Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016
B
irgitta Jónsdóttir, formaður þing-
flokks Pírata, stóð sl. þriðjudag fyrir
sérstökum umræðum um stöðu fjöl-
miðla á Íslandi. Staða fjölmiðla er
áhugavert og mikilvægt umfjöllunar-
efni og ekki aðeins á Íslandi, því að
staða þeirra er eðli máls samkvæmt að ýmsu leyti
svipuð víða um heim.
Þeim sem fylgst hafa með umfjöllun um fjölmiðla
annars staðar í veröldinni á síðustu árum hefur orðið
ljóst að staða þeirra er viðkvæm og að ýmsu leyti
hafa fjölmiðlar gengið í gegnum mikla erfiðleika. Er
þá átt við þau fyrirbæri sem hefðbundið er að kalla
fjölmiðla, eru til að mynda með formlega ritstjórn
sem vinnur eigið efni, flytja almennar fréttir eða
afþreyingarefni og reyna að ná til fjöldans.
Sjónvarpsstöðvar sem bjóða upp á hefðbundna
dagskrá glíma við minnkandi áhorf í harðri sam-
keppni við margvíslegt efni frá annars konar efnis-
veitum, svo sem Netflix og Hulu eða jafnvel Youtube,
svo dæmi séu nefnd. Dagblöð keppa nú orðið við
netið, þar með talda eigin vefi á netinu, og hafa mörg
átt í miklum erfiðleikum. Fjöldi dæma er erlendis um
dagblöð, líka þekkt og rótgróin blöð, sem lagt hafa
upp laupana eftir erfiðan slag við nýja miðla og
breytta fjölmiðlanotkun almennings. Enn fleiri eru
dæmin sennilega um dagblöð sem sameinast öðrum
eða renna inn í stærri fjölmiðlafyrirtæki sem reka
marga miðla, ekki síst svæðisbundna miðla. Loks eru
nýleg innlend dæmi um stóra blaðaútgáfu og sjón-
varpsrekanda sem segjast skoða möguleikann á að
flytja starfsemina úr landi. Það segir sitt um
rekstrarumhverfið hér.
Dagblöðin uppspretta umfjöllunar
Krafan um hagræðingu í rekstri fjölmiðla er mikil til
að mæta breyttum veruleika og tryggja að áfram sé
unnið gæðaefni fyrir neytendur. Staðreyndin er
nefnilega sú að þó að netið sé yfirfljótandi af upplýs-
ingum og þar sé svo að segja allt að finna eru hefð-
bundnar traustar fréttir ekki jafn algengar. Margir
halda úti síðum með eigin skoðunum og áliti á hinu og
þessu, sem er mikilvægt framfaraspor og tryggir að
erfiðara er að þagga niður í ákveðnum sjónarmiðum.
Þau sjónarmið geta fundið sér farveg, hafi fólk áhuga
á að koma þeim á framfæri. Það er jákvætt en breytir
ekki því að nauðsynlegt er að áfram séu starfandi
hefðbundnir fjölmiðlar sem hafa bolmagn til að vinna
fréttir, sem oft tekur langan tíma og kostar mikið fé.
Sú vinna og slíkar fréttir eru almennt undirstaða um-
ræðunnar í þjóðfélaginu, meðal annars undirstaða
mikils meirihluta þess sem almenningur skrifar á eig-
in síður á netinu og þeirra sjónarmiða sem hann læt-
ur í ljós, jafnt á netinu sem annars staðar, um helstu
þjóðmál og annað sem miklu varðar.
Í tímans rás hafa dagblöð verið helsta uppspretta
þess háttar umfjöllunar og eru enn í dag þrátt fyrir
mikla tækniþróun og breytt fjölmiðlaumhverfi. Það
eru dagblöðin, og fréttavefir sem þeim tengjast, sem
yfirleitt hafa í senn burði og rými til að fjalla um mál
af þeim þunga sem þörf er á til að viðhalda nauðsyn-
legu upplýsingaflæði um þjóðfélagið. Aðrir miðlar
gera vitaskuld einnig gagn í þessu efni en hafa tak-
markað rými, sem sést best á því hve miklu knappari
og færri fréttir eru yfirleitt í útvarpi og sjónvarpi en í
þeim blöðum sem taka sig alvarlega sem fréttamiðla.
Ótrúverðug umræða
Allt er þetta afar þýðingarmikið þegar rætt er um
stöðu fjölmiðla, hvort sem er á Íslandi eða annars
staðar, en það er því miður lýsandi fyrir þá umræðu
sem oft fer fram á Alþingi að inn á þetta, eða hvað
væri til ráða, var varla komið í fyrrnefndri sérstakri
umræðu um stöðu fjölmiðla á Íslandi.
