Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 11
39. tölublað • fimmtudagurinn 26. september 2002 SJÁVARÚTVEGUR Á SUÐURNESJUM__________________________________| „Ég skynja pirring út í þá sem eiga kvóta og sérstaklega þá sem selja kvóta“ - segir Eiríkur Tómasson forstjóri Þorbjarnar Fiskaness í samtali við Víkurfréttir VÍKURFRÉnAVIÐTALIÐ Viðtal og myndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson Eiríkur Tómasson forstjóri. Sjávarútvegsfyrirtækið Þorbjörn Fiskanes hf. er með starfsscmi í Grinda- vík og Vogum, og er þriðji stærsti kvótaeigandi á landinu, en fyrirtækið hefur yfir tæp- lega 19 þúsund tonnum að ráða í þorskígildum talið. Velta fyrir- tækisins á fyrstu 6 mánuðum ársins var um 2,6 milljarðar króna og hagnaðurinn á sama tímabili nam um 800 milljón- um króna. Fyrirtækið er í meirihlutacigu Suðurnesja- manna, sem áður áttu fyrir- tækin Þorbjörn í Grindavík, Fiskanes í Grindavík,Valdimar íVogum, Hælsvík hf. úr Grindavík og Sæunni úr Kefla- vík. Aðrir stórir eigendur eru Þormóður Rammi á Siglufirði og fjárfestingarfélagið Afl, einnigTryggingamiðstöðin hf., Skeljungur hf. og fleiri aðilar. EirikurTómasson forstjóri Þor- bjamar Fiskaness hf. segir að frá upphafi hafi forsvarsmenn fyrir- tækisins áttað sig á því að það væri nauðsynlegt að halda þess- ari atvinnustarfsemi á svæðinu, líkt og allri annari atvinnustarf- semi: „Öll atvinnustarfsemi sem fer í burtu, hver sem hún er skilur eftir sig gat, það segir sig sjálft. Þeir sem eiga þetta fyrirtæki í dag hafa borið gæfu til þess að vinna saman að því að halda fyrirtæk- inu hér á Suðumesjum og að gera tilraun til að byggja upp eitt af öflugustu sjávarútvegsfýrir- tækjum landsins." Eiríkur segir að ekki sé um neinar töffalausnir að ræða þegar litið er á rekstur og stærð Þorbjamar Fiskaness: „Menn hafa verið einbeittir og sett sér skýr markmið í að vinna að þessu máli og okkur hefiir tek- ist það ágætlega hingað til.“ Sameining sjávarútvegsfyrir- tækja er ofarlega í huga Eiríks: „Það er alveg ljóst að stærri fýrir- tæki eiga oft meiri möguleika en þau minni hvað varðar hagræð- ingu í rekstri. En það er líka til mikið af góðum, vel reknum smærri fyrirtækjum og þau em hémaá Suðumesjum líka.“ Eiríkur segir að með kvótakerf- inu hafi skapast möguleikar til að reka fyrirtæki eins og Þorbjöm Fiskanes: „Ég hef oft sagt það að ef við hefðum ekki haft kvóta- kerfið þá hefðum við ekki getað farið i gegnum þennan niður- skurð sem hefur orðið á veiði- heimildum. Fyrirtækið er að reka 11 skip og við emm með kvóta af 35-40 bátum. Ef að við hefð- um átt að gera út þessa 35-40 báta þá værum við ekki í þessari stöðu sem við emm 1 í dag - við væmm bara ekki til. Ef kvóta- kerfið væri ekki til staðar þá vær- um við sennilega með frelsi og við værum að öllum líkindum búnir að ganga frá fískistofhun- um, því aflið sem býr í flota ís- lendinga er svo gríðarlega mik- ið.