Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 19.12.2002, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 19.12.2002, Qupperneq 6
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR | "|________FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR F.v. Björn Knútsson, flugval- larstjóri, Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður, Höskuldur Asgeirsson, framkvæmastjóri Leifsstöðvar ehf. og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Að neðan má sjá nýja gegnumlýsingar- bifreið sem tlugmálastjnrn Keflavíkurflugvelli hefur ný- lega fest kaup á af gerðinni Mercedes Benz 814. Gegnumlýsingarbifreið sem flugmálastjórn Keflavíkur- flugvelli hefur nýlega fest kaup á er af gerðinni Mercedes Benz814. Gegnumlýsingarbúnaðurinn í bifreiðinni cr frá Heimann verksmiðjunum í Þýskalandi og er gegnumlýsingarvélin af gerðinni HI - SCAN 12080. Er hægt að skoða hluti að há- marksstærð 120 cm x 80 cm þannig að hægt er renna í gegnum vélina svokölluðum „Euro pallets” eða Evrópu vörubrettum. Mjög fullkom- inn búnaður er í gcgnumlýs- ingarvélinni sem gerir skoð- unarmanninum kleift að skoða þær myndir er birtast á skjánum á ýmsa vegu. Hægt er að prenta út myndirnar sem birtast og færa myndir af öllum skoðuðum hlutum í tölvutækt form. „Með kaup- unum á bifreiðinni verða yfir- völd á flugvellinum betur í stakk búin til að framfylgja þjóðréttarlegum skuldbind- ingum á sviði flugvemdar og hægt verður að skoða vöru- og póstsendingar sem sendar eru frá landinu en krafa er um að slíkar sendingar sæti ákvcðinni skoðun áður en þær eru settar um borð í loftför”, sagði Björn Knútssson, flug- vallarstjóri. Tilkoma bifreiðarinnar gefur og tollgæslunni aukin færi á að skoða betur þær hraðscnd- ingar sem koma til landsins. Bæði er fíkniefnaeftirlit eflt með komu bifreiöarinnar og hægt er með auðveldum hætti að staðreyna hvort innihald vörusendinga sé í samræmi við vörulýsingu, sem skiptir augljóslega miklu við tollá- kvörðun.Verð bifreiðarinnar er í kringum 23 milljónir kr. Nýtt öryggis- og sprengjuleitarkerfi Afréttamannafundi sem haldinn var í sl. viku í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar var nýtt öryggis- og sprcngjuleitarkcrfi kynnt, en frá og með 1. janúar á næsta ári verður allur innritaður far- angur í flugstöðinni gegnum- lýstur. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðhcrra sagði við þetta tilefni að með þessu nýja ör- yggis- og sprengjuleitarkerfí sé öll heildaröryggisumgjörð flugvallarins breytt. „Það skipt- ir miklu máli fyrir íslcndinga að orðspor okkar sé gott á þessu sviði, en með búnaðinum erum við að setja upp eitt full- komnasta sprengjuleitarkerfi sem völ er á í heiminum í dag" sagði Halldór Ásgrímsson. Kröfur um 100% sprengjuleit í lestarfarangri flugfarþega má rekja aftur til 9. áratugarins, er komið var fyrir sprengju í tösku i lest flugvélar frá Pan American flugfélaginu sem sprakk ofan við bæinn Lockerbe í Skotlandi. I framhaldinu ákváðu flugmála- stjórar í samtökum Flugmála- stjóma 38 Evrópuríkja að 100% sprengjuleit skyldi komið á i að- ildarlöndunum eigi síðar en 1. janúar 2003. Öryggis- og sprengjuleitarkerfið var hannað af tæknideild Kaupmannahafnar- flugvallar. Gegnumlýsingarbún- aðurinn sem er hluti af þessu kerfi er frá Heimann verksmiðj- unum í Þýskalandi og er einn sá fullkomnasti sem völ er á í heim- inum í dag. Hann getur skoðað um 1200 - 1500 töskur á klukku- stund. Þess var gætt að hann væri samofinn inritunarkerfmu svo að ekki skapist tafir við innritun far- þega. Búnaðurinn er hálfsjálf- virkur. Hann er tengdur við gegn- umlýsingavél sem skynjar far- angur sem þarfnast frekari skoð- unar. Þær töskur eru skoðaðar af öryggisstarfsmanni í mjög full- kominni leitarvél. Sú vél gegn- umlýsir farangurinn frá tveimur sjónarhomum, lárétt og lóðrétt. Þetta er með fyrstu vélum sinnar tegundar í heiminum sem sett er upp. Miklar framkvæmdir hafa þvi átt sér stað í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar undanfama mánuði. Fyrir utan nýjan gegnumlýsingarbúnað og breytingar á húsnæði því sam- fara hefur nær allur búnaður vegna innritunar farþega verið endumýjaður. Nú hafa innritun- arborð verið endurnýjuð í heil- stætt innritunarkerfi og hefur flugstöðin nú yftr 25 innritunar- borðum að ráða. Settar hafa verið nýjar farangursvogir við innritun- arborðin ný farangursbönd og nýr stjórnbúnaður af fúllkomn- ustu gerð sem stjómar og flokkar farangurinn inn á böndin sem leiða inn í gegnumlýsingarvél- amar. Um er að ræða búnað frá VanDerLande, einum virtasta framleiðanda farangursflokkun- arkerfa í Evrópu. Óryggis- og sprengjuleitarkerfið er fjármagn- að af Flugstöð Leifs Eirikssonar hf. og er áætlað verð þess um 210milljónirkróna. Við sama tækifæri skrifaði Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráð- herra undir nýja neyðaráætlun Sýslumannsembættisins á Kefla- víkurflugvelli, en í áætluninni er gert ráð fyrir viðbúnaðarstigum varðandi vá er skapast við flug- rán, sprengjuhótanir og sýkla- vopnaárásir. 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.