Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 22
SPORT molar Síðasti heimaleikur Keflavíkur á spjöld sögunnar 996 áhorfendur mættu að meðaltali á lciki Simadeildar karla í ár. Kellavík og Grinda- vík voru neðarlega á listanum, Grindvíkingar fengu að meðal- tali 657 áhorfendur á leiki sína í sumar og voru í 8. sæti og Keflvíkingar fengu 618 áhor- fendur i 9. sæti. Þess má geta að fæstir áhorfendur mættu á leik Kcflavíkur og KA í 17. umferð eða 236. Hjálmar Jónsson í sigurliði Gautaborgar I Ijálmar Jónsson var í byrjun- arliði Gautaborgar sem sigraöi AIK 2-0 á heimavelli um sl. helgi. Þessi stig voru mikilvæg fyrir liöið þar sem Gautaborg var komið í talsverða fallbar- áttu en með sigrinum fór liðiö upp í 11. sæti. GJOGUR .. .lll.itfi tfíiUutí ;»*»!*: i;íé. i'jSp WfflsHIBÍW. Mjttu •pfnfflimir-rt Þórarinn Kristjánsson skoraði fjórða mark Keflavíkur. VF-mynd/pket Nýtt og betra félagsheimili I tilefni þess að Keflavík íþrót- ta- og ungmennafclagið er að taka í notkun nýtt og glæsilcgt félagsheimili að Hringbraut 108 býöur aðalstjórn fclagsins öllum bæjarbúum og velunnu- rum félagsins að koma og skoða nýja félagsheimilió og þiggja veitingar á 74. afmælis- dcgi félagsins sunnudaginn 29. scptcmbcr kl. 15.00-17.00. Stórsigur Keflvíkinga á Grindavík, 4-1 í síðustu umferð Símadeildar karla sl. laugardag dugði liðinu ckki til að halda sér uppi í efstu deild þar sem Fram sigraði KA 3-0 á Akureyri. Því munu Kefl- víkingar spila í 1. dcild næsta sumar ásamt grönnum sínum úr Njarðvík. Grindvíkingar skoruðu fyrsta mark leiksins en þar var að verki Grétar Hjartarson með sitt 13. mark á timabilinu og með því tryggði hann sér markakóngstitil- inn í ár. Grindvíkingar voru tölu- vert sterkari aðilinn í fyrri hálf- leik og að honum loknum var staðan 1-0. í seinni hálfleik komu Keflvíkingar dýrvitlausir til leiks og með mikilli baráttu náðu þeir að skora fjögur mörk þar sem Guðmundur Steinarsson og Þórarinn Kristjánsson skor- uðu sín tvö mörkin hvor. Liðið hefði hins vegar þurft að skora tvö mörk til viðbótar til að halda veru sinni i deildinni og þrátt fyr- ir fleirir færi tókst það ekki. Keflavíkurliði á hrós skilið fyrir frábæran leik. Þeir sýndu mikla baráttu og var hreinlega unun að ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN GARÐI sjá til liðsins. Allir leikmenn liðs- ins tóku virkan þátt í leiknum og gáfúst aldrei upp enda uppskáru þeir góðan sigur. Það verður því að teljast nokkur kaldhæðni að Keflavíkurliðið haft fallið eftir að hafa átt sinn besta leik í sumar, en svona er fótboltinn. Keflvikingar þurfa þó ekki að kvíða framtíðinni þar sem liðið er mjög ungt og ef rétt verður haldið á spilunum ætti liðið að fara beinustu leið upp aftur. Nokkuð víst þykir að Guðmund- ur Steinarsson og Adolf Sveins- son munu ekki spila með liðinu á næsta tímabili það sem þeir eru á leið til Danmerkur. Kjartan Más- son hefúr kvatt liðið, hann stjóm- aði sínum síðasta leik á laugar- dag og því mun nýr þjálfari reyna að koma liðinu upp úr 1. deild. Guðmundur Steinarsson I lólmar örtl Rúnarsson Grétar I Ijartarson 9 Olafur ívar Jónsson Geoig Birgisson llaukur Ingi Guðnason Geslur Gylfason Óli Stcfíin l’lóventsson Eysteinn I lauksson Garðbraut 94 sími: 4227300 veffang: www.ig.is Grétar Hjartarson: SUND • ÞREK • LJÓS • ÍÞRÓTTASALUR Breyttur opnunartími á morgnana frá 20. september. Opnum l<l. 06 á virkum dögum Sértímar í boði í þreksai: Þriðjud, fimmtud. kl. 06:20 og laugard. kl.10:10. Body-þol/ þrek. Dagga (hefst 2. okt.) Mánud/ miðvikud. kl. 18:20 og laugard. kl.10:10. Body-þol, þrek. Dagga (hefst 2. okt) Mánud, þriðjud, fimmtud. kl. 17:15. Leikfimi, Laufey. Þriðjud, fimmtud, kl. 18:15 og laugard. kl. 16:00. Box, karlar. Þriðjud, fimmtud, kl. 19:30 og laugard. kl. 15:00. Box, konur. Munið heimasíðu okkar www.ig.is Ekki hræddur við að skjóta Grétar Hjartarsson sókn- armaður í liði Grindavík- ur sem valinn var marka- kóngur íslandsmótsins er ánægður með að Grindavík náði þriðja sæti í mótinu. Hann segir að það séu að sjálfsögðu vonbrigði að hafa ekki náð toppsætinu, en hann segir að Grindavíkurliðið nái hugsan- lega Evrópusæti og það séu sárabætur: „Við getum náttúrulega bara sjálfúm okkur um kennt að hafa ekki náð fyrsta sætinu, en við erum sáttir.“ Það hefúr vakið at- hygli í sumar að flest mörkin sem Grétar hefúr skorað í sumar hefúr verið fyrir utan vítateig, en Grétar segir að ástæðan fyrir því sé sú að hann hafi verið ófeim- inn við að skjóta á markið og að spurður að því hvort hann stefni aftur á atvinnumennskuna svara hann: „Maður setur náttúrulega stefnuna þangað, en ég á eitt ár eftir hjá Grindavík og ég ætla að klára það.“ Grétar segir að lið Keflavíkur hafi spila mjög vel á laugardaginn: „Mér finnst synd að sjá á eftir liðinu niður í 1. deild og ef þeir hefðu spilað fleiri svona leiki í sumar þá hefðu þeir aldrei fallið," segir markakóng-

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.