Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 13
39. tölublað • fimmtudagurinn 26. september 2002 MANNLÍF • FRÉTTIR VIKUR FRÉTTIR Auglýsingasíminn er 421 0000 Faxnúmer.-421 0020 Natalía Chow nýr organisti Ytri-Njarðvíkurkirkju Nú cru þrjú skip uppi í flotkvíum í Hafnar- firöi. Neptúnus ÞH, scm strandaði í Grindasik á dögunum cr í minni kví Vél- smiðju Orms og Víglundar en Grindvíkingur GK og Hrafn Sveinbjarnarson GK, skip Þor- bjarnar-Fiskaness eru báðir uppi í þeirri stærri. „Það er svona nudd i skipaviðgerðum núna. Við erum með þrjú skip uppi. Það er verið að skoða skemmdir á Neptúnusi eftir að hann strandaði í Grindavík. Svo eru Grindavíkurskipin Hrafn Svein- bjamarson GK og Grindvíkingur GK bæði uppi í stærri kvinni. Við emm að endumýja skrúfubúnað Grindvíkings og það er klassaskoðun á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK“, sagði Guðmundur Víglundsson hjá Vétsmiðju Orms og Víglundar í viðtali við lnterSeafood.com ERTU Á LAUSU NÆSTA ÁRIÐ? Réttað var í Þórkötlu- staðarétt í Grindavík um síðustu helgi. Þar var bæði fé- og mannmargt. Stemmningin í réttinni var góð og sungið í hverju horni, enda söngolía á svæðinu. Þá var dregið í dilka en það fé sem smalað er í réttina í Grindavík er allt í eigu frístundabænda. Jóhannes Kr. Kristjánsson Ijósmyn- dari Víkurfrétta fangaði stemmninguna í Þórkötlu- staðarrétt á meðfylgjandi myndir. Grindavíkurskipin í kví í Hafnarfirði. VF- mynd: I Jóhannes Kr. Kristjánsson Tvö Grindavík- urskip í kví í Hafnarfirði Nýr organisti í Síðasta sunnudag var messað í Njarðvíkur- kirkju og var það fyrsta messa nýs organista Innri- Njarðvíkursóknar. Arngerður María Árnadóttir hefur verið ráðin sem organisti Njarðvík- urkirkju og mun hún jafn- framt verða kórstjóri Kirkjukórs Njarðvíkurkirkju og sjá um tónlistartlutning vegna barnastarls. Um leið og sóknamefnd Innri- Njarðvíkurkirkju Njarðvíkur vill bjóða Amgerði Mariu velkomna til starfa, þá vill nefndin jafnframt þakka fráfar- andi organista, Steinari Guð- mundssyni, fyrir hans störf fyrir sóknina. I lok messu á sunnu- daginn var færði formaður sókn- amefndar, Jón A. Brynleifsson, Amgerði blóm í tilefni dagsins og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Meðþeimá myndinni er sóknarpresturinn, sr. Baldur Rafh Sigurðsson. Auglýst er laust til umsóknar 100% starf bað- og sundlaugarvarðar í íþróttamiðstöðinni í Sandgerði. Um er að ræða afleysingastarf í eitt ár. Umsækjendur þurfa að standast kröfur sem eru gerðar til sundvarða samkvæmt reglugerð um öryggi á sundstöðum. í starfinu felst klefavarsla í karlaklefa. Starfið er unnið í vaktavinnu. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofum Sandgerðisbæjar og ber að skila þeim á sama stað. Einnig er hægt að sækja um á vefnum á www.sandgerdi.is. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 9. október nk. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi STFS. Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 423 7966. íþróttamiðstöðin er reyklaus vinnustaður. íþrótta- og tómstundafulltrúi Sandgerðisbæjar.____________ Þann 1. desember 2001 réð sóknarnefnd Ytri-Njarð- víkursóknar Natalíu Chow sem organista við Ytri- Njaróvíkurkirkju. Verksvið organista er að bcra ábyrgð á og stýra tónlistarmólum safn- aðarins í umboði sóknarnefnd- ar og hafa umsjón mcð og sjá um þjálfun kirkjukórsins. Fram til 1. september sl. starfaði Natalía jafnffamt sem organisti við Hafnartjaróarkirkju en þar sem störfiim hennar er lokið þar mun hún að fúllu koma inn í starf Ytri-Njarðvíkursóknar. Til að efla söngstatfið og vera organista til aðstoðar var í upphafi þessa árs skipuð tónlistamefnd, en for- maður nefndarinnar er Árni Brynjólfur Hjaltason og frá systrafélagi kirkjunnar situr Ólaf- ía Friðriksdóttir. Nefndinni til ráðgjafar er skólastjóri Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, Haraldur Ámi Haraldsson en stefnt er að miklu samstarfi við tónlistarskól- ann. Það er mikill fengur fyrir Ytri- Njarðvikursókn sem telur um 2500 manns að fá svo mikilhæf- an tónlistarmann sem Natalíu til starfa við söfnuðinn, en hún hef- ur lokið BA-próft i tónmennt og einsöngvaraprófi frá Háskóla í Hong Kong. Framhaldsnám stundaði Natalía í Bretlandi og lauk MA-námi i tónlist. Á Islandi hefúr Natalia lokið Kantorsprófi og 8. stigi í orgelleik. Natalía Chow, nýr organisti við orgelið í Ytri-Njarðvíkurkirkju. VF-mynd: JKK Æfingar hjá kór Ytri-Njarðvíkur- kirkju verða á þriðjudagskvöld- um og hefjast kl. 20;00. Áhuga- sömu söngfólki er bent á að hafa samband við Natalíu í síma 555- 1346 og 699-4613, Áma í síma 421-7223 og Ólafiu í síma 421- 1208. 5 SANDGERÐISBÆR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.