Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016 „Kínverjar undirrituðu samning Sameinuðu þjóðanna um borg- araleg og stjórnmála- réttindi árið 1998 en eiga ógert að fullgilda hann, og teljast því ekki aðilar að samningnum. Þar er skýrt ákvæði um tjáningarfrelsi sem er alveg ljóst í mínum huga að eigi við um miðlun upplýsinga á internetinu,“ segir Björg Thorarensen, prófessor, í samtali við sunnudagsblaðið. Kínverjar hafi undirritað samninginn mjög seint, en hann er frá 1966. Ísland fullgilti samning- inn 1979. Kína hefur, eins og gervöllheimsbyggðin hefur eflausttekið eftir, vaxið ásmegin undanfarin ár, en uppgangur hins nýbakaða risaveldis kann stundum að virðast þversagnakenndur í aug- um Vesturlandabúa. Landið er til að mynda stærsti snjallsímamarkaður heims, í því búa flestir netnotendur heims en á sama tíma er það heims- meistari í að ritstýra því efni sem að- gengilegt er borgurum þess á net- inu, og virðist ekkert lát vera á þeirri þróun. Eldveggurinn sem notaður er af kínverskum stjórnvöldum til að stemma stigu við hvers kyns upplýs- ingum „skaðlegum Komúnista- flokknum“ þar í landi virðist þvert á móti styrkjast eftir því sem tíminn líður, bæði lagalega og tæknilega. Engu að síður snareykst netnotk- un í landinu og eru um 700 milljón manns, eða næstum einn af hverjum fjórum netverjum heims, bak við „Kínamúrinn hinn nýja“ eða „The Great Firewall of China“, sam- kvæmt heimildum The Washington Post. Svo virðist sem kínversk fyr- irtæki eigi að geta notið kosta nets- ins í æ meiri tengslum við umheim- inn en kínverskur almenningur eigi að vera ósnertur af „göllum“ þess. Viðskiptastjórn Bandaríkjanna (USTR) hefur nýlega lýst því yfir að umrædd ritskoðun jafngildi bláköld- um viðskiptahöftum og bendir á að nú sé lokað fyrir átta af tuttugu og fimm mest notuðu vefsíður heims í Kína, samkvæmt fréttaveitu Reu- ters. Þetta er bandarískum fyr- irtækjum vitaskuld hamlandi. Má þar nefna þekkta samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter, svo ekki sé minnst á netrisann Google, en kínverska svarið við heimsþekktu leitarvélinni, Baidu, sætir strangri ritskoðun. Yfirlýsingin var birt í kjölfar þess að kínversk stjórnvöld kynntu til leiks drög að hertum reglum sem gætu gert yfirvöldum kleift að loka á allar vefsíður sem ekki eru skráðar í Kína. Byrgja fyrir undirgöngin Klókur netnotandi í Kína hefur reyndar alltaf átt kost á krókaleiðum til að njóta óskerts aðgangs að net- inu, en kínversk stjórnvöld virðast einnig vera að herða tökin á þeim. Svokallaðar VPN-veitur (virtual pri- vate network) hafa þjónað sem eins- konar undirgöng undir hinn mikla múr ritskoðunarinnar, svoleiðis að notendur í Kína geta skipt út hraða fyrir aukinn aðgang, rétt eins og þeir væru staddir í Bandaríkjunum eða hvar annars staðar sem er. Ein slík veita, Astrill, sagði kín- versk stjórnvöld beinlínis gera raf- rænar árásir á VPN-veitur. Fyr- irtækið hefur kappkostað að bjóða notendum óskertan aðgang að net- inu en getur ekki lengur boðið upp á þá þjónustu fyrir iPad og iPhone, svo dæmi séu tekin. Annað sambæri- legt fyrirtæki, Golden Frog, kvart- aði undan margskonar truflunum, segir í frétt Washington Post. „Við vitum hvað óskertur aðgang- ur að netinu er þér mikilvægur“, sagði í tilkynningu frá Astrill, „og baráttu okkar við kínverska rit- skoðun er ekki lokið“. Hert tök á VPN-veitum hafa vakið mikla óánægju meðal netverja í Kína, sem sögðu meðal annars að Kína hefði misst rétt sinn til að gera gys að Norður-Kóreu í þessum efnum. Básúna réttmæti múrsins Rekja má hert eftirlit með flæði upp- lýsinga á netinu að nokkru til kjörs Xi Jinping til