Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 19.12.2002, Síða 6

Víkurfréttir - 19.12.2002, Síða 6
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR | "|________FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR F.v. Björn Knútsson, flugval- larstjóri, Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður, Höskuldur Asgeirsson, framkvæmastjóri Leifsstöðvar ehf. og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Að neðan má sjá nýja gegnumlýsingar- bifreið sem tlugmálastjnrn Keflavíkurflugvelli hefur ný- lega fest kaup á af gerðinni Mercedes Benz 814. Gegnumlýsingarbifreið sem flugmálastjórn Keflavíkur- flugvelli hefur nýlega fest kaup á er af gerðinni Mercedes Benz814. Gegnumlýsingarbúnaðurinn í bifreiðinni cr frá Heimann verksmiðjunum í Þýskalandi og er gegnumlýsingarvélin af gerðinni HI - SCAN 12080. Er hægt að skoða hluti að há- marksstærð 120 cm x 80 cm þannig að hægt er renna í gegnum vélina svokölluðum „Euro pallets” eða Evrópu vörubrettum. Mjög fullkom- inn búnaður er í gcgnumlýs- ingarvélinni sem gerir skoð- unarmanninum kleift að skoða þær myndir er birtast á skjánum á ýmsa vegu. Hægt er að prenta út myndirnar sem birtast og færa myndir af öllum skoðuðum hlutum í tölvutækt form. „Með kaup- unum á bifreiðinni verða yfir- völd á flugvellinum betur í stakk búin til að framfylgja þjóðréttarlegum skuldbind- ingum á sviði flugvemdar og hægt verður að skoða vöru- og póstsendingar sem sendar eru frá landinu en krafa er um að slíkar sendingar sæti ákvcðinni skoðun áður en þær eru settar um borð í loftför”, sagði Björn Knútssson, flug- vallarstjóri. Tilkoma bifreiðarinnar gefur og tollgæslunni aukin færi á að skoða betur þær hraðscnd- ingar sem koma til landsins. Bæði er fíkniefnaeftirlit eflt með komu bifreiöarinnar og hægt er með auðveldum hætti að staðreyna hvort innihald vörusendinga sé í samræmi við vörulýsingu, sem skiptir augljóslega miklu við tollá- kvörðun.Verð bifreiðarinnar er í kringum 23 milljónir kr. Nýtt öryggis- og sprengjuleitarkerfi Afréttamannafundi sem haldinn var í sl. viku í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar var nýtt öryggis- og sprcngjuleitarkcrfi kynnt, en frá og með 1. janúar á næsta ári verður allur innritaður far- angur í flugstöðinni gegnum- lýstur. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðhcrra sagði við þetta tilefni að með þessu nýja ör- yggis- og sprengjuleitarkerfí sé öll heildaröryggisumgjörð flugvallarins breytt. „Það skipt- ir miklu máli fyrir íslcndinga að orðspor okkar sé gott á þessu sviði, en með búnaðinum erum við að setja upp eitt full- komnasta sprengjuleitarkerfi sem völ er á í heiminum í dag" sagði Halldór Ásgrímsson. Kröfur um 100% sprengjuleit í lestarfarangri flugfarþega má rekja aftur til 9. áratugarins, er komið var fyrir sprengju í tösku i lest flugvélar frá Pan American flugfélaginu sem sprakk ofan við bæinn Lockerbe í Skotlandi. I framhaldinu ákváðu flugmála- stjórar í samtökum Flugmála- stjóma 38 Evrópuríkja að 100% sprengjuleit skyldi komið á i að- ildarlöndunum eigi síðar en 1. janúar 2003. Öryggis- og sprengjuleitarkerfið var hannað af tæknideild Kaupmannahafnar- flugvallar. Gegnumlýsingarbún- aðurinn sem er hluti af þessu kerfi er frá Heimann verksmiðj- unum í Þýskalandi og er einn sá fullkomnasti sem völ er á í heim- inum í dag. Hann getur skoðað um 1200 - 1500 töskur á klukku- stund. Þess var gætt að hann væri samofinn inritunarkerfmu svo að ekki skapist tafir við innritun far- þega. Búnaðurinn er hálfsjálf- virkur. Hann er tengdur við gegn- umlýsingavél sem skynjar far- angur sem þarfnast frekari skoð- unar. Þær töskur eru skoðaðar af öryggisstarfsmanni í mjög full- kominni leitarvél. Sú vél gegn- umlýsir farangurinn frá tveimur sjónarhomum, lárétt og lóðrétt. Þetta er með fyrstu vélum sinnar tegundar í heiminum sem sett er upp. Miklar framkvæmdir hafa þvi átt sér stað í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar undanfama mánuði. Fyrir utan nýjan gegnumlýsingarbúnað og breytingar á húsnæði því sam- fara hefur nær allur búnaður vegna innritunar farþega verið endumýjaður. Nú hafa innritun- arborð verið endurnýjuð í heil- stætt innritunarkerfi og hefur flugstöðin nú yftr 25 innritunar- borðum að ráða. Settar hafa verið nýjar farangursvogir við innritun- arborðin ný farangursbönd og nýr stjórnbúnaður af fúllkomn- ustu gerð sem stjómar og flokkar farangurinn inn á böndin sem leiða inn í gegnumlýsingarvél- amar. Um er að ræða búnað frá VanDerLande, einum virtasta framleiðanda farangursflokkun- arkerfa í Evrópu. Óryggis- og sprengjuleitarkerfið er fjármagn- að af Flugstöð Leifs Eirikssonar hf. og er áætlað verð þess um 210milljónirkróna. Við sama tækifæri skrifaði Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráð- herra undir nýja neyðaráætlun Sýslumannsembættisins á Kefla- víkurflugvelli, en í áætluninni er gert ráð fyrir viðbúnaðarstigum varðandi vá er skapast við flug- rán, sprengjuhótanir og sýkla- vopnaárásir. 6

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.