Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016 unum sjálfur? „Já, ég gerði það, eftir að ég gerði mér grein fyrir því hve vitlaus þau voru. Geir, formaður KSÍ, vildi til dæmis að ég yrði ekki fyrirliði í þessum leik og ég skildi hans sjónarmið alveg. Ég sagðist hins vegar vera alinn þannig upp að ég væri með breitt bak og yrði að gjöra svo vel að leiða liðið út. Og ég held að þessi leikur í Albaníu hafi verið minn besti með landsliðinu af því að ég var svo fók- useraður á að gera vel. Svo gleymdist málið eiginlega alveg þangað til það var tekið upp í áramótaskaupinu!“ Aron segir afstöðu Lars landsliðsþjálfara hafa verið skýra. „Það var ekki séns að hans áliti að ég yrði ekki fyrirliði í leiknum. Hann hefur lent í ýmsu á ferlinum og þegar ég sagð- ist hafa gert mistök, jánkaði hann bara og sagði: Þú verður bara að læra af þessu. Það hef ég gert.“ Aron nefndi breitt bak og uppeldið. „Ég hef alltaf þurft að hafa mikið fyrir mínu. Hér heima var alltaf mikil keppni; þótt ég sé einu og hálfu ári yngri en Arnór bróðir minn gaf hann mér aldrei neitt enda með jafn mikið keppnisskap. Ég fékk svo sem ekkert gefins hér heima heldur, sem er gott. Ég var ein- hvern tíma að rífa kjaft á handboltaæfingu og þjálfarinn rak mig heim. Þetta var bara partur af uppeldinu, ég hef alltaf þurft að axla ábyrgð á því sem ég geri og það er hollt fyrir ungt fólk, nú sem fyrr.“ Þá heyrist kallað úr eldhúsinu: „Ég rak ykk- ur báða heim af æfingunni! Þið voru báðir að rífa kjaft!“ Faðir þeirra bræðra var sem sagt þjálfarinn. Líklega hálfleikur í bikarúrslita- leiknum fyrst Gunni er ekki fyrir framan sjón- varpið. Aron Einar var snemma staðráðinn í því að ná langt í íþróttum. „Ég held að öll höfnun móti fólk. Þegar ég var 14 ára fórum við tveir strákar til reynslu hjá Ipswich í Englandi, ég stóð mig ágætlega en þeir ákváðu að taka hinn sem mér fannst dálítið sárt. En ég held að það Aron Einar Gunnarsson með son þeirra Kristbjargar Jónasdóttur, Óliver Breka Malmquist Einarsson, í stuttri Akureyrarheimsókn um síðustu helgi.. Húðflúr landsliðsfyrirliðans hafa vakið mikla athygli en þar kennir ýmissa grasa. Jesús Kristur prýðir vinstri hönd hans, nöfn nánustu ættingja er líka að finna en á hægri hendinni hefur hann látið flúra mynd af Glerárkirkju og af Gleránni, en Aron ólst upp steinsnar frá henni. Á handarbakinu eru svo póstnúmer Glerárhverfis, 603; þess hluta Akureyrar sem er norðan árinnar. Þar ólst Aron upp og kveðst gríðarlega stoltur af upprunanum. Grjótharður Þorpari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.