Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 19.12.2002, Síða 39

Víkurfréttir - 19.12.2002, Síða 39
Steinbjörn Logason og Thelma Jónsdóttir eyddu í fyrsta sinn jólunum saman eriend- is á síöasta ári en þau búa í Berlín, ásamt syni sínum Mána Mar. Steinbjörn segir að jóla- undirbúningur Þjóðverja sé töluvert frábrugðin þeim íslenska: „Þjóðverjar eru mun afslappaðri en íslendingar og það var mjög þægileg upplifun. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað stemn- ingin er skemmtileg á jólaútimörkuðum sem eru um alla borg og gera allan desembermánuð fjöl- skylduvænan. Þar er einnig boðið upp á jólaglögg sem er ómissandi siður í Þýskalandi fyrir jólin og yljar vel á köldum vetrardögum.“ Steinbjöm fylgdi Thelmu út til þýskalands en hún lýkur á næsta ári mastersnámi í almannatengslum og norðurlandafræðum frá tveimur háskólum í Berlín. Steinbjöm segir að þeim hafí liðið vel um jólin í Berlín: „Það var náttúmlega skrýtið að vera án íslenskra hefða, en maður reynir eftir fremsta megni að líkja eftir jólunum hjá „mömmu“. Við settum upp jólaseriur og skreyttum jólatréð. Við eyddum aðfangadagskvöldi með islenskum vinum okkar Theó og Emil. Þau komu gangandi í jólasnjó- kommunni um kl. 16 og um kl. 18 hófst borðhaldið. í forrét höfðum við sjávarrétt og í aðalrétt var önd, en í eftirrétt höfðum við hrísgrjónagraut með möndlugjöf. Það verður að segjast að maturinn var stórkostlegur og mín niðurstaða var að ömmur og mömmur eru ekki einu kynjakokkar heimsins sem geta gert jólamatinn. Við áttum að vísu í mestu vandræðum að verða okkur úti um malt og appelsín og þurftum að bregða á það ráð að prófa okkur áfram. Við prófuðum margt, en að lokum fundum við dökkan bjór og appelsínugosdrykk og var bragðið keimlíkt íslensku jólablöndunni. Við áttum messu á geisldiski sem við hlustuðum á, en það fannst okkur nauðsynlegtsegir Steinbjöm og bæt- ir því við að eftir matinn hafí verið gengið ffá öllu leirtaui: „Þegar búið var að ganga frá var farið í það að opna pakkana og glaðst yfír óvæntum jólagjöf- um frá íslandi." Steinbjörn segir að ungt fólk í Þýskalandi fari út á lífíð á aðfangadagskvöld til að skemmta sér með vinum og kunningjum sem búa á víð og dreif um landið en hittast heima um jólin: „Að sjálfsögðu fannst okkur það óviðeigandi að fara út á djammið á aðfangadagskvöld og því tók- um við jólaspilið upp og spiluðum fram á nótt,“ segir Steinbjöm að lokum. 51. tölublað • fimmtudagurinn 19. desember 2002 Stórdansleikir í Stapa um jólin Föstudagskvöldið 20. desember verður stórdansleikur í Stapa þar sem hljómsveitimar írafár og Á móti sól munu spila. Vignir Vigfússon í hljómsveitinni írafár sagði í samtali við Víkurfréttir að honum lítist vel á að spila í Stapa: „Það er alltaf gaman að spila fyrlr Suðumesjamenn og góð stemnning. Við tökum að sjálfsögðu nokkra góða jólaslagara, en ég efast um að við mætum í jólasveinabúningum," sagði Vignir og bætti við að hann lofaði góðri stemningu og frábæm balli fyrir Suður- nesjamenn á fostudagskvöldið í Stapa. Á annan í jólum verður annar stórdansleikur í Stapa, en þá mun hin þekkta hljómsveit Sálin Hans Jóns míns troða upp og skemmta íbúum Suðumesja. Á gamlárskvöld mun svo hljómsveitin í Svörtum fötum fagna nýja árinu með gestum í Stapa, en húsið opnar klukkan 01:00 á nýja árinu. Það verður því nóg um að vera í Stapa um hátíðamar. Myndbandið við lag hljómsveitarinnar írafárs sem heitir „Allt sem ég sé“ hefur nú þegar verið tilnefnt til íslensku Tónlistarverðlaunanna í flokknum „Myndband Ársins" árið 2002 en úrslit verða kynnt eftir áramót. Myndbandið var tekið upp í og við Eyðibýli sem heitir Litli Hólmur og er staðsett milli Garðs og Keflavíkur. Tökurnar áttu sér stað frá klukkan 15:00 á föstudeginum 8. nóvember til hádegis á laugardeginum 9. nóvember. Leikstjóri og framleiðandi myndbandsins er Suðurnesjamaðurinn Guðjón Jónsson, en hann starfar sem auglýsingaleikstjóri hjá auglýsingagerð Norðurljósa. Guðjón hefur starfað í þessum geira í þrjú ár og er myndbandið „Allt sem ég sé“ þriðja myndbandið sem hann leikstýrir og framleiðir fyrir írafár. 39

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.