forseta, sem tók við embættinu árið 2013. Síðan þá hafa stjórnvöld ekki aðeins hert eftirlitið og ritskoðunina og leitast við að rétt- læta þá stefnu með bókstaf laganna, heldur hefur mikilvægi hennar og ágæti verið básúnað af eldmóði. Einn kínverskur ráðamaður sagði stjórnvöld hafa fundið hinn gullna meðalveg milli „frelsis og reglu“ eft- ir tvo áratugi af eftirliti Komm- únistaflokksins með netinu (netið kom fyrst til Kína árið 1996). Þá efndi stjórnsýslan til allsherjar hæfi- leikakeppni í Peking þar sem sungið var lag til heiðurs ritskoðun, „kín- verski ritskoðunarsöngurinn“, flutt- ur af spariklæddum kór með öllum tilheyrandi herlegheitum. Hvorki bananar né sokkabönd Eitt það sem Bandaríkjamenn gagn- rýna er að ekki sé beinlínis ljóst hvernig margar hinna bönnuðu vef- síðna skaði kínverskan almenning, en það virðist háð duttlungum stjórnvalda hverju sinni til hvers rit- skoðunin skal brúkuð. Sæm dæmi um það má nefna að erótískt bananaát er nú með öllu bannað í beinni útsendingu sökum þess hversu „skaðleg siðgæði þjóð- arinnar“ iðjan þyki. Þar áður hefðu sokkabönd fengið að fjúka af kín- verskum tölvuskjám. Hinn nýi Kínamúr í netheimum Flókið kerfi kínverskra stjórnvalda til ritskoðunar og eftirlits á netinu verður sífellt stærra í sniðum. AFP Kínverjar hafa ekki sama aðgang að netinu og aðrir. Undirritað en óstaðfest Einn kínverskur ráðamaður sagði stjórnvöld hafa fundið hinn gullna meðalveg milli „frelsis og reglu“ eftir tvo ára- tugi af eftirliti Kommúnistaflokksins með netinu ERLENT MATTHÍAS TRYGGVI HARALDSSON mth@mbl.is BANDARÍKIN WASHINGTON Bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump tryggði sér í vikunni nægilega marga kjörmenn til að fá útnefningu sem forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, samkvæmt talningu fjölmiðla. Flokkurinn mun ekki greina frá niðurstöðum opinberlega fyrr en á landsþingi sínu í júlí. Kannanir vikunnar hafa ekki sýnt einhliða niðurstöður um hvort myndi hafa betur í kosningum,Trump eða Hillary Clinton, en Hillary þykir líkleg til að fá útnefningu Demókrataflokksins, þótt Bernie Sanders virðist ekki ætla að leggja árar í bát. FRAKKLAND PARÍS Víða var mótmælt í Frakklandi í vikunni en Francois Hollande, forseti Frakklands, sagðist myndu halda áfram að þrýsta á um óvinsælar breytingar á vinnulöggjöf landsins.Verkfallsaðgerðir hafa m.a. leitt til eldsneytisskorts í Frakklandi, en Hollande segir brýnt að frönsk stjórnvöld tryggi ferðafrelsi íbúa. Enginn endir á deilunum virðist vera í sjónmáli, en talsverðar óeirðir hafa geysað í París og mótmæli fjölmenn. JAPAN HIROSHIMA Barack Obama varð í vikunni fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að heimsækja Hiroshima eftir að bandaríski herinn beitti kjarnorkuvopnum á borgina í síðari heimsstyrjöld. Sagði hann mikilvægt að minningin um kjarnorkuárásina myndi aldrei dvína óskaði eftir framtíð án kjarnorkuvopna en baðst ekki formlega afsökunar fyrir hönd Bandaríkjanna. Eftir ávarp sitt ræddi forsetinn við nokkra þeirra sem lifðu af árásina og st í faðma við hinn 79 ára Shigeaki Mori.natiathygli vak þegar h n féll ÚGANDA KAMPALA Fimm manns ákærðir fyrir hryðjuverk í Úganda voru dæmdir til lífstíðar í fangelsi fyrir þátt sinn í hryðjuverkaárásunum í Kampala, höfuðborg landsins, sem áttu sér stað árið 2010. Meðal þeirra var Isa Ahmed Luyima, sem er sagður hafa skipulagt árásirnar, en hryðjuverkahópurinn al-Shabab lýsti þeim á hendur sér. Al-Shabab er hryðjuverkahópur vinveittur al-Kaíeda og hefur m.a. staðið í átökum við stjórnvöld í Sómalíu. 74 létust í árásunum árið 2010.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.