Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 26.09.2002, Blaðsíða 17
39. tölublað • fimmtudagurinn 26. september 2002 Rúnar Arnarson formaður stjórnar knattspyrnu- deildarinnar. Samið um skuldir Knatt- spyrnudeildar Keflavíkur Síðasta haust námu skuld- ir Knattspyrnudeildar Keflavíkur tæpum 60 milljónum króna og segir Rún- ar Arnarson formaður stjórnar knattspyrnudcildarinnar að fyrir síðustu áramót hafi verið hafist handa við aö gera áætl- un um lækkun skulda deildar- innar: „Við fórum á fullt í þessa vinnu síðasta haust og frá þeim tíma hefur okkur tek- ist að semja um allar skuldir dcildarinnar. I áætlunum okk- ar gerum við ráð fyrir því að skuldirnar verði greiddar nið- ur á 5 árum.“ Stjórn knattspyrnudeildarinnar hefur unnið náið með aðalstjóm Keflavíkur, Reykjanesbæ, Spari- sjóði Keflavíkur og Nesprýði ehf. að lausn þessara mála: „Við höf- um gert langtíma rekstrarsamn- ing við Reykjanesbæ um rekstur knattspymuvallana hér i bænum og við höfum getað notað hluta af þeim peningum til að greiða niður skuldir. Nesprýði sér um allan rekstur á völlunum og það er þess vegna sem félagið hefur getað notað hluta af þeim rekstr- arpeningum til greiðslu skulda. Meginþorri skulda deildarinnar llggur hjá Sparisjóði Keflavíkur og við höfitm átt mjög gott sam- starf við Sparisjóðinn um skuld- breytingar og greiðslu skulda á 5 árum.“ Rúnar segir að það sé bjart framundan hjá Knatt- spymudeildinni og að reksturinn í ár verði réttu megin við núllið: „Við reiknum með að á næstu 4 árum náum við að greiða allar okkar skuldir niður eins og gert er ráð fyrir i okkar áætlunum," segir Rúnar að lokum. Tekjutenging leikskólagjalda - einstæðir foreldrar Abæjarstjórnarfundi þann 17.september sl. sam- þykkti bæjarstjórn Reykjanesbæjar tillögu Skóla- og fræðsluráðs um eitt tima- gjald á leikskólum. Tillagan var samþykkt nteð 6 atkvæð- um sjálfstæöismanna gegn 5 atkvæðum minnihlutans. Hingað til hafa gjaldflokkar á leikskólum verið 2, almennt gjald og gjald fýrir einstæða for- eldra og námsmenn. í Reykjavík er gjaldflokkarnir 3 og í öllum sveitarfélögunum í kringum okk- ur eru gjaldflokkar fleiri en 1. Þessi fækkun gjaldflokka mun hafa þau áhrif, að einstæðir for- eldrar sem oftast eru einstæðar mæður, þurfa að sækja um niður- greiðslu leikskólagjalda og verða síðan metnar af leikskólafulltrúa og Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar eftir reglum sem ekki hafa verið útfærðar. Eins og aðrar niðurgreiðslur sveitarfélagsins munu þessar nið- urgreiðslur verða tekjutengdar. Því verður það hlutskipti margra einstæðra foreldra að greiða al- menna gjaldið vegna of hárra tekna. Einstæðum foreldrar í Reykjanesbæ verður gert erfið- ara fýrir með þessu, nú þarf að hafa fyrir því að fá lækkun á gjaldi. Tekjutenging af þessu tagi mun lækka ráðstöfunartekjur ein- stæðra foreldra verulega. En þetta er alveg í anda sjálfstæðis- manna að höggva í þá sem minnst þola. Hvar ber þá næst niður? Guðbrandur Einarsson bœjaifulltrúi Sani- jylkingarinnar FRETTIR Harður slagur í nýju I komandi alþingiskosningum sem fara fram þann 10. maí á næsta ári verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýrri kjör- dæmaskipan. Samkvæmt núver- andi kjördæmaskipan er Reykjaneskjördæmi með 8 þingmenn, en þegar Suðurlands- kjördæmi og Reykjaneskjör- dæmi verða sameinuð í nýju Suðurkjördæmi verða þingmenn kjördæmisins 10 talsins. Sam- kvæmt núverandi kjördæma- skipan eru þingmenn Reykja- nes- og Suðurlandskjördæma 14 talsins. Það má því segja að þingmönnum kjördæmisins fækki, með nýrri kjördæmaskip- an um 4 þingmenn, þrátt fyrir að nýja Suðurkjördæmið verði mun stærra, en það nær frá Reykjanestá austur fyrir Homa- fjörð að Hvalnesskriðum. Suð- urkjördæmið verður stærsta kjördæmi landsins ef miðað er við landfræðilegar forsendur. Þingmönnum á landsbyggðinni fækkar á kostnað höfúðborgar- svæðisins, en Suðurlandskjör- dæmi á kost á einu jöfnunar- þingsæti. 