Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 15
— Foreldrar áttu ánægjulegan eftirmiðdag íðastliðinn laugardag var haldið málþing í Fjölbrautaskóla Suður- nesja sem bar yfirskriftina „Aftur í skóla“ Þar flutti Ámi Sigfússon bæjarstióri Reykja- ncsbæjar ávarp, Olafur Grét- ar Gunnarsson tjölskyldu- og stjórnunarráðgjafi flutti fyr- irlestur um ofdekrun, Maja Potrajak frá fyrrum Júgoslavíu las ljóð á íslcnsku, sýnd var myndin Brot og síð- an tók fólk þátt í ýmsum mál- stofum. Góður rómur var gerður að málþinginu sem foreldrafélögin á Suðumesjum stóðu að ásamt Ólafi Grétari. Tilgangur mál- þingsins var að kynna foreldr- um leiðir til að styrkja sig í sínu vandasama hlutverki með iýrirlestrum og kynna íyrir for- eldrum námskeið sem hjálpa þeim að styðja bömin sín til að ná þeim árangri í námi sem geta þeirra leyfir. Það er stað- reynd að líðan barna og for- eldra hefiir áhrif á námsárangur. Málþingið var vel sótt og vakti stuttmyndin Brot eftir kvik- myndakonuna Helenu Stefáns- dóttir sérstaka hrifningu. Gam- an er að geta þess að Helena á ættir að rekja til Suðumesja þar sem hún hóf sína grunnskóla- göngu. Erindi hennar vakti for- eldra til umhugsunar ekki síður en mynd hennar. Guðbjöm Herbert Gunnarsson sem sá um bamagæsluna ásamt körfuboltastelpum úr 10. flokki i Keflavik sagði að börnin hefðu unað sér vel á meðan for- eldrar námu það sem fram fór. Stúlkumar nutu þess að gæta bamanna og leggja sitt af mörk- um. Getum við öll verið stolt af unglingunum okkar. Foreldrar á Suðumesjum sýndu það eins og oft áður að þeir em meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgir uppeldishlutverkinu og að þeir þurfa að leita leiða til að styðja sig og styrkja. Liður í því er að blanda geði við aðra foreldra sér til gagns og gam- ans. Ellert Eiríksson var mál- þingsstjóri og skilaði því hlut- verki af stakri prýði. Aðstaða og starfsfólk Fjölbrautaskóla Suð- urnesja hjálpaði til að skapa hlýtt og afslappað andrúmsloft. Em þeim sem stóðu að þinginu færðar þakkir fyrir ftamtakið. Helga Margrél Guðinundsdóttir 39. tölublað • fimmtudagurinn 26. september 2002 Lokað vegna alþjóða bílasýningar föstudaginn 27. september. Opnum aftur þriðjudaginn Dagdvöl aldraðra við Suð- urgötu í Keflavík fagnaði 10 ára afmæli í gær, mánudaginn 23. september. I tilefni dagsins voru rjómatert- ur og smurbrauð á borðum og gestum boðið upp á kafTi, kakó og gosdrykki. í dag sækja nítján cinstaklingar dagdvölina hvern virkan dag en þegar starfsemin byrjaði fyrir tíu árum voru einstaklnigarnir tíu. 1 tilefni afmælisins var þeim Rósu Teitsdóttur og Aðalbergi Þórarinsssyni færð blóm en þau hafa tekið virkan þátt í starfi dagdvalarinnar ffá opnun hennar fýriráratug. Opið hús Laugardaginn 28. september kl. 10-16 verður opið hús í dagdvöl aldraðra, Suðurgötu 12-14, Reykjanesbæ. Dagdvölin er starfandi að Suður- götu 12 -14 og hefur verið starf- rækt þar frá upphafi, fyrst um sinn í hluta af neðstu hæð húss- ins í samvinnu við félagsstarf aldraðra en síðustu árin á allri hæðinni. Dagdvöl er stuðningsúrræði fýrir eldri borgara sem búa í heima- húsum þar sem boðið er upp á keyrslu til og frá heimili, böðun, fúllt fæði, ýmsa tómstundaiðju, félagsþjónustu o.fl. Dagdvölin er starffækt á vegum Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar með daggjöld- um ffá Heilbrigðis- og tygginga- málaráðuneytinu. í byrjun voru leyfi frá ráðuneytinu fyrir !0 dvalargesti en i dag em leyfin 19 og hafa þau verið fullnýtt frá upphafí. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu og reynt er að sinna hveijum einstaklingi á hans eigin forsendum eftir fremsta megni. Þessi gerð af þjónustuúrræði er það form sem hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu ámm. Dagdvöl fýrir aldraða hefur þann kost í for með sér að einstakling- urinn getur búið lengur heima og dregur úr stofnanavist.Mikil ánægja hefur verið hjá dvalar- gestum og starfsfólki með þetta þjónustuform þar sem markmið- ið er að veita hinum aldraða um- hyggju og stuðla að sjálfstæði hans. Bæjarbúar verið hjartan- lega velkomnir í Dagdvölina laugardaginn 28. september n.k. Það verður kaffí á könnunni. L0KAÐ Inga Lóa Guðmundsdóttir, for- stöðumaður Dagdvalar aldraðra ásamt þeim Rósu Teitsdóttur og Aðalbergi Þórarinssyni með VF-mynd: Hilmar Bragi Losun afbeitu í gám Gámi undir afbeitu hefur verið komið fyrir á svceðinu sunnan við Bakkalág, þarsem nú er losunarstaður fyrir garðaúrgang. Gámurinn verður framvegis tcemdur reglulega. Vakin er sérstök athygli á að losun þess konar úrgangs annars staðar á svceðinu er með öllu óheimil. Skorað er á viðkomandi aðila að hagnýta sér þessa aðstöðu og koma þar með í veg fyrir óþrif og fjölgun meindýra. 1. október kl. 10. Sfmt Brekkustíg 38 • Njarðvík Bœjartceknifrceðingur Grindavíkur Sími 421 8808 ■■■■■ 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.