Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016 LESBÓK Næstkomandi sunnudag fagn-ar Hjörtur Pálsson, skáld,þýðandi, útvarpsmaður og prestur, 75 ára afmæli sínu og af því tilefni gefur Dimma út heildarsafn ljóða hans þar sem saman eru komn- ar allar ljóðabækur hans auk verð- launaljóðsins Nótt frá Svignaskarði sem kom út sérprentað og nýrrar ljóðabókar, Ísleysur, með ljóðum frá síðustu tveimur áratugum. Fyrsta ljóðabók Hjartar var Dyn- faravísur, sem kom út 1972, 1977 kom Fimmstrengjaljóð, Sofendadans 1982, Haust í Heiðmörk 1985, Úr Þegjandadal 1998 og svo sérprentið af Nótt frá Svignaskarði 2007. Eins og sjá má á upptalningunni efst leið æ lengra á milli ljóðabóka með árunum og átján ár liðin frá því Úr Þegjandadal kom út þar til Ísleys- ur koma út nú. Það segir Hjörtur skýrast aðallega af því að hann hafi haft ýmislegt að sýsla annað en yrk- ingar og nefnir sérstaklega þýðing- arnar, en það má nefna í því sam- hengi að hann fékk viðurkenningu Letterstedtska félagsins í Svíþjóð á síðasta ári fyrir þýðingar. - Þegar allt ljóðasafnið er komið á einn stað sér maður ákveðið sam- hengi í því sem þú ert að yrkja og meðal annars það hve mörg ljóð spretta af heimsókn á stað, stundum stað í minningunni. „Ég er einn af þeim sem hafa gam- an af að ferðast og ferðalög kveikja oft í mér. Það er eins og þegar maður færist úr stað þá kviknar eitthvað í huganum sem verður svo að ljóði strax eða seinna. Það gildir bæði um mitt eigið land, ég hef ferðast mikið um Ísland og náttúran orðið upp- spretta ljóða, og erlend lönd.“ - Í ljóðinu Farið um Vatnsdal, sem er í Úr Þegjandadal, ertu að yrkja um stað í landslagi, en þó er þetta frekar ljóð um liðinn tíma og eins í ljóðinu Talað við læk í Ísleysum, þar sem þú ert vissulega að yrkja um Þing- mannalæk, en líka um fortíðina. „Já, vissulega eru þessi ljóð um lið- inn tíma, en Farið um Vatnsdal er líka ljóð um mynd og Talað við læk byggist á bernskuminningu frá því ég var mjög ungur. Þar fer ég stundum um eins og þegar ég er á ferðalagi um landið en svo hverf ég líka fyrst og fremst aftur til lækjarins í minning- unni og tengi honum ýmislegt sem þar birtist og menn verða að njóta eða ekki eftir atvikum.“ - Í Talað við læk og eins í öðru ljóði í Ísleysum, Gallagrip, finnst mér þú vera að brydda upp á nýbreytni í forminu, og reyndar í fleiri ljóðum í þeirri bók. „Þegar maður er að fást við ljóða- gerð og gefur út á bók getur liðið nokkur tími án þess maður lesi ljóðin aftur, því þó ég lesi öðru hvoru úr þessum bókum þá les ég þær ekki í gegn. Þegar ég svo fór að undirbúa ljóðasafnsútgáfuna og las bækurnar í réttri röð frá upphafi til enda fannst mér ég vera að kynnast sjálfum mér á nýjan leik. Ég var eðlilega búinn að gleyma ýmsu en fékk þarna heild- armynd af sjálfum mér og fannst það satt að segja bæði gaman og fróðlegt að kynnast mínum ljóðaferli á þennan hátt. Það held ég að hafi síðan orðið mér til upplífgunar vegna þess að ég hef ekki setið stíft við að yrkja á síð- ustu árum, en það að lesa bækurnar kveikti í mér og varð til þess að nýj- ustu ljóðin í Ísleysum eru svolítið öðruvísi en sumt það sem ég hef gert áður. Það má segja að það hafi vakið ljóð- neistann í mér og gerði mig líka frjálsari gagnvart formi og efni og léttari. Mér fannst það vera dálítil endurnýjun í þessu hjá mér þegar ég var búinn að fara yfir bækurnar og kveikti í mér á góðan hátt, sem er náttúrlega góðs viti þegar ég er að senda þetta frá mér á 75 ára afmæl- inu,“ segir Hjörtur og hlær við. „Það er mjög gott að hafa komið þessu safni frá mér því þá held ég bara áfram og kasta því aftur fyrir mig.