Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 19.12.2002, Síða 52

Víkurfréttir - 19.12.2002, Síða 52
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is GLEÐILEGA HÁTÍÐ Einar Guðbrandsson, 3 ára. Veistu hvaðan jólasvcinarnir koma? Upp í fjöllunum. Veistu hvað þcir eru margir? 13 Veistu hvaö þeir heita? Einn heitir Stekkjastaur, einn heitir Stúfur, einn heitir Pottasleikir. Vcistu af hverju jólin eru? Já, út afjólasveinunum. Hefurðu séð Grýlu? Já, í bók í leikskólanum. En jólasveinana? Já, í bókinni. Emilía Erla Guömundsdóttir, 4ára Manstu hvað jólasveinarnir eru margir? 13 Vcistu hvar þeir eiga licima? 1 fjöllunum hjá Grýlu og Leppalúða. Hver eru þau? Þau borða óþekka krakka. Veistu hvernig jólasveinarnir geta gefið börnunum í skóinn? Þeir nota strompinn og líka geta þeir komist undir hurðina því þeir eru smá göldróttir. Veistu af hverju jólin eru? Út af gjöfunum. Hlakkar þig til jólanna? Jáhá. Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju árí með þökk fyrir samstarfíð og viðskiptin á árinu sem er að líða A RKTAKAR hf. ...tilbúnir á nýrri öld! Víkurfréttir heimsóttu á dögunum leikskólann Hjallatún og spurðu krakkana þar um jólasveinana og um jólin. Heiða Ósk Guðmundsdóttir 5 ára Veist þú hvað jóla- sveinarnir eru margir? 13 Veistu hver kemur fyrstur? Stekkjastaur Veistu hvar þeir eiga heima? í hellinum. Hefurðu séð jólasvein? Já, marga. Veistu hvernig jólasveinarnir gefa í skóinn? Við látum alltaf skóinn út i glugga og opnum gluggann svo þeir geti gefið i skóinn. Veistu af hverju jólin eru haldin? Nei. Hefurðu séð Grýlu? Já, einu sinni og hún er ljót. Hefurðu séð jólaköttinn? Nei. Kormákur Andri Þórsson 5 ára Veistu hvað jólasveinarnir eru margir? 13 Hver kemur fyrstur? Stekkjastaur. En síðastur? Kertasníkir og Stúfúr er þriðji. En hvernig geta þeir gefið í skóinn? Við lokum gluggunum en samt geta þeir gefið í skóinn af því þeir eru göldróttir. Ég held allavega að þeir séu göldróttir. En hver býr til gjafirnar? Jólasveinamir auðvitað. En þeir kaupa aliavega eitthvað. Ég held að þeir séu með svona vél upp í Grýluhelli sem býr gjafimar til. Hefurðu séð jólasvein? Ég hef séð fólk í jólasveinabúningi sem er að þykjast vera jólasveinar, það var bara fólk sko. En ég hef séð alvöru jólasvein á jólaballi. Hefurðu séð Grýlu? Nei. Af hverju eru jólin haldin? Bara til að skemmta bömunum. Hvað langar þig mest í jólagjöf? Alvöm Star Wars sverð með bláum geisla. 52

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.