Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 12
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is MAÐUR VIKUNNAR „Myndi selja félags- heimilið Festi ef ég væri bæjarstjóri í einn dag“ - segir Eiríkur Tómasson útgerðarmaður en hann svaraði nokkrum spurningum í léttum dúr. Eiríkur er maður vikunnar að þessu sinni. Nal'n: EirikurTómasson Fædd/-ur hvar og hvcnær: 17.05.53 í Reykjavík Atvinna: Forstjóri Þorbjamar Fiskaness hf. Maki: Margrét Gunnarsdóttir Börn: 4 strákar Hvaða bækur ertu að lesa núna? Ævisaga Jónasar Hallgrims- sonar Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug, þegar þú vaknar á morgnana? Kíkja út á sjóinn. Ef þú gætir unnið viö Itvað sem er, hvað væri það? Sjávarútveg eins og hann var þegar ég var að bytja, með netaútgerð, síldarútveg og saltfiskvinnslu. Hvað er það allra skemmtilegasta sem þú gerir? Vera á vélsleða í fogru veðri á fjöllum með góðum hópi fólks. Hvað fer mcst í taugarnar á þér, og hvers vegna? Sviksemi og leti- ástæða augljós. Ef þú værir bæjarstjúri í einn dag hvað væri það fyrsta sem þú myndir gcra? Líklega selja félagsheimilið Festi. Það ertíma- skekkja hjá sveitarfélögum eins og Grindavik að eiga og reka slíka starfsemi. Áttu þér draum sem þú átt eftir að láta rætast? Já. Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Fara út að skokka og synda. Hvað finnst þér mikilvægt að gera? Standa mig í einkalífí og starfi. Hvað er með öllu ónauðsynlegt í lífi þínu? Skartgripir. Hvað er það nauðsynlegasta í lífi þínu? Góð heilsa og góð fjöl- skylda. Borðar þú morgunmat? Já lítillega. Gætir þú lifaö án síma, sjónvarps, og tölvu? Líklega, en það myndi margt breytast. Hvaö er mikilvægasta hcimilistækiö á heimili þínu, og hvers vegna? Fjarstýringin á sjónvarpinu, hún gerir manni kleift að horfa á tvo leiki í einu. Hvað er þaó neyðarlcgasta sem þú hefur gert? Það verðurekki upplýst, en úr einhvetju er að velja. Áttu þér fyrirmynd? Enga eina, en ég vehi því stundum fýrir mér hegðun og framkomu fólks, bæði í jákvæðum og neikvæðum skilningi. Lífsmottó? Þegar markmiðunum hefur verið náð að setja sér ný. Daglegarfréttir frá Suðurnesjum Víkurfréttir á Netinu www.vf.is ÞÓRKÖTLUSTAÐARÉTT Kristján Pálsson alþingismaður tók lagið með þeim Dagbjarti Einarssyni fiskverkanda og Guðmundi Sigurðssyni stórsöngvara og hestamanni í Þórkötlustaðarétt við Grindavík síðdegis á sunnudag. Réttirnar voru síðbúnar þar sem ekki tókst að smala á laugardag vegna þoku.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.