Birgitta hafði einkum áhuga á að ræða tvennt,
annars vegar ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla og
hins vegar eignarhald þeirra. Þetta er hvort tveggja
mikilvægt en eins og við var að búast er sýn Birgittu
og annarra sem þátt tóku í umræðunni ekki endilega
mjög skýr eða trúverðug hvað þetta varðar.
Birgitta hélt því til að mynda fram að til væri nýlegt
dæmi um „þær kvaðir sem settar voru á blaðamenn
Morgunblaðsins þar sem reynt er að þröngva stjórn-
málaskoðunum upp á fólk af yfirmanni þeirra, manni
sem er þekktur fyrir að hafa í valdatíð sinni kallað fjöl-
miðlamenn og rithöfunda á teppið ef honum, sem þá
var forsætisráðherra, hugnaðist ekki umfjöllunarefni
þeirra“. Þarna var þingmaðurinn sennilega að ýja að
ósannindum sem fram hafa komið nýlega í ómerki-
legum fjölmiðlum um að blaðamenn á ritstjórn Morg-
unblaðsins hafi verið neyddir til að skrifa undir stuðn-
ing við framboð annars ritstjórans. Þetta hefur verið
hrakið en engu að síður sér þingmaðurinn sóma sinn í
að endurtaka ósannindin í skjóli þinghelginnar.
Fullyrðingin um að yfirmaðurinn, sem engum
blandast hugur um hver á að vera, hafi kallað fjöl-
miðlamenn og rithöfunda á teppið eru vitaskuld einn-
ig ósannindi, eins og þingmanninum hlýtur að vera
fullkunnugt um. Á hinn bóginn er það auðvitað svo að
blaðamenn eða ritstjórar, og það þekkja þeir vel sem
stýrt hafa Morgunblaðinu, þurfa iðulega að sæta
gagnrýni þeirra sem til umfjöllunar eru, ráðherra,
þingmanna og annarra, án þess að kveinka sér undan
því. Það er eðlilegur hluti af skoðanaskiptum og ekk-
ert sem fjölmiðlar þurfa að fárast yfir, enda er það
nær aldrei gert að umfjöllunarefni þó að það sé nán-
ast daglegt brauð og hafi alla tíð verið.
Óþarfar áhyggjur þingmanna
af Ríkisútvarpinu
Flestir þeirra sem þátt tóku í umræðunni, einkum úr
stjórnarandstöðunni, höfðu mestar áhyggjur af fram-
tíð Ríkisútvarpsins, sem er sérkennilegt í ljósi þess
að það er eini fjölmiðillinn sem nýtur margra millj-
arða króna forskots í samkeppninni, eins og Sigríður
Andersen alþingismaður benti raunar á, ein þing-
manna. Flestir aðrir höfðu þungar áhyggjur af að
Ríkisútvarpið fengi ekki nægar tekjur og þeir sem
vildu ýta stofnuninni út af auglýsingamarkaði tóku
fram að yrði það gert þyrfti að tryggja að stofnunin
yrði ekki fyrir tekjuskerðingu.
Þetta er sérkennileg nálgun þeirra sem segjast tala
fyrir frjálsri fjölmiðlun og segjast hafa áhyggjur af
ritstjórnarlegu sjálfstæði og fjölbreytni á fjölmiðla-
markaði, sem vissulega eru mikilvægir þættir en afar
vafasamt að verði tryggðir með fréttaflutningi af
hálfu ríkisins.
Óeðlileg afskipti ríkisins í gegnum
fjölmiðlanefnd
Sú leið sem helst var mælt með við að bæta fjölmiðlun
hér á landi í þessum umræðum var að efla fjölmiðla-
nefndina, sem vinstristjórnin setti á fót á síðasta kjör-
tímabili og hefur ekkert gagn gert síðan, nema síður
sé. Fjölmiðlanefnd safnar upplýsingum um eignar-
hald fjölmiðla, sem er ágætt að liggi fyrir á einum
Sérstaka umræðan
verður varla mikið
sérstakari en þetta
’
Vinstristjórnin sem setti fyrrgreind lög
fór frá en sú sem tók við hefur ekki fellt
þau úr gildi þrátt fyrir að þau gangi þvert á
eðlileg sjónarmið um frelsi í fjölmiðlun.
Næsta vinstristjórn getur því haldið áfram
þar sem frá var horfið og skorið eina sneið
enn af frelsi fjölmiðla.
Reykjavíkurbréf27.05.16