Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 19.12.2002, Side 28

Víkurfréttir - 19.12.2002, Side 28
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is ll ífsi rlyi n isl a Logi Þormóðsson MEÐ VIUANN AÐ VOPNI - Logi Þormóðsson í viðtali við jólablað Víkurfrétta Logi Þormóðsson annar stofnanda fískvinnslunn- ar Tros í Sandgerði er Suðurnesjamönnum að góðu kunnur, enda þekktur fyrir það að láta skoðanir sínar í Ijós. Logi er frumkvöðull á mörgum sviðum sjávarútvegs og meðal annars er hann hugmyndafræðingur að stofnun fiskmarkaða á Is- landi, en fyrir 15 árum fékk hann ásamt öðrum hugmynd að tölvukerfí fyrir fískmark- aðsuppboð sem gjörbylti möguleikum á kaupum og sölu á físki á íslandi. Hann er líka frumkvöðull í ferskfísk- útflutningi, en Tros hefur flutt út ferskan fisk með flugi í 25 ár og er áætluð velta á þessu ári verði rúmir tveir milljarðar króna. Logi er giftur Bjargey Einarsdóttur og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn. Þann 25. nóvember fyrir tveim- ur árum var Logi ásamt eigin- konu sinni á leið í flugvél til Irlands þar sem þau ætluðu sér að eyða helginni saman í Dublin. Logi man eftir því þeg- ar þau flugu út, en síðan man hann ekki meira fyrr en í janú- ar: „Við flugum út á fimmtu- degi og á sunnudagsmorgnin- um veikist ég og konan mín hringir strax á sjúkrabíl og ég var fluttur í snatri á sjúkrahús. Eftir miklar og strangar rann- sóknir var ég greindur með Herpes vírus í heila, þessi virus varð þess valdandi að smátt og smátt fjaraði ég út.“ Herpes við Iteila Herpesvírus er vel þekktur sem vírus sem veldur frunsu í mönnum og talið er að hann liggi í dvala í flestu fólki, og undir miklu álagi eða við önnur veikindi blossi hann upp og getur valdið miklum skaða. Um 80% þeirra sem fá Herpes í heila látast af völdum hans. En þeir sem lifa af eiga oft við mikil veikindi að stríða s.s.löm- un málleysi, minnisleysi og ýmsa aðra kvilla. Herpes vírus- inn var greindur í gegnum mænuvökva og hófst með- höndlun hans strax á þriðja degi frá innkomu á sjúkrahúsið, þetta eru mjög sterk lyf sem höfðu ýmsar aukaverkanir í för með sér svo sem ristilbólgur, blóðtappa og ýmislegt annað. Fjölskylda Loga stóð þétt við bakið á honum þann tíma sem hann lá á sjúkraúsinu og voru undirbúin fyrir það versta hvenær sem var. Talinn af fjórum sinnum „Það var ekki fyrr en 23. des- ember að fjölskyldu minni var sagt að ég myndi að öllum lík- indum hafa það af, en þá var búið að telja mig af að minnsta kosti fjórum sinnum. Þeim var líka gerð grein fyrir því að ég myndi verða mállaus, ekki geta gengið og að ég yrði lamaður öðru megin, það væru bara eðlileg eftirköst", segir Logi. Lyfjagjöfinn hafði slæm áhrif á ristillinn og á tímabili var hald- ið að það yrði að fjarlægja hann en sem betur fer gengu þær bólgur til baka. Að sögn Loga er mjög erfitt að gera sér grein fyrir einkennum sem fylgja vírusnum og segir hann að sér hafi bara liðið ágætlega áður en þetta gerðist: „Eg var nátturulega í mjög miklu álagsstarfi, ferðaðist út um allan heim og var sífellt á þönum. Eg fann engin einkenni sem bentu til þess að ég væri eitthvað veikur og konan mín sá heldur ekkert athugavert við mig. Þetta getur komið fyrir alla,“ segir Logi alvarlegur á svip. Með viljann að leiðarljósi Þann 6. janúar kom Logi ásamt fjölskyldu sinni heim til íslands eftir að hafa legið á sjúkra- húsi á írlandi í tæpa tvo mánuði og var hann strax lagður inn á Landspítala háskólasjúkrahús þar sem hann lá fram í febrúar. Á þessum tíma var hann búinn að missa mikinn mátt hægra megin í líkamanum en ffá byrj- ..Það er dálítið skrýtið stundum að finna enga lykt en þegar ég var strák- ur í sveit þá var svo vond lykt þar að ég vandi mig á það að vera ekkert að þefa, þannig að ég tók ekkert eftir því fyrr en löngu seinna að ég fyndi ekki lykt.. '*£ é L $ Mm1’ \ik =£& 28

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.