“ Þegar Hjörtur las bækurnar yfir segist hann hafa rekist á sitthvað sem honum þótti betur mega fara. „Þetta teygir sig aftur í menntaskólakveð- skap og það segir sig sjálft að maður er ekki sá sami og maður var sextán ára eða tvítugur og eitthvað gerist á leiðinni. Ég leyfði mér því að hressa svolítið upp á þetta gamla, aðeins að breyta sumstaðar. Það er eins og þar stendur: allir eiga leiðréttingu orða sinna, líka presturinn á stólnum. Það hafa svosem fleiri skáld sagt eitthvað svipað, var það ekki Einar Bragi sem sagði að ljóð væri aldrei fullort?“ Heildarmynd af ljóðskáldinu Hjörtur Pálsson fagnar 75 ára afmæli með útgáfu á heildarsafni ljóða sinna og þar með safni af nýjum og nýlegum ljóðum. Hann segir það hafa verið sér innblástur að lesa aftur gömlu ljóðin við undirbúning útgáfunnar. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Dimma hefur gefið út úrval ljóða pólsku skáldkonunnar Ewu Lipska. Bókin heitir Neyðarútgangur og geymir ljóð frá 1967 til 2015 sem valin eru úr öllum útgefnum ljóða- bókum skáldsins. Olga Holwnia valdi efnið og ritstýrði verkinu, en þýðendur eru Áslaug Agnarsdóttir, Bragi Ólafsson, Magnús Sig- urðsson, Olga Holownia og Óskar Árni Ósk- arsson. Ewa Lipska er meðal þekktustu samtíma- skálda Pólverja. Hún fæddist árið 1945 í Kraká í Póllandi og sendi frá sér fyrstu ljóðbókina árið 1967, en ljóða- bækur hennar nálgast annan tuginn. Ewa Lipska tilheyrir nýbylgjuskáldunum í Póllandi sem komu fram á sjónarsviðið undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, en hún hefur alla tíð lagt á það áherslu að hún sé hvorki bundin straumum né stefnum. Ewa Lipska kom til Íslands á vegum Bókmenntahátíðar í Reykjavík og ljóðaverkefnisins ORT haustið 2013. Úrval ljóða Ewu Lipska Bak við luktar dyr heitir spennubók eftir B.A. Paris sem Drápa gefur út. Í bókinni segir frá Jack og Grace sem eru, að því er virðist, fullkomið par. Hann er mynd- arlegur og heillandi, hún glæsileg og hæfi- leikarík. Þau eru vel stæð og heimili þeirra óað- finnanlegt. Þeir sem vilja kynnast Grace komast þó fljótlega að því að það er ekki hægt því þau eru óaðskiljanleg, hún svarar aldrei símanum og fer aldrei neitt án Jacks. Bak við luktar dyr er fyrsta bók B.A. Paris og hefur notið hylli víða um heim frá því hún kom út í byrjun ársins, hef- ur verið gefin út á ríflega 25 tungumálum og í meira en 30 löndum. Ingunn Snædal þýddi. Bak við luktar dyr Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi og börn Þórunnar Elfu Magnús- dóttur hafa skrifað undir útgáfu- samning um endurútgáfu á bókinni Líf annarra sem skáldkonan sendi frá sér 1938. Ráðgert er að bókin komi út nú síðsumars og mun Oddný Eir Ævarsdóttir rithöf- undur fylgja henni úr hlaði með inngangi um höfundinn og verk hennar. Í bókinni fléttast saman sögur af þremur konum, Unu Hjalta, Sig- rúnu Aradóttur og Steinunni, eins og þær birtast Fríðu sem kemur með strandferðaskipi til Sílis- fjarðar til að setjast þar að hjá unn- usta sínum. Þórunn Elfa Magnúsdóttir (1910- 1995) sendi frá sér á þriðja tug bóka á árunum 1933 til 1985. Í skrifum hennar kemur fram hvöss samfélagsgagnrýni og femínismi. Þórunn Elfa var Reykvíkingur, gift Jóni Þórðarsyni kennara. Börn þeirra eru Einar Már Jónsson, Magnús Þór Jónsson og Anna Mar- grét Jónsdóttir. Magnús Þór Jónsson, Bjarni Harðarson útgefandi hjá Sæmundi, Anna Margrét Jónsdóttir og Einar Már Jónsson undirrita útgáfusamninginn. Líf annarra að nýju ENDURÚTGÁFA Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahúsi. Nánar á veislulist.is Erfidrykkja Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal. Út er komin hjá Veröld ljóðabókin Allt þetta hugsafn af árum sem kvað vera ævi eftir Sig- mund Erni Rúnarsson. Þetta er níunda ljóðabók Sigmundar, en sú fyrsta, Kringumstæður, kom út 1980 þegar hann var um tvítugt. Síðasta ljóðabók hans var Eldhús ömmu Rún sem gefin var út á 150 ára afmæli Akureyrar fyrir fjórum ár- um. Sigmundur hefur einnig sent frá sér sögur og minningar og samið sviðsverk og sýn- ingar. Ný ljóð Sigmundar Ernis

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.