Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 14
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR Pörupiltar brutu rúðu |_______________ATVINNULÍFIÐ_____________ Atvinnuleysi nœstmest á Suðurnesjum Lögreglunni í Kcflavík barst á sunmidags- kvöld tilkynning um brothljóð frá leikvelli á Faxabraut. Lögreglumenn fóru á staöinn og sáu þá undir iljarnar á tveimur pörupiltum út í nátt- myrkrið.Við nánari athug- un kom í Ijós að rúða liafði verið brotin. Þá voru höfð afskipti af fjór- um bifreiðum um síðustu helgi vegna vanrækslu á skoðun. Einn á hraðferð á Brautinni Einn ökumaður var kærður fyrir of hrað- an akstur í umdæmi lögreglunnar í Kcflavík á mánudagskvöld. Ökumað- urinn var stöðvaður á Reykjanesbraut á 137 km. hraða þar sem hámarks- hraöinn er 90 km. Viðkom- andi má búast við myndar- legri sekt fyrir athæflð. Að- stæður til aksturs voru ekki góðar, rigning og mikil blcyta á Reykjanesbraut- inni. Raðhús við Steinás samþykkt en einkareknum leikskóla frestað Verktakafyrirtækin Kcflavíkurverktakar hf. og íslenskir aöal- verktakar hf. vilja halda áfram uppbyggingu á nýju íbúðahvcrfi í Grænás- brekkum. Umsóknir um byggingalóðir þessara fyrir- tækja voru samþykktar á síðasta fundi Skipulags- og bygginganefndar. Keflavíkurverktakar sóttu um fjórar lóðir við Steinás og IAV um tvær lóðir. Báðir að- ilar ætla að byggja raðhús. Umsókn um lóð undir einka- rekinn leikskóla frá RV Ráð- gjöf var hins vegar frestað og vísað til endurskoðunar aðal- skipulags. Frekari upplýsing- ar um leikskólann var ekki að hafa í gögnum Reykjanes- bæjar á Netinu. Auglýsingasíminn er 421 0000 Faxnúmer: 421 0020 KETILL JÓSEFSSON HJÁ SVÆÐISVINNUMIÐLUN í VIÐTALI Atvinnuleysi á Suðurnesjum í ágúst- mánuði mældist 2 %, ef miðað er við landið í heild samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun, en í ágústmánuði voru 106 karlar skráðir atvinnulausir og 156 konur. Til samanburðar var hlutfall at- vinnulausra á Suðurnesjum í ágúst í fyrra 0,4% og á árinu 2000 var atvinnuleysið miðað við landiö 0,2% en þá voru 8 karl- menn skráðir atvinnulausir og 25 konur. Um verulcga aukningu er því að ræða þeg- ar litið er á atvinnuleysistölur af Suður- nesjum frá árinu 2000. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mælist nú næstmest á land- inu, en mest atvinnuleysi er á höfuðborgar- svæðinu. Ketill Jósefsson, forstöðumaður Svæðis- vinnumiðlunar Suðumesja segir að veruleg aukning hafi orðið á skráningu atvinnulausra síðustu 4 mánuði. Ketill segir að það hafi komið sér verulega á óvart hvað lítið fækkaði á atvinnuleysisskránni í vor miðað við það sem hann átti von á: „Atvinnuleysið hér á Suðurnesjum er yfirleitt árstíðarbundið og mælist oft mest á haustin og fer vaxandi fram á veturinn, en minnkar þegar vertiðin byijar og er yfirleitt orðið litið í maí. I vor snerist þetta því sem næst við, því veruleg fjölgun varð og mjög lítil fækkun á atvinnuleysis- skránni." Ketill segir meginástæðuna fyrir þessu vera þá að stór verk á vegum verktaka drógust saman, t.d. á Keflavíkurflugvelli og mikið hafi verið um að sjómenn hafi skráð sig, auk samdráttar hjá Flugleiðum: „Við vor- um hrædd um að skólafólk fengi ekki vinnu í sumar, en sem betur fer fengu nær allir vinnu og spilaði Vinnuskóli Reykjanesbæjar þar stórt hlutverk. En við erum að sjá mikla aukningu sjómanna á skránni og það er auð- KETILL JÓSEFSS0N vitað mikið áhyggjuefni, en konur og ófag- lærðir eru enn í meirihluta á skránni." Þegar einstaklingur skráir sig á