Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 8
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is Kjarnorkuvopn í Sandgerði? Samtök hcrstöövaand- stæðinga hafa ritað bæjarstjórn Sand- gerðis bréf þar sem samtök- in óska eftir þátttöku sveit- arfélagsins i afvopnunar- átaki mcð friðlýsingu svæð- isins og skrifi undir yfirlýs- ingu um kjarnorkuvopna- laust sveitarfélag. Bréfið, sem var dagsett 22. ágúst sl. var lagt fram til kynningar á síðasta flmdi bæj- arstjómar Sandgerðis. Ekki hefur enn verið tekin ákvörð- un um það hvort yfirlýsingin verði undirrituð. Auglýsingasíminn er 421 0000 Faxnúmer:421 0020 FRÉTTIR MANNLIF • BÆJARMAL Lögreglan í Keflavík hefur fengið það staðfest að karl- maðurinn sem svipti sig lífi á gistiheimili í Reykjanes- bæ, þann 9. þessa mánaðar var tæplega fertugur írani. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli með falsað vegabréf, en maður- inn hugðist halda til Minn- eapolis. Lögreglan í Dan- mörku hafði tekið fingraför af manninum og með sam- anburði við þau fékkst upp- runi hans staðfestur. Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar Keflavíkur- lögreglunnar segir að Iraninn hafi tvívegis sótt um hæli í Danmörku, fyrst 1996 og aft- ur í upphafi þessa árs. Ekki er vitað hvar maðurinn dvaldi árin þar á milli en líklegt að hann hafi allan tímann verið í Evrópu. Engar grunsemdir hafa kviknað um að íraninn hafi verið í tengslum við hryðjuverkahópa eða í öðrum vafasömum félagsskap. Hann mun hafa verið ókvæntur en lögreglunni hefúr enn ekki tekist að hafa uppi á systkin- um hans i íran. Var íranskur a ð uppruna Lúðvík Geirsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, fór í óvissuferð með starfsfólk bæjarskrifstofu Hafnarfjarðar um Suðurnes sl. fostudag. Hóp- urinn fór víða um svæðið í þessari óvissuferð sinni. Um tíma var talið að Lúðvík og hans fólk væri týnt í svarta þoku á Reykjanesi. Áður en hjálparsveitir voru kallaöar til birtist rútan með fólkinu við brúnna á milli heimsálfa, sem reist var í sumar. Þar tók nýr bæjarstjóri Grindavíkur, Ólaf- ur Örn Ólafsson, á móti fólk- inu. Ólafur var reyndar á gráu svæði, þar sem brúin tilheyrir Reykjanesbæ og því voru bæj- arstjórarnir að hittast í röngu sveitarfélagi. Víkurfréttir lof- uðu að hafa ekki hátt um það! Eftir að hafa gengið á milli heimsálfa afhenti grindvíski bæj- arstjórinn þeim hafnfirska og hans fólki viðurkenningarskjöl því til staðfestingar. Þá var aftur haldið út í óvissuna og nú í Salt- fisksetur Islands í Grindavík. Áður en saltfiskurinn var skoð- aður var léttleika á dósum dreift á fólkið, svona rétt til að tryggja það að allir væru áfram glaðir og kátir. Við höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að þessum léttleikadósum hafi verið dreift nokkuð oft í ferðinni þvi ein- hveijir spurðu að því við brúnna á milli heimsálfa, hvar mætti pissa! Viðar Mar Aðalsteinsson og Árni Sigfússon á gangi yfir upphækkaða gangbraut framan við Myllubakkaskóla í Keflavík. Víkurfréttamynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson »2» Myndin til hliðar: Olafur Örn Olafsson, bæjarstjóri í Grindavík, tekur á móti Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, á land svæði Reykjanesbæjar við Sandvík á Reykjanesi. Að ofan: Lúðvík og hans fólk gengur á milli heimsálfa. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Bœjarstjórar hittust í röngu sveitarfélagi! ulóma Lego vörur ný sending Víkurbraut 62 - sími 426 8711 STÆRSTI fréttavefur Suðurnesja www.vf.is Átak í umferðarmálum Reykjanesbæjar jr vegum umferðar- og tæknisviðs Reykjanes- bæjar hefur í sumar ver- ið lögð sérstök áhersla á að bæta öryggi barna og gangandi vegfarenda þar sem sérstaklega hefur verið hugað að gerð hraöahindrana í íbúðarhverf- um. Að sögn Viðars Más Aðal- steinssonar forstööumanns umferðar- og tækniráðs hafa verið lagðar 37 hraðahindranir í íbúðarhverfi i Reykjanesbæ, 3 í Höfnum, 12 í Ytri-Njarðvík, 3 í Innri-Njarðvík og 19 í Kefla- vík. Viðar Már segir að við ákvörðun um byggingu hraðahindrananna hafi verið byggt á óskum og á- bendingum íbúa, ásamt því sem umferðaröryggisáætlun hafi ver- ið til hliðsjónar. 1 tengslum við á- takið hafa verið lagðir 4,1 kíló- metrar af nýjum og endurgerðum gangstéttum og lagfærðar mis- fellur í gangstígum sem gátu skapað slysahættu. Á blaða- mannafundi sem haldinn var til að kynna átakið kom fram í máli Áma Sigfússonar bæjarstjóra að settur hafi verið á laggimar sér- stakur sími þar sem íbúar geti hringt inn og bent á hættur í um- hverfinu, sérstaklega gagnvart börnum, sem þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar hugar síðan að: „Það er mjög mikilvægt að fá á- fram ábendingar frá foreldrum og íbúum um hættur í umhverf- inu og skapa þannig sem ömgg- ast umhverfi fyrir böm og gang- andi vegfarendur." Ámi segir að sérstaklega hafi verið hugað að öryggismálum í kringum skólana í Reykjanesbæ og má þar nefna hraðahindranir í kringum Heiða- skóla, Myllubakkaskóla og Holtaskóla: „Markmiðið er nátt- úrulega að draga úr hraða í íbúð- arhverfunum og við skólana og draga þannig úr líkum á slysum. En þetta er einungis eitt skref í öryggismálunum og við munum áfíam vinna að þessum málurn," sagði Ámi m.a. Símanúmerið þar sem hægt er að hringja og koma með ábendingar varðandi hættur í umhverfinu er: 421-6780. 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.