára. Nokkrar um- ræður urðu um skýringar á þcssari fækkun og kont m.a. fram að ein skýringin gæti verið aukið framboö á íþróttum og tómstundum fyrir þcssa aldurshópa. Starfsmenn íþrótta- og tóm- stundadeildar (ÍTD) munu skila til TÍR samantekt á þátt- töku bama og ungmenna í sumamámskeiðum s.l. sumar, eftir að allar skýrslur ffá samningsaðilum TÍR em komnar í hús. 9 FYRST OG FREMST Sölusamningar við stóra Ilok þessa mánaðar mun Saltverksmiðj- an á Reykjanesi taka til starfa á ný eftir þó nokkurt hlé. Sævar Pétursson rekstrarráðgjafi hefur unnið að endur- reisn rckstrarins síðasta ntánuð og er hann starfandi framkvæmdastjóri. Sævar segir að nú þegar sé búið að gcra sölusamninga við nokkra stóra aðila og munu þeir fá salt- ið afhent innan 30 daga. Að sögn Sævars er allur búnaður verksmiöjunnar í lagi og segir hann aö farið verði hægt af stað: „Við komum til með að fara rólega af stað og þróa okkur áfiam,, Sævar segir að saltið sem ffamleitt sé í verksmiðjunni sé einstakt þvi í saltinu er um 60% minna natríum en í venju- legu salti: „Eg tel að það séu miklir mögu- leikar fyrir þetta svæði með saltverksmiðj- unni. Við erum með einstaka auðlind þarna úti og við getum svo sannarlega sagt að við séum að framleiða heilsusalt, sem er mjög gott fyrir hjartasjúklinga til dæmis. Það getur enginn ffamleitt svona salt nema við, en það aðila í höfn hefur verið reynt að blanda salt til að minnka natrium innihaldið í því.“ Saltið sem ffamleitt verður í verksmiðjunni verður pakkað á Ak- ureyri og i Danmörku, en Sævar segir að í ffamtíðinni horfí menn á þann möguleika að pakka ffamleiðslunni á Suðumesjum: „Eg er mjög bjartsýnn á að reksturinn gangi vel en það er aðalmálið að fara hægt af stað, ná fleiri sölusamningum og þróa reksturinn síðan áffam,“ segir Sævar að lokum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: Heilsugæslulæknar að hætta að er auðvitaö afar baga- legt að þurfa að yfirgefa Suðurnesin og skilja hcilsugæsluna eftir læknislausa enda höfum við verið mjög ánægð hér í starfi og viljum helst vinna hér áfram. Þaö er ótrúlegt að heilbrigðisráöhcrra leyfí þcssari stöðu að koma upp en ráöuneytið er einfaldlega að renna út á tíma, segir", segir Ragnar Gunnarsson læknir við Heilbrigöisstofnun Suðurnesja í samtali við Víkurfréttir Eins og ffam hefur komið sögðu heimilislæknar á Suðurnesjum upp störfum s.l. vor vegna deilu þeirra við Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið (HTR) og taka uppsagnimar gildi I. nóv- ember n.k. í samtali við Ragnar var hann spurður nánar um stöðu mála. - Hver er ástæða þess að þið cruð að hætta störfum hér? „Heimilislæknar sækjast effir því að Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið veiti þeim, sem sérffæðingum í heimilislækning- um, sömu starfsréttindi og aðrir sérgreinalæknar búa við. Þetta þýðir að við viljum hafa val um hvort við störfúm hjá hinu opin- bera á heilsugæslu eða á lækna- stofu samkvæmt svonefndum gjaldskrársamningi við Trygg- ingarstofnun ríkisins. Sumir vilja hugsanlega vinna í hlutastarfi á heilsugæslu og að öðrum hluta á stofú. Margir mundu hins vegar vilja halda óbreyttu starfi á heilsugæslu. Það er alls ekki svo að meirihluti heimilislækna vilji hætta sem heilsugæslulæknar, þeir vilja einfaldlega hafa val eins og sérfræðingar í öðrum greinum lækninga. Þessi deila snýst ekki um kaup og kjör held- ur er urn starfsréttindabaráttu að ræða. Uppsagnirnar í vor komu til vegna óánægju okkar með ffam- komu HTR í okkar garð en eins og margir vita breytti ráðuneytið í upphafi árs fyrirkomulagi á greiðslu læknisvottorða í heilsu- gæslu á landinu. í kjölfar þeirra breytinga úrskurðaði kjaranefnd í mars sl. að vottorðavinna heilsu- gæslulækna væri alfarið hluti af aðalstarfi þeirra. Þetta þýddi gjörbreytingu á áratuga hefð á vottorðavinnu heilsugæslulækna. Mörg þessara vottorða hafa heilsugæslulæknar unnið í yftr- vinnu vegna þess að enginn tími hefúr verið til þess i dagvinnu. Ef heilsugæslulæknar fylgja þessum fyrirmælum alfarið þýðir það að þeir sinna færri sjúklingum dag- lega og þar með skerðist þjón- ustugeta heilsugæslustöðva. Frá því að þetta átti sér stað í vor hef- ur mikið vatn runnið til sjávar og deila heimilislækna i landinu við HTR snýst nú umfram allt um áðumefúd starfsréttindi". - Nú hafa læknar í Hafnarfirði sagt upp ásanit ykkur. Af hver- ju segja ekki fleiri læknar upp starfi fyrst þetta er barátta á landsvísu? „Það er víða annars staðar en á þessum tveimur stöðum sem heintilislæknar hafa verið að segja upp og bætist í hópinn bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni nú í hverjum mánuði. Það er komin upp grafalvarleg staða í heilsugæslu á landinu og HTR hefúr hingað til ekki haft burði til að leysa þenn- an vanda. Við heimilislæknar á Suðumesjum höfúm átt í beinurn viðræðum við ráðuneytið en eng- in lausn hefur fengist í málinu. Hið sama gildir um allar aðrar samningaviðræður sem ráðuneyt- ið hefur átt, m.a. við Félag ís- lenskra heimilislækna. Okkur þykir þessi þróun mála mjög slæm og ekki síst gagnvart ibú- um á svæðinu. Það er auðvitað afar bagalegt að þurfa að yfirgefa Suðumesin og skilja heilsugæsl- una eftir læknislausa enda höfúm við verið mjög ánægð hér í starfi og viljum helst vinna hér áfram. Það er ótrúlegt að heilbrigðisráð- herra leyfi þessari stöðu að koma upp en ráðuneytið er einfaldlega að renna út á tíma. Við heilsu- gæslulæknar á Suðurnesjum verðum á allra næstu dögum að gera ráðstafanir með vinnu ann- ars staðar fyrst ekki hefúr samist í deilunni," segir Ragnar að lok- um Auglýsingasíminn er 421 0000 ismsniMait ICELANOsea

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.