Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Steinar og prik eru sennilega það tvennt sem frá upphafi hefur verið íhvað mestu uppáhaldi hjá einkasyninum. Það er alltaf hægt að leikasér með prik, þau er hægt að nota í margs konar hlutverk og steinar henta vel í ýmsa leiki, til stíflugerðar og til að fleyta kerlingar – nú eða bara henda ofan í vötn hafi maður ekki aldur til að miða vel. Nú þegar brestur á með sumri er gott að hafa það í huga hversu náttúran getur verið skemmtilegur leikvöllur. Að hlaupa milli þúfna eða stökkva yfir læki getur verið sérstakt ævintýri, ekki síst fyrir börn sem eru alfarið alin upp á mölinni. Eins og margir foreldrar finnst mér oft nóg um öll leikföngin sem flæða um barnaherbergin og liggja þar mestanpart óhreyfð og safna ryki. Þótt stærðarinnar legókassar, fjar- stýrðir bílar og sjóræningjaskip geti fært skammvinna sælu í kringum jól eða afmæli er þetta dót oft fljótt að gleymast. Mörg leikföng geta fært börnum gleði og alls kyns kubbar geta til dæmis stuðlað að þroska og aukinni hreyfifærni. En það er kannski helst magnið af leikföngunum sem verður yfirþyrmandi. Stundum stend ég mig að því að stara inn í barnaherbergi á allt dótið og mér hreinlega fallast hendur. Hvaðan kom þetta allt og til hvers er þetta? Litir og annað föndurdót kemur reyndar alltaf í góðar þarfir og mér finnst aldrei of mikið af því, en allt þetta plastdót af ýmsu tagi er einhvern veginn þess eðlis að það bara fellur í gleymskunnar dá. Er alveg ómissandi í nokkra daga en eftir það algjörlega gleymt. Reyndar er ánægjulegt hversu algengt er orðið að barnadót gangi kaupum og sölum á netinu. Fólk hikar ekki við að grisja herbergin og losa um. Í ein- hverjum tilvikum er það í nafni mínimalisma en oftar en ekki hefur losunin þó líklega þann eina tilgang að koma meiru fyrir. Mikið væri gaman ef hægt væri að fara meira að vilja barnanna, því þau vilja aðallega fá að skapa og búa sér til sinn eigin ímyndaða heim. Fyrirfram- skilgreind plastleikföng bæta ekki alltaf sérlega miklu við leikinn eða gera neitt fyrir ímyndunaraflið. Steinar og prik eru hins vegar alltaf til staðar og eru endalaus uppspretta leikja og sköpunar. Börn vilja búa sér til heim, ekki láta búa hann til fyrir sig. Morgunblaðið/Kristinn Hvaðan kom allt þetta dót? Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Stundum stend égmig að því að starainn í barnaherbergi á alltdótið og mér hreinlega fallast hendur. Hvaðan kom þetta allt og til hvers er þetta? Svandís Ösp Long Að komast aftur inn á fótboltavöll eftir fimm ára meiðsli. SPURNING DAGSINS Hver var hápunktur vikunnar? Davíð Þór Mcadam Ég hef gjörsamlega enga hugmynd. En lágpunkturinn var að herða spangirnar. Sólveig Einarsdóttir Dóttir mín varð tvítug og ég hélt veislu sem tókst ótrúlega vel. Kjartan Jón Bjarnason Að fá síðustu einkunnina í BA- náminu sem ég var að klára. Það var fín einkunn. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Ófeigur RAGNAR ÍSLEIFUR BRAGASON SITUR FYRIR SVÖRUM Hvernig sýning er þetta? Þetta er eiginlega ekki sýning nema í þeim skilningi að maður pantar miða, mætir og býst við að eitthvað gerist. Og vissulega gerist hellingur en þetta er miklu frekar einhvers konar reynsla eða ævintýri sem maður er leiddur í gegnum. Þú ert eini áhorfandinn hverju sinni og upplifir verkið á eigin for- sendum. Sumir eru kannski hræddir við svona þátttökuleikhús en ég hvet fólk til að láta það ekki stoppa sig. Þetta er bæði fallegt og fyndið verk. Við hvað heldurðu að fólk sé hrætt? Ég held að öllum finnist óþægileg tilhugsun að standa einhvers staðar og vita ekki hvað hann/hún á að gera en verkið er aldrei þannig. Maður er leiddur í gegnum svæðið með hljóðmynd, leik- mynd og GPS-tækni og hittir á leiðinni listamenn verksins. Það er ekki verið að gera grín að þér sem áhorfanda eða setja þig í asnalegar aðstæður, og listamennirnir bíta svo sannarlega ekki. Listamenn eru lítið fyrir að bíta fólk. Afhverju er þetta í Snarfarahöfn? Sýningin er unnin með svonefndri „site specific“ aðferð, þar sem unnið er með staðinn sem viðfangsefni. Hún er alltaf sett upp á einhvers konar hafnarsvæði og stemningin á staðnum hefur heilmikið að segja um verkið. Félagsmenn Snarfara hafa tekið okkur opnum örmum og við erum mjög þakklát. Hvað gerir þú í verkinu? Ég er ein af þeim persónum sem þú hittir á leið þinni í gegnum verkið og mun eftir fremsta megni reyna að gleðja þá sem koma til mín og fá þá til að brosa. Í mínum hluta verksins er mikið ferðast um svæðið og ef áhorfandi er vel í stakk búinn hlaupum við jafnvel saman um hafnarsvæðið og hlæjum. Er ekki skringilega náið að vera alltaf með einum áhorfanda í einu? Mér fannst það furðulegt fyrst þegar ég tók þátt í svona „site specific“ þátttökuverki. Maður þarf svolítið að meta og greina hvern og einn áhorfenda, taka tillit til hvernig honum líður og aðlaga verkið að viðkom- andi. Sumt fólk er móttækilegra en annað. Hafa allir viljað taka þátt hingað til? Já, ég hef ekki lent í neinum sem lokar algerlega á mig. Stundum finn ég að áhorfandinn er mjög tilbúinn að hitta mig og brosir jafnvel út að eyrum. Þá veit ég að ég get gengið lengra og farið nær honum. Stundum er áhorfandinn hinsvegar mjög varkár, eðlilega, og þá tek ég því rólega og fer hægt í sakirnar. Hvaða þýðingu hefur titill verksins? Vonandi fær verkið áhorfendur til að stækka að einhverju leyti eins og fuglinn Fönix þegar hann rís úr öskunni. Eins og í Eurovision-laginu. Rise like a Phoenix. Hleypur og hlær með áhorfendum Forsíðumyndina tók xxxxxxxxx Ragnar Ísleifur Bragason er íslenskur gestalistamaður hópsins Wunderland sem sýnir verkið Phoenix í Snarfarahöfn á Listahá- tíð um þessar mundir. Ragnar hvetur fólk til að stíga út fyrir þægindarammann, en sýningin er ekki sú hefðbundnasta.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.