40% kjósenda hins nýja Suðurkjördæmis eru á Suð- urnesjum og því hlýtur staóa Suðumesjamanna að vera nokk- uð sterk í nýja kjördæminu. Það er ljóst að það verður hörð sam- keppni um sæti á listum stjóm- málaflokkana í nýja kjördæm- inu en nú þegar hafa nokkrir þingmenn Reykjaneskjördæmis þegar gefið það út að þeir muni sækjast eftir þingsæti. Þessir þingmenn eru Sigríður Jóhann- esdóttir fyrir Samfylkinguna, Hjálmar Arnason fyrir Fram- sóknarflokkinn og Kristján Páls- son fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ámi Ragnar Ámason hefúr ekki enn gert upp hug sinn í þessum málum. Ekki er enn ljóst með hvaða hætti uppröðun á listana verður, þ.e. hvort um prófkjör eða uppstillingu verður að ræða, en ljóst er að baráttan verður gríðarlega hörð. Nú þegar er „slagurinn" hafinn og ferðast frambjóðendur um nýja kjör- dæmið hver i kapp við annan. Baráttan verður sérstaklega hörð þar sem þingmenn em að átta kjördæmi sig á hinu pólitíska landslagi í nýja kjördæminu og munu án efa nota tímann vel fram að kosningum við að kynna sig í hinu nýja víðfeðma kjördæmi. Eftirtalin Sveitarfélög verða í Suðurkjördæmi: Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshrepp- ur, Austur-Eyjafjallahreppur, Vestur-Eyjafjallahreppur, Aust- ur-Landeyjahreppur, Vestur- Landeyjahreppur, Fljótshlíðar- hreppur, Hvolhreppur, Rangár- vallahreppur, Holta- og Land- sveit, Ásahreppur, Djúpárhrepp- ur, Vestmannaeyjabær, Gaul- veijabæjarhreppur, Sveitarfélag- ið Árborg, Hraungerðishreppur, Villingaholtshreppur, Skeiða- hreppur, Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Biskups- tungnahreppur, Laugardals- hreppur, Grímsnes- og Grafn- ingshreppur, Þingvallahreppur, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grindavíkurkaupstaður, Sandgerðisbær, Gerðahreppur, Reykjanesbær og Vatnsleysu- strandarhreppur. Freddie Filmore með samkomu í Grindavík íslandsvinurinn Fr eddie Filmore Sr., verður með sam- komu í Verkalýðshúsinu Grindavík Fimmtudaginn 3. október klukkan 20. Aðgang- ur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Freddie Filmore Sr. er for- stöðumaður og stofnandi Freedom Ministries kirkjunn- ar í Apopka í Flórida síðan árið 1979. Freddie Filmore hefur kröftuga smurningu yfir sér sem gerir honum kleift að tala skýrt og skorin- ort til áheyrenda sem Guð leiðir til þjónustu hans. Hann þráir hreinleika og heilag- leika á göngu sinni með Guði og smitar út frá sér nærveru Guðs í sínu daglega lífi. Dagana 4. og 5. október verðu Freddie Filmore síðan með kennslufyrirlestur og verður það auglýst siðar. BÆNDAQUjffl Laugardaginn 28. september, mœting kl. 11.30. Rœst út aföllum teigum, allir rœstir á sama tíma. Bœndur: Örn Ævar Hjartarson, Islandsmeistari 2001 og Guðm. Rúnar Hallgrímsson, Toyotameistari 2001. ímótslok verða veitingar og afhending viðurkenningar fyrir hin ýmsu mót sumarsins. Ekkert mótsgjald. 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.