Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 10
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju OPIÐ HUS Sálarrannsóknarfélag Suöurnesja ueröur meö opiö hús miöuikudaginn 2. október nk. kl. 20.30. í húsi félagsins aö Víkurbraut 13. Guörún Mjörleifsdóttir ueröur meö fyrirlestur; kaffi á könnunni. Félagar fjölmenniö. Stjórnin. Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík FUNDARBOÐ Boðað er til fundar í Félagi Suðurnesjamanna í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 1. október n.k., kl. 17:oo í fundarsal Skógræktarfélags Islands að Ránargötu 18, Reykjavík. Fundarefnið er: Landsspilda félagsins við Háa-Bjalla við Vogastapa, Vatnsleysustrandarhreppi, og framtíðareignarhald á henni. Starfsemi félagsins hefur legið niðri nú um alllangt skeið en eldri félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn, en til hans er boðað að frumkvæði Skógræktarfélags Islands og Skógræktarfélagsins Skógfeíls, Vogum. Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík Félags- og aðalfundur Reykjanes, félag smábátaeigenda á Reykjanesi, tilkynnir félags- og aðalfund laugardaginn 5. október nk. Sprengifundur. Nánar auglýst síðar. Æfingarhjá kór Ytri-Njarövikurkirkju verða á þriðjudagskvöldum og hefjast kl. 20.30 Natalía mun einnig sjá um raddþjálfun. Áhugasömu söngfólki er bent á að hafa samband við Natalíu í síma 555 1346 og 699 4613, Árna í síma 421 7223 og Ólafíu ísíma 421 1208. M SJÁVARÚTVEGUR Á SUÐURNESJUM Óskar Ævarsson, rekstrarstjóri Samherja hf,- Fiskimjöls og Lýsis í Grindavík: Verkalýðsforingi í blindgötu - athugasemdir við málflutning Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, í síðasta tölublaði Víkurfrétta Isíðasta tölublaði Víkur- frctta var saniantekt um samdrátt aflahcimilda á Suðurncsjum og cins og svo oft áður var núgildandi flsk- veiðistjórnunarkcrfi alfariö kennt um. í blaðinu cr rætt við formanns Visis, fclags skipstjórnarmanna á Suður- ncsjum, forinann Sjómanna- sambands Islands og síðast en ekki síst Kristján Gunnars- son, formann Vcrkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Undirritaður hafði ekki hugsað sér að taka þátt í umræðu um þessi mál, en sökum þess að Kristján nefnir Samherja hf. í Grindavík sérstaklega í grein sinni er óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við málflutning hans. I greininni segir Kristján Gunn- arsson orðrétt: „Þetta eru skelft- legar tölur og það má setja spumingarmerki við þann kvóta sem hefur farið til stóru risanna í Grindavík, sem t.d. Samherji á stóran hlut í. Hver segir að afl- anum sé landað á Suðumesjum, þó kvótinn sé skráður þar?" Með þessum orðum er Kristján Gunnarsson að gefa í skyn að Samherji hf. sé að færa kvóta frá Grindavík til annarra svæða á landinu. Svo er alls ekki - þvert á móti. Hvað á Kristján við með orðun- um „sem Samhetji á stóran hlut í?“ Er hann að vísa til sjávarút- vegsfyrirækjanna Þorbjörns- Fiskaness hf. og/eða Vísis hf.? Ut af fyrir sig væri ekki slæmt að eiga hlut í þessum öflugu fyrirtækjum, en svo er ekki. Samherji hf. og Fiskimjöl og Lýsi eru eitt og sama fyrirtækið - þessi fyrirtæki voru sameinuð fýrir fimm árum. A þeim fimm árum sem Sam- heiji hf. hefur komið að rekstr- inum í Grindavík heflir að jafn- Óskar Ævarsson, rekstrarstjóri Samherja hf. - Fiskimjöls og Lýsis í Grindavík aði 70-80% af uppsjávarkvóta Samheija verið landað þar á ári hverju. Þessar aflaheimildir í uppsjávarfiski eru skráðar á Ak- ureyri en ekki i Grindavík. Engu að síður er þeim landað í Grindavík. Það er því að snúa hlutunum algjörlega á hvolf þegar Kristján Gunnarson lætur að því liggja að Samherji hafi flutt kvóta ffá staðnum. Þvert á móti hefur Samheiji nýtt stærst- an hluta af uppsjávarkvóta fyrir- tækisins, sem er skráður á Akur- eyri, suður til Grindavíkur til þess að treysta og efla starfsem- ina þar. Og vert er að hafa í huga að sá kvóti í uppsjávarteg- undum sem nú er unninn hjá Samherja í Grindavík er sem næst 40% meiri en allur upp- sjávarkvóti Fiskimjöls og Lýsis áður en Samhetji kom að rekstri fýrirtækisins á sínum tíma. Og enn frekari talnastaðreyndir Kristjáni Gunnarssyni og les- endum Vikurffétta til glöggvun- ar: Síðustu tvö ár hefur verið land- að um 93 þúsund tonnum af uppsjávarfiski í Grindavík og í ár stefnir í að 105-110 þúsund tonnunr af uppsjávarfiski verði ■ ---------....------------------ landað þar. Stærstur hluti þessa kvóta er skráður á Akureyri en ekki í Grindavík. Samkvæmt tölum Fiskistofu var heildarafli sem barst á land í Grindavík árið 2000 og 2001 um 136 þúsund tonn hvort ár - þar af var hiutur Samherja í loðnu, síld og kolmunna um 93 þúsund tonn hvort ár. Eftir að Víkurfréttir komu út í síðustu viku hringdi ég í Krist- ján Gunnarsson og gerði at- hugasemdir við málflutning hans í blaðinu. Kristján hafði fá svör á reiðum höndum og sagði sem svo að vel gæti verið að hann hefði ekki farið með rétt mál! Það verður að gera þá lágmarks kröfu til manns í ábyrgðarstöðu eins og Kristján Gunnarsson er í að áður en farið er með slíkar vangaveltur í opinbera umfjöll- un sé gerð í það minnsta tilraun til þess að grafast fyrir um sann- leiksgildi þeirra. Og svona í lokin. Þegar rætt er um tilflutning aflaheimilda frá einu byggðarlaginu til annars er undantekningalaust hamrað á því að sökudólgurinn sé stórút- gerðin í iandinu sem sogi til sín allan kvótann. Bæði Kristján Gunnarsson og Sævar Gunnars- son, formaður Sjómannasam- bands Islands, ættu að íhuga að aflaheimiidir hafa í umtalsverð- um mæli flust af bátaflotanum á Suðurnesjum yfir á smábáta- flotann í landinu., sem affur hef- ur haft sitt að segja í dvinandi bátaútgerð á Suðumesjum. Sem endranær vilja menn hins vegar gleyma þessari staðreynd. Enda passar hún ekki inn í myndina í endalausum áróðri og hanta- gangi gegn núverandi fiskveiói- stjómunarkerfi, þar sem stöðugt er hamrað á því að stórútgerðin í landinu sé uppspretta hins illa. '"■■'""—.....■—■..—,— .......■ ■ Frítt út að borða Jyrir tvo! Skráðu þig í glænýjan netleik á www.vf.is 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.