atvinnuleysisskrá þarf hann að sýna ffarn á vottorð frá vinnu- veitenda að hann hafi unnið þar í 12 mánuði til að sækja um fullar bætur. Úthlutunamefhd atvinnuleysisbóta á Suðumesjum fer yfir um- sóknina og ef hún er samþykkt þarf viðkom- andi að koma á skrifstofu Vinnumiðlunar og skrá sig tvisvar í mánuði: „Við leggjum mikla áherslu á að finna starf fyrir þann sem skráir sig á atvinnuleysisbætur og langflestir at- vinnurekendur eru í góðu sambandi við okk- ur. Við fylgjumst vel með atvinnuauglýsing- um og kynnum störf og nám fyrir þeim sem eru á skránni hjá okkur og bjóðum upp á ýmis úrræði í formi námskeiða þar sem við greiðum hluta af námskeiðsgjöldum eða að fúllu.“ Ketill segir að það sé gerður sérstakur samningur við alla þá sem skrá sig og gengur sá samningur út á það að viðkomandi þarf að leita sér að vinnu og sýna fram á það með óyggjandi hætti: „Þegar fólk kemur og stimplar sig inn hjá okkur á tveggja vikna ffesti, þarf viðkomandi að sýna okkur hvað hann hefúr verið að gera í sínum málum, þ.e. hvar hann hefur verið að sækja um vinnu. Þannig náum við að sinna hverjum einstak- lingi mun betur og fylgja honum mun betur effir en við annars gerðum." Fyrir stuttu sendi Ketill bréf til Sambands sveitarfélaga á Suð- umesjum og til allra sveita- og bæjarstjóma á Suðurnesjum þar sem lýst var áhyggjum Svæðisráðs Svæðisvinnumiðlunar á Suður- nesjum af þróun mála: „Þegar illa árar þá skoða menn það sem betur má fara og koma fram með einhverjar lausnir. Ef það er t.d. hagkvæmara að flytja landvinnslu út á sjó þar sem notuð er olía, hvað er þá að hjá þjóð sem framleiðir rafmagn í miklu mæli? Er ekki möguleiki á að selja þá orku á lægra verði, þá á ég við til fyrirtækja." Ketill er bjartsýnn á að atvinnuleysistölur fari að lækka á nýjan leik, en í augnablikinu sé ástandið ekki gott: „Ef að allar þær fféttir af lokun fyrirtækja og uppsögnum ganga eftir, þá getum við búist við því að fyrir áramót bætist 70-80 manns á atvinnuleysisskrána. Ýmsar ffamkvæmdir eru fyrirhugaðar á næstunni , t.d. breikkun Reykjanesbrautar, vegur fyrir Osabotna, stál- pípuverksmiðjan í Helguvík og Saltverk- smiðja á Reykjanesi," segir Ketill að lokum. Þetta er hluti at myndarlegum gæsahóp sem nærðist á Mánagrund síðdegis á laugardag. VF-mynd: Hilmar Bragi Ljósmyndari Víkurfrétta sagður byssumaður á gæsaveiðum! Neyðarlinunni var síödegis á laugar- l'rétla inn á lögreglustiiðina í Kellavík til að ið" gæsir en skotvopnið sem var notað dag tilkynnl uni iiiann sem væri að sinna þar erindum. Fitlhvað þótti bifreiö reyndisl Ijósmyndavél. Okkar maður hafði skjóta gæsir á Mánagrund við Víkurlfélla svipa til lýsingar á þeirri bifreið séð stóran gæsahóp á Mánagrundinni og Keflavík. Neyðarlínan kom tilkynning- sem vegfarandinn sagði byssumanninn á ákvað að „skjóta" nokkrum myndum al' iinni áfram til lögreglunnar í Keflavík Mánagrund vera á og meira að segja númer- fuglinum. Vígalegt byssuhlaupið var ekkert sem þegar sendi vaska sveina til að liafa iðpassaði. annað en myndarleg aðdráttarlinsa Ijós- uppi á skyttunni, sem virtist vera vel „Varst þú að skjóta gæs úti á Mánagrund", myndarans. Lögreglumennirnir voru kallaðir viipnuð. spurði I lalldór Jensson varðstjóri þegar okk- altur til stöðvar og Ijósmyndari Vikurfrétta er Skömmu eltir að lilkynningin barst lögregl- ar maður kom á lögreglustöðina. lijáls maður! unni i Kellavík slysaðist Ijósmyndari Víkur- Jú, okkar maður kannaðist við að hafa „skot- 1/1

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.