Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 27
29.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Enn snjallara heyrnartæki Beltone Legend ™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Uppskriftin gefur 10-12 sneiðar KAKAN 1 bolli soðnar, kaldar, stapp- aðar kartöflur án krydds (venjulegar eru bestar en stór- ar kartöflur ættu að duga) 1 bolli mjúkt smjör 2 bollar sykur 2 bollar hveiti 2 bollar egg ½ bollar kakó 1 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar 1 bolli mjólk 1 bolli saxaðar valhnetur eða pekanhnetur KREM Hægt er að tvöfalda uppskriftina að kreminu fyrir mikla sælkera ½ bolli smjör 1 bolli púðursykur ¼ bolli nýmjólk 2 bollar sykur ½ tsk vanilludropar Hitið ofninn í 180°C og penslið 9 tommu kökuform vel með smjöri eða olíu. Hrærið saman í stórri skál í hrærivél smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjum við, einu í einu, og hrærið vel á milli. Bætið kartöflum saman við ásamt vanilludropum. Blandið í skál hveiti, kakói og matarsóda. Bætið því við eggjablönduna. Mjólk- inni er síðan hellt við varlega og hrært á meðan ásamt hnetukurlinu. Hellið blöndunni í formin tvö og bakið í ofni í 25-30 mínútur eða þar til gaffall eða prjónn kemur hreinn upp úr kökunni þegar stungið er í hana. Kakan er kæld í um 10 mín- útur áður en hún er tekin úr form- inu og færð á rimlaplötu til að kólna enn betur. Á meðan er kremið útbúið. Takið pönnu og hitið á lágum hita. Út á hana fer smjör og púðursykur þar til sykurinn er bráðnaður og smjör- ið hefur blandast vel saman við. Hellið mjólkinni varlega út í og leyf- ið suðunni að koma upp en athugið að hræra stöðugt á meðan. Takið pönnuna af hitanum og kælið þar til kremið verður við stofuhita. Hrær- ið þá sykri og vanilludropum var- lega út í. Smyrjið kreminu á báða botnana og smellið þeim síðan sam- an, krem í krem. Smyrjið afgang- inum af kreminu ofan á kökuna. Kartöflukaka með súkkulaði Réttur fyrir 3-4 1 stór blómkálshaus eða 2 meðalstórir ólífuolía salt og pipar 2 skalotlaukar, saxaðir smátt 1 bolli skornir sveppir 1/3 bolli þurrt hvítvín 3 msk. ferskur sítrónusafi 1-2 msk. capers 4 örþunnar sneiðar af sítrónu ¼ bolli söxuð steinselja 2 tsk. smjör Hitið ofninn í 220°C. Skerið blómkálið í þrjár til fjórar þykkar skífur líkt og brauð er skorið. Hellið smá ólífuolíu á pönnu og raðið skífunum á pönnuna. Þær komast eflaust ekki allar fyrir og því gott að gera tvær í einu. Saltið og piprið og hellið örlitlu af olíu ofan á blómkálið. Ristið blóm- kálið þar til það verður örlítið brúnt á litinn. Endurtekið á hinni hliðinni. Á meðan blóm- kálið er að steikjast er sósan útbúin. Hitið 2 tsk. af olíu á pönnu yfir miðlungshita. Blómkáls „piccata“ Skalotlaukurinn er steiktur íum 3 mínútur eða þar til hann verður örlítið sveittur. Þá er sveppunum bætt við og þeir hafðir í um 2 mínútur til við- bótar. Hellið víni, sítrónusafa og capers út í og hrærið í á meðan. Rétt áður en á að bera fram réttinn er steinselja sett út í og sítrónusneiðarnar ásamt smjörinu og leyfið því að bráðna. Raðið síðan blóm- kálinu á diska og hellið sós- unni smekklega yfir. Berist fram heitt. Þessi réttur er æðislegur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.