“ Eiríkur segir að viss pólitísk öfl í landinu sjái hag sinn í því að þyrla upp moldviðri í kringum kvótakerfið: „Þessi pólitisku öfl vilja gera þá sem starfa í kvóta- kerfinu eftir þeim leikreglum sem settar hafa verið að einhveij- um blórabögglum. Við höfúm aldrei gert annað en að starfa eff- ir lögum. Ég skynja pirring út í þá sem eiga kvóta og sérstaklega þá sem selja kvóta, en fyrir mér er það óskiljanlegt því þeir aðilar sem starfa í þessu kerfi em að fara eftir lögum sem sett em í landinu." Eins og áður segir var velta fýrirtækisins á fýrri hluta þessa árs um 2,6 milljarðar og hagnaðurinn um 800 milljónir: „Fyrirtækið var með eina bestu útkomu á fýrri helmingi ársins ef litið er til sjávarútvegsfýrirtækja á landinu. Þetta tímabil var mjög hagstætt." Eins og ffarn kom í síðustu Vík- urfféttum tjáðu nokkrir forkólfar sjómanna og verkalýðshreyfing- arinnar sig um þróun mála á Suð- umesjum í kvótamálum. Eirikur segist vel geta skilið þá óánægju sem upp er komin þegar afla- heimildir em seldar ffá ákveðn- um svæðum: „Ég skil vel að þeir hafi áhyggjur af því að kvótinn sé að fara ffá þeirra svæði, en það kom ffam hjá Sævari Gunnarssyni að kvóti sem fer ffá einu svæði veitir at- vinnu annarsstaðar, þannig að hann hverfúr ekki. Það er ekki á- sættanlegt að menn séu með á- sakanir eins og formaður Verka- lýðs- og sjómannfélags Keflavík- ur og nágrennis kemur ffam með í síðustu Víkurfféttum þar sem beinlínis koma ffam rangfærslur. Hann verður stöðu sinnar vegna að tala um þetta á málefhalegum nótum. Mér dettur í hug að hann sé í einhverri pólitík, sem hann náttúrolega er.“ Eirikur er bjartsýnn á að atvinnu- starfsemi á Suðumesjum eigi eft- ir að eflast og sérstaða svæðisins einnig: „Ég eyði öllum mínum tíma i að spekúlera í sjávarútvegi en ég veit að það er mjög margt hér á Suðumesjum sem getur veitt atvinnu. Við emm með mjög sterkt svæði en ég tel að það yrði enn sterkara ef öll sveit- ,,Það eru ekki mörg landssvœði sem hafa aðra eins möguleika og Suðurnesin en mettn þmfa að standa santan að því að byggja það á- fram upp. Það sem sker Grittdavíkfrá sveitatfé- lögunum i kringum okkur í sjávarútvegi er sú staðreynd að hér hafa metttt horið gæfu til að standa samatt í upp- byggingunni og hafa sameigittleg markmið, “ segir Eiríkur arfélögin yrðu sameinuð í eitt sveitarfélag þar sem öll starfsemi yrði mun markvissari. Menn þurfa að átta sig á því að sjávar- útvegur er bara einn partur af at- vinnustarfsemi hér á svæðinu. Það yrði mikið áfall fýrir Suður- nesin ef að t.d. Vamarliðið færi og ef að Keflavíkurflugvöllur yrði fluttur til Akureyrar. Það yrði mjög erfiður tími fýrir þetta svæði ef það gerðist, en hinsveg- ar sé ég það ekki gerast. Menn verða að halda utan um þá at- vinnu sem er til staðar, en ekki að vera með skapvonsku út í hana eins og verkalýðsforinginn gerði." Hjá Þorbimi Fiskanesi starfa á bilinu 350-370 manns og skipta þessir aðilar á milli sín 280 heils- ársstörfftm og segist Eiríkur vera bjartsýnn á framtíðina: „Það em ekki mörg landssvæði sem hafa aðra eins möguleika og Suðumesin en menn þurfa að standa saman að því að byggja það áffarn upp. Þaó sem sker Grindavík fftá sveitarfélögunum í kringum okkur í sjávarútvegi er sú staðreynd að hér hafa menn borið gæfú til að standa saman í uppbyggingunni og hafa sameig- inleg markmið," segir Eirikur